Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Qupperneq 18

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Qupperneq 18
6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Loftskeyta m en n i rn i r og lífið á sjónum. Félag íslenzkra loftskeytamanna (F.I.L.) er eitt af hinum mörgu stéttarfélögum íslenzkra sjómanna. Reyndar starfa sumir af félögum okk- ar í landi, hjá landssímanum, útvarpinu og veð- urstofunni, en megin þorrinn starfar sem loft- skeytamenn á íslenzkum skipum, farþegaskip- unum, varðskipunum og togurunum. Stétt okkar er ung, hún hefir ekki alda gaml- ar sögur og staðreyndir að styðjast við. Loft- skeytin voru vorboði hins nýja tíma, og hafa valdið miklum umskiftum til hins betra, í hinu hættulega og einangraða lífi mannanna á sjón- um. I upphafi urðu loftskeytin til fyrir sjó- mennina og vegna siglinganna, og þess vegna hefir útbreiðsla firðtækninnar orðið eins stór- felld, og þróunin hraðfara. Það var 1891 sem Marconi reyndi hina fyrstu loftskeytastöð um borð í skipi, og í tilraunum sínum við skip mun honum hafa hugkvæmst stærstu umbæturnar á tækjum, sem í fyrstu voru mjög ófullkomin og skammdræg. Hið fyrsta reglulega neyðarskeyti frá skip- um í sjávarháska var sent árið 1910, þegar gufuskipið Republic rakst á gufuskipið Florida skammt undan Bandaríkjaströnd. Með loft- skeytum var þegar hægt að kalla á hjálp, og það var því að þakka, að hægt var að bjarga mörg hundruð mannslífum. Þetta varð til þess að margir vel metnir borgarar og stjórnmála- menn í Bandaríkjum Ameríku sáu, hvað loft- skeytatækin gátu verið til mikils öryggis fyrir siglingarnar, og tóku að beita sér fyrir því að loftskeytastöðvar í skipum væru lögskipaðar. Sama ár samþykkti svo þjóðþingið í U.S.A. lög um þetta, þar sem ekkert skip með 50 manns innan borðs eða fleirum mátti láta úr höfn í Bandaríkjunum, nema að það væri útbúið öflug- um loftskeytatækjunr, undir umsjón manns, er hefði fulla þekkingu á meðferð þeirra. Seinna, eða eftir hið ægilega Titanic-slys 1912, var gert að skyldu að loftskeytamennirnir væru fleiri, og stöðugur vörður haldinn allan sólar- hringinn, á hinum stærri skipum, sem flytja marga farþega. Síðan hefir þúsundum manns- lífa verið bjargað frá drukknun, fyrir fulltingi loftskeytanna, enda eru loftskeytatækin nú tal- in ómissandi öryggistæki á hverju skipi. Á síð- ustu ráðstefnu um öryggi mannslífa á sjónum var samþykkt, að öll farþegaskip, stór og smá, og öll flutningaskip stærri en 1600 smálestir brutto, og sem eru í förum milli landa, skuli vera útbúin loftskeytatækjum, sem fullnægi vissum skilyrðum um fullkomna starfrækslu. Vér Islendingar höfum verið leiðandi þjóð í hagnýtingu loftskeytanna. Alþingi hefir sam- þykkt lög, þar sem öllum íslenzkum skipum í millilandasiglingum, með 12 manna áhöfn eða meira, er gert að skyldu að vera útbúin full- komlega starfræktum loftskeytastöðvum. Fyrir 10 árum voru fleiri íslenzkir togarar útbúnir loftskeytatækjum, en brezkir, og voru þeirra togarar þó margfalt fleiri. Þetta hefir nú breyzt. Bretar eiga orðið mörg hundruð ný- tízku togara, og allir eru þeir útbúnir full- komnum tækjum, meðan okkar togurum hefir heldur fækkað, því miður. Aðalstarf loftskeytamannanna um borð í skipunum er að halda hlustvörð, þegar skipin eru á siglingum, sjá um að loftskeytatækin séu alltaf í góðu standi, og gera við þau, ef þau bila. Til loftskeytatækjanna teljast einnig miðunar- stöðvar og dýptarmælar. Loftskeytamennirnir taka einnig veðurskeytin og fréttir, og birta á ýmsum stöðum í skipunum. Einnig annast þeir skeytaviðskiftin milli skipstjórans og útgerðar- innar, og fyrir skipshöfnina og farþegana á far- þegaskipunum. Á fiskiskipunum þurfa loft- skeytamennirnir ennfremur að vera á verði fyr- ir öllum fiskifréttum, og skiftast á skeytum við önnur fiskiskip mörgum sinnum á sólarhring, og getur það oft verið mikið verk og þreytandi, þegar skeytin eru á dulmáli, sem þarf að þýða, bæði þegar sent er og tekið á móti. Skipin skiftast í samvinnuflokka, fleiri eða færri um dulmál, eftir því sem skipstjórarnir hafa komið sér saman um af kunningsskap, og þeir kæra sig ekkert um að óviðkomandi skip komist á snoðir um það, sem þeir segja hvor
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.