Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Page 32
126
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Sir!« Konungurinn leit niður og hleypti
brúnum, eftir litla hríð leit hann upp aft-
ur og ofboðlítið bros lék um varir hans;
en rödd hans var samt sem áður mjög al-
varleg þegar hann sagði: »Þér munið eft-
ir M. de Perrencourt?« »Eg man mjög
vel eftir honum, yðar hátign«, svaraði eg.
»Það var samkvæmt hans eigin vali og
ekki mínu, þegar þér fóruð af stað með
honum áleiðis til Calais.« »Þannig skildi
eg það líka þá, yðar hátign.« »Og það er
trú manna og hans líka, að hann hafi vit
á að velja sér menn — viljið þér leyfa
mér að segja verkfæri, mr. Dal? — betur
en nokkur annar þjóðhöfðingi í kristnum
löndum. — Jæja, svo þér viljið giftast
mistress Quinton? En hún er af hærri
stigum en þér«, »Eg átti þó að giftast
henni, yðar hátign!« »Hún er af hærri
stigum en þér«, endurtók hann um leið og
hann brosti við svari mínu. »En hún er
ekki hærra sett en það, að hún mundi láta
að orðum yðar hátignar — eða réttara
sagt faðir hennar — eg fer nærri um
vilja hennar sjálfrar«. »Yður vantar ekki
sjálfsálit, mr. Dal«. »Hversvegna ætti eg
ekki að hafa það. Eg sem hefi drukkið
úr bikar konungsins?« svaraði eg. »Til
þess að við ættum að vera vinir?« sagði
hann. — »Og vitað það sem konungurinn
leyndi!« »Þannig að við skyldum standa
og falla saman?« »Og elskað það sem
konungurinn elskaði!«
Þessu svaraði hann engu, en sat um
hríð steinþegjandi. — Eg varð var við,
að augu margra hvíldu á okkur, og þóttist
vita, að mörgum getum mundi vera leitt
að því, hvaða starfi hann mundi ætla að
trúa mér fyrir, eða hvernig staðið gæti á
þeirri miklu hylli, sem hann sýndi mér,
þar sem eg ræddi svo lengi við hann. En
eg skeytti því litlu, því eg var að reyna
að lesa hugsanir hans, og vonaði, að mér
hefði tekist að fá hann yfir á mína hlið.
Eg vissi vel, að hann gat hugsað sem svo,
að eg ætti hjálpina að honum, en eg vildi
ekki taka hana sem mútufé, hversu freist-
andi sem það gat verið, og eg var hrædd-
ur um, að hann mundi hafa misskilið
mig, svo eg sagði: »Eg yfirgef borgina í
kveld, yðar hátign, hvort sem eg fæ bæn.
mína uppfyllta eða eigi, og hvort sem eg~
fæ hana uppfyllta eða eigi, skal eg vera
þagmælskur — og í öllu því sem orðið
getur, skal eg vera trúr þegn yðar há-
tignark Ef til vill hljómaði þetta alltof
hátíðlega eins og oft vill verða hjá ung—
um manni, sem talar af hrærðu hj arta„,
Hann svaraði engu; en leit upp og brosti .
kankvíslega:
»Segið þér mér nú, hvernig elskið þér
hana, þessa mistress Quinton?« sagði
hann. Við þessa spurningu varð eg allt í’
einu yfirkominn af feimni og vandræð-
um. öll sú dirfska í framkomu, sem eg
hafði vanið mig á við hirðina, yfirgaf
mig, og eg stóð þarna orðlaus eins og
kálfur. »Eg-------eg veit — það ekki«,
stamaði eg. »ó, jú, — en eg er farinn að
verða gamall. — Viljið þér ekki segja
mér það, mr. Dal?« bað hann og fór að
hlægja að vandræðum mínum. — En þó
eg hefði átt lífið að leysa, þá hefði mér
verið ómögulegt að verða við ósk hans. —
Konungurinn beygði sig áfram og gerði
Rochester og Monmouth hertoga, sem í
þessum svifum nálguðust, merki um að
koma. — Eg hneigði mig djúpt fyrir
hertoganum og hann svaraði kveðju
minni, hirðmannlega. Hann hafði ekki
mikla ástæðu til að vera ánægður með
mig, og það sást líka. Konunginum virtist
vera reglulega dillað, þegar hann sá svip-
brigði sonar síns. En hann sneri sér að
Rochester og mælti: »Hérna, lávarður
minn, stendur ungur maður, sem er á-
kaflega ástfanginn í mjög elskulegri og
saklausri stúlku. Eg spyr hann, hvemig
ást hans sé — því eg er farinn að gleyma
slíkum hlutum — og hvað haldið þér?