Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 37
SSMON DAL
131
sMaðurinn hennar er grunaður um það
-— með réttu eða röngu — hver veit
það?« Það varð dálítil þögn. Presturinn
beygði sig og lét fanga si'nn lausan á veg-
inn. »Guð hefir kramið einn af þeim
seku, Símon«, mælti hann, »ertu nú á-
nægður?« »Eg ætla að reyna að trúa engu
illu um hana«, sagði eg; og í alvarlegum
hugsunum héldum við af stað. En Bar-
bara og eg hægðum ósjálfrátt á okkur og
urðum bráðlega langt á eftir eldri' mönn-
unum. — Þegar við stóðum við garðshlið-
ið vorum við orðin tvö ein. »Eg er svo
fjarska sorgbitin yfir hertogaynjunni«,
mælti Barbara og andvarpaði þungan.
En í sama bili — sökum miskunnar for-
sjónarinnar, sem lætur okkar eigin gleði
reka utanaðkomandi sorgir á flótta, því
annars gætum við ekki komizt gegnum
heiminn, án þess að hjörtu vor springju
af trega — hún leit á mig og brosti, lagði
handlegginn um mig og þrýsti sér upp að
mér. — »Vertu glöð — að minnsta kosti,
vertu glöð í kveld, ástin mín«, hvíslaði eg,
»því við erum komin i gegn um heilan
skóg af hættum, og erum nú örugg hinu-
megin við hann«. »örugg og saman«,
hvíslaði hún. — »Og þó«, hélt hún áfram,
»er eg hrædd um, að þú ætlir að verða
slæmur eiginmaður, Símon, því núna
strax í byrjun — nei, áður en við erurn
byrjuð, hefir þú farið á bak við mig!«
»Eg mótmæli...!« hrópaði eg. »Já, það
var nú enginn annar en hann faðir minn,
sem sagði mér frá heimsókn, sem þú
hefðir gert í Lundúnum«. Eg laut höfði
og horfði á hana. »Eg vildi ekki vera að
trufla þig með því máli frekar«, sagði eg
— »það var ekki nema sjálfsögð kurteis-
isskylda«. »Simon, eg ætla ekki að erfa
það neitt við hana«, mælti Barbara, »því
eg er nú hérna í sveitinni okkar hjá þér,
og hún er í borginni án þín«. »Og satt að
segja«, bætti eg við, »býst eg við, að þið
hvor um sig séuð mest ánægðar með það,
eins og það er«. »Eg get ekki svarað fyr-
ir hana!« mælti Barbara.
Við gengum lengi þegjandi — og dag-
urinn leið að kveldi. — Þeir hæðast að
tali elskenda — látum þá gera það, segi
eg af öllu hjarta — en þögn þeirra að
minnsta kosti er heilög. Að síðustu sneri
Barbara sér að mér og hló lítið eitt: »Sí-
mon, ertu nú ekki glaður yfir að þú ert
kominn heim?«
Jú, víst var eg glaður. — Líkamlega
hafði eg farið langa leið og í hugsun og
hjarta miklu lengra, eftir dimmum villu-
gjörnum götum, sem leiddu mig, eg vissi
ekki hvert, en sem aldrei virtust liggja í
áttina að heimahögunum aftur. En án
þess að vita það sjálfur, hafði eg haldið í
hendi mér þeim gullna þræði, sem var
spunninn í Hatchstead á dögum bernsku
minnar og æsku. — Að síðustu hafði eg
gripið fastar um hann, og eg hafði snúið
við og fylgt honum. Qg þannig hafði
hann leitt mig heim — ekki ríkari en eg
fór og ekki hlaðinn neinum metorðum, en
eg var búinn að missa vissa drauma, sem
ekki höfðu gefið mér frið — og eg var
vonaði eg, heilbrigðari í hjarta og sál. —
Eg horfði nú í hin dökku augu, sem
störðu á mig eins og þau sæu í mér ein-
asta skjól, gleði og líf; hún þrýsti sér að
mér og hélt mér föstum, eins og hún allt-
af stöðugt væri hrædd um, að eg mundi
yfirgefa sig og halda af stað aftur út í
skarkala heimsins. En síðasti óttinn lagði
á flótta, síðasti efinn bráðnaði og hvarf
og brosið kom aftur fullt af trúnaðar-
trausti á varirnar, sem eg elskaði. Eg
beygði mig yfir hana og hvíslaði: »Jú eg
er glaður yfir, að eg er kominn heim!«
En það var einn hlutur enn, sem eg
varð að segja: Höfuð hennar féll niður á
öxlina á mér og hún hvíslaði lágt: »Og þú
ert alveg búinn að gleyma henni?« Augu
hennar voru algerlega hulin. Eg brosti og
sagði: »Alveg!« , 7*