Tjaldbúðin - 01.01.1898, Blaðsíða 28
—26—
Kirkjuþing-ið 1896 tók þessa úrsögn mína auðvitað
gildn, og með því var þessu máli milli kirkjufje-
lagsins og mín lokið, án þess jeg svaraði árásum
fjelagsins á mig og Tjaldbúðarsöfnuð einu einasta
orði.
6. jan. 1897 lijelt Tjaldbúðarsöf'nuður þriðja
ársfund sinn. Fulltrúar voru kosnir þessir: S.
Þórðarson, forseti, J. Einarsson, skrifari, Karl Jóns- -
son, fjeliirðir, H. Halldórsson og .(óhannes Gott-
skálksson ; djáknar : Mrs. J. Sigfússon, Mrs. B.
Teits-<on, Mrs. J. Árnason, Mrs. G. Jónsson og Mrs.
H. Halldórsson; söngnefnd: S. Magnússon, J.
Einarsson, Jón Jónasson, J. Jónasson og H. Hall-
dórsson ; yfirskoðunarmenn (auditors): J. Pálsson
og Ó. Ólafsson.
Á safnaðarfundi þessum kom fram ein riidd
um það, að Tjaldbúðarsöfnuður ætti að ganga í
kirkjufjelagið Seinna var minnzt á þetta litið eitt
á öðrum fundi. Til þess því að gefa söfnuðinum
kost á að ræða “inngöngumálið,” þá lagði jeg fram
á fundi 11. okt. 1897 þe«sa tillögu : “Tjaldbúðar-
söfnuður tekur til umræðu það málefni, að æskja
“inngöngu ’ í “Ilið ev. lút. kirkjufjelag íslendinga
í Vesturheimi'’ á kirkjuþingi 1898.”
Ástæður mínar fyrir því, að leggja þetta inál
fyrir safnaðarfund, voru þessai':
I. Jeg vildi láta ræða málið á fundi, svo vilji safn-
aðarins kæmi í ljós.
2. Um þessar mundir voru gjörðar árásir á Tjald-