Tjaldbúðin - 01.01.1898, Side 42

Tjaldbúðin - 01.01.1898, Side 42
—40— fót. En undir eins og Tjaldbúðarsöfnuður mynd- aðist (í. sept. 1894), fór jeg tafarlaust að vinna að því. Jeg fjekk 12 af þeim unglingum, er voru í mín- um bekk í sunnudagsskólanum (Bible Class) til að mynda með mjer kristilegt og kirkjulegt unglinga- fjelag, er heitir: “Ilið fyrsta íslenzka unglingafje- lag.” Nöfn þessai a unglinga voru: Björn Sig- vaidason, Olafur Ólafsson, Árni Jónsson, Guðmund- ur Guðmundsson, Björg Runólfsdóttir, Kristín Sig- mundsdóttir, Þóra Kristjánsdóttir, Kristín Krist- jíinsdóttir, Guðrún ÓEfsdóttir, Magnús Jónsson, Elinborg Guðlaugsdóttir og Jóhanna Bjarnadóttir. F’yrstu lög fjelagsins voru sniðin eptir lögum ung- .ingafjelaos í Bandaríkjunum, er nefnist “Luther League.” Fyrstu greinar þeirra laga voru þannig : “1. grein. Nafn: Fjelag þetta heitir: ‘ Hið fyrsta íslenzka unf'lingafjelaK” (The First Icelandic Young People’s Society). 2. grein. Tilgangur : Tilgang- ur fjelagsins er að efla frainfarir meðlima sinna í siðlegu, fjelagslegu. mentalegu og andlegu tilliti, og ennfremur að veita Tjaldbúðarsöfnuði (The Winni- peg Tabernacle) þá hjálp. sem í bess valdi stendur.” Fyrstu lög fjelagsins voru mjög einföld og óbrotin, en síðan hafa þau orðið rnargbreyttari, eptir jrvi sem fjelagið hefur orðið þroskaðra og mannfleira. Fjelagið varð brátt mjög fjölmennt og vakti mikla eptirtekt. Kirkjufjelagið átti þá ekkert unglinga- fjelag og hafði aldrei haft þau á “prógrammi” sínu, en smátt og smátt fór það að átta sig á má’.i þessu. Yegna samkeppninnar við Tjaldbúðarsöfnuð mynd-

x

Tjaldbúðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.