Tjaldbúðin - 01.01.1898, Qupperneq 15

Tjaldbúðin - 01.01.1898, Qupperneq 15
—13— nema um tvennt að gjöra: Annaðhvort að mynda söfnuð, óháðan kirkjufjelaginu, eða algjörlega hætta við alla safnaðarmyndun. I>að var því eigi um annað að gjöra, en að mynda söfnuðinn fyrir utan kirkjufjelagið. Jeg afrjeð þá að mynda lúterskan söfnuð og bjást við, að hann myndi sameinast kirkjufjelaginu, þegar fram liðu stundir. .ieg setti svo fundinn og stýrði honum og fjekk sjera i'.jörn Ji. Jónsson, sem var þar staddur, til að vera skrifari fundarins. Eptir tillögu Olafs Olafssonar var samþykkt að mynda söfnuð. Jeg gaf söfnuðinum nafnið : Tjald- búðarsöfnuður (The Winnipeg Tabernacle),til minn- ingar um söfnuð og kirkju Spurgeon’s. Síðan lagði jeg fram frumvarp til safnaðarlaga fyrir söfnuðinn. Og eptir tillögu frá Mrs. J. Sigfússon var það frumvarp samþvkkt, óbreytt í einu hljóði. Siðan var kosin 5 manna nefnd, er skyldi hafa “.111 sömu rjettindi og skyldur eins og fulltrúar, kosnir á ársfundum safnaðarins.” Ilún átti að ann- ast mál safnaðarins, þangað til kosnir yrðu safnað- arfulltrúar samkvæmt safnaðarlögunum. I nefnd þessa voru kosnir: Ólafur Ólafsson, Halldór I-Ialldórsson, Guðjón Jónsson, Sigurður Her- mannsson og Stef'án Þórðarson. Og til vara var kosinn Jóhann Pálsson. Þegar safnaðarmynd- uninni var lokið, yjek jeg úr forsetasæti, en safnað- arnefndin fól Jóhanni Pálssyni að stýra fundi. Var svo ákveðinn dagur fyrir næsta safnaðarfund. Aður en fundi var slitið, var l'undargjörningur les- inn upp og samþykktur.

x

Tjaldbúðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.