Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 42
136 1
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Innocentiusar III. til stofnunar reglu
sinnar, rekumst við aftur á hann í Róma-
borg. Bræðrunum hafði fjölgað mikið og
reglan dafnað, svo nú gat hann gert ýms-
ar meiri kröfur en áður.
Annars er fátt kunnugt um þessa
þriðju Rómaferð hans. Hann prédikaði í
borgunum á leiðinni og í einni borginni
er sagt að svölurnar hafi truflað ræðu
hans. Skipaði hann þeim þá að þegja, og
þær hlýddu. í Rómaborg prédikaði hann
á strætunum og ávann þar nýja félags-
menn. En mikilsverðast fyrir framtíð
reglunnar var hin nána vinátta sem
Frans batt þá við rómverska aðalskonu,
sem hann jafnan síðan kallaði »bróður
Jakobu«, í spaugi, vegna hins þrekmikla
og karlmannlega lundarfars hennar.
Kona þessi var 25 ára, gift Gratiano
Frangipanis, manni af einni elstu og
þektustu aðalsætt borgarinnar. Nafnið
Frangipanis »brauðbrjótur« hafði einn af
forfeðrum hans hlotið sem tignarheiti,
þegar hann eitt sinn í hungursneyð hlaut
þá stöðu, að deila brauði út meðal alþýð-
unnar. Sjálf var Jakoba af norrænum
ættum, fi'á Sikiley.
Heimild páfa ti! krossfararinnar og
kristniboðs hjá Serkjum fékk Frans oi'ða-
laust. Steig hann nú á skip sem fara átti
til austurlanda, en ferðin gekk illa og
skipið strandaði á Balkanskaganum ofan-
verðum. Var nú áliðið orðið sumars og
engar skipaferðir austur þaðan og tíðar-
far andstætt, svo Frans hugsaði sér að
komast nú heim aftur. En eina skipið sem
þar var ferðbúið til ítalíu, neitaði að
flytja þá félaga. Tók þá Frans það ráð að
fela sig í lestinni og gaf sig ekki fram,
fyr en skipið var komið langt á haf út.
Ferðin gekk illa og vegna stöðugra mót-
vinda urðu þeir miklu lengur i hafi en ráð
var fyrir gert. Varð nú skipshöfnin mat-
arlaus, en þá keypti Frans sér frið og
fyrirgefningu, með þvi að gefa þeim mat-
arforða sinn með honum.
Um leið og Frans aftur hafði fasta jörð
undir fótum, hélt hann af stað í prédik-
unarferð og fór borg úr borg. í borginni
Ascoli báðust um þrjátíu leikmenn og
prestar upptöku í regluna. Fólkið
streymdi að honum hvaðanæfa og var
ánægt ef það aðeins fékk snortið föt
hans. Aðeins einn flokkur manna, kathar-
arnir voru honum andvígir. Þeir voru
hatursmenn kirkjunnar og prestastéttar-
innar og gerðu þeim allt til svívirðu, en
Frans krafðist skilyrðislausrar, blindrar
hlíðni og undirgefni við páfa og kirkju
og því um leið virðingar fyrir prestastétt-
inni.
A þessari ferð var það, að Frans snerí
einum af helstu skáldum og umferða-
söngvurum þess tíma, Vilhjálmi Divini til
fylgis við sig. Divini var staddur í smá-
bæ, San Severino, í klaustri einu, þar sem
frænka hans var nunna. Frans prédikaði
í klaustrinu og Divini heyrði til hans.
Samtímamenn Frans, sem sagt hafa frá
honum lýsa honum svo, að eiginlega hafi
hann ekki verið tiltakanlega andríkur
prédikari, en framsetning öll hafi verið
óvenjulega áhrifamikil, en þó blátt áfram,
og ræður hans hafi mest gengið út á sið-
bót í lifnaðarháttum. Frans var strangur
siðgæðispostuli og fann óhræddur að því
sem honum fannst aðfinnsluvert og var
þá oft allberorður. Hann vakti því ekkí
aðeins aðdáun, heldur líka ótta og stund-
um skelfingu. Hinn eilífi eldur og refsi-
dómur Guðs, beið að hans dómi hvers
þess syndara, sem ekki bætti ráð sitt.
Ræður hans voru því oft sem svipuhögg,
er sveið undan.
Eins og fyr er frá sagt, heyrði skáldið’
Frans prédika í nunnuklaustrinu. Hann
kom þangað, ásamt mörgum glöðum
æskumönnum af forvitni einni. Fyrst í
stað fannst honum lítið til um, en brátt