Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 29
SÍMON DAL
123
um örmum. Eg hafði hjálpað henni til
sigurs og til að ná valdi sínu yfir honum
aftur, og mér þótti vænt um, að eg hafði
getað hjálpað henni. En eg gat ekki séð
að málum sjálfs míns væri betur borgið
en áður. — Eg var lengi einn í stofunni,
og þó konungurinn hefði skipað mér að
bíða sín; þá kom hann ekki aftur. Nelly
kom ein — hlægjandi og hamingjusöm og
sigrihrósandi. Hún greip báðar hendur
mínar og áður en eg vissi af var hún bú-
in að kyssa mig á kinnina. — Nei, ann-
ars, það er bezt, að eg sé hreinskilinn —
eg vissi þegar hún ætlaði að gera það, en
mér var ómögulegt að komast hjá því, án
þess að vera ókurteis. »Við höfum unn-
ið!« hrópaði hún. — Eg hefi það, sem eg
óska, og þér, Símon, þér eigið að koma til
hans í Whitehall á morgun. Hann hefir
fyrirgefið yður allar yðar yfirtroðslur,
og hann ætiar að gera fyrir yður, hvað
sem þér biðjið hann um. — Hann lofaði
mér því alveg statt og stöðugt!« »Veit
hann, hvað eg ætla að biðja hann um?«
»Nei, ekki enn. — ó, eg vildi óska, að eg
gæti séð framan í hann! Þér skuluð ekki
hlífa honum, Símon. Segið þér honum —
já, segið þér honum sannleikann — beisk-
an, nakinn sannleikann!« »Hvernig á eg
að fara að því?« spurði eg. »Jú, að þér
elskið, hafið alltaf elskað og munið ávalt
elska Barböru Quinton — og að þér elsk-
ið ekki, munið aldrei elska og hafið aldrei
elskað — já, hafið ekki viljað gefa eitt
heystrá fyrir Eleanor Gwyn!« »Er það
nú að öllu leyti sannleikanum sam-
kvæmt?« spurði eg.
Hún hélt enn báðum höndum mínum,
hún þrýsti þeim dálítið og andvarpaði:
»Nú — já, það er sannleikanum sam-
kvæmt — við skulum láta það vera það.
Hvað gerir það þó einhver maður hafi
lifað einu sinni, þegar hann er dauður og
þó hann hafi elskað einu sinni, þegar
hann elskar ekki lengur? »Eg vil nú samt
ekki segja honum annað, en það, sem satt
er«. sagði eg. »Þér skammist yðar ekki
fyrir það, sem þér gætuð sagt?« hvíslaði
hún og leit framan í mig. »Nei, það veit
hamingjan!« svaraði eg og kyssti hönd
hennar. »Mér finnst eg hefði mátt
skammast mín, ef hugur minn hefði'
aldrei hneigst í áttina til yðar!«
»Farið þér nú leiðar yðar, Símon Dal!«
hrópaði hún allt í einu óþolinmóðlega. —
»Farið þér — til hennar Bai'böru yðar —
til Hatchstead — í fásinnið — leiðindin
— réttlætið!« »En við skiljum í vináttu!«
bað ég. Fyrst bjóst eg við hæðnislegu
svari, en svipur hennar breyttist og hún
brosti ástúðlega um leið og hún svaraði:
»Já, Símon, við skiljum í kærleiksríkri
vináttu. — Og þegar þér heyrið fólk
segja sitt af hverju um mi'g, þá skuluð
þér segja þeim, að meira að segja svo
góður maður sem þér hafið fundið ýmis-
legt gott hjá Nelly«. »Það get eg sagt af
öllu hjarta!« »Nei, eg kæri mig annars
ekkert um hvað þið segið!« hrópaði hún
hlægjandi; »en farið þér nú! Eg lofaði
kónginum að eg skyldi ekki tala, nema
eins og tíu orð við yður«. Eg hneigði mig
og gekk til dyranna. Snögglega hljóp hún
á eftir mér, eins og hún ætlaði að segja
eitthvað en hætti við það. Eg staldraði
við og beið. Að síðustu mælti hún — augu
hennar voru feimnisleg og það var eins
og hún ætti erfitt með að koma orðum að
því: »Ef þér skammist yðar ekki fyrir,
að nefna mig á nafn við Barböru, þá
langar mig til að biðja jrður að segja
henni, að eg óski henni alls góðs — og
biðji hana að hugsa eins vingjarnlega til
mín og hún getur!« »Hún hefir mikla á-
stæðu til að hugsa vingjarnlega til yðar«.
sagði eg. »Og þessvegna mun hún hugsa
óvingjarnlega! Símon — nú verðið þér að
fara!« Hún rétti mér hendina og ég
kyssti hana.
16*