Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Qupperneq 25

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Qupperneq 25
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9 á Keldum í Mosfellssveit; Pétur heitinn Guð- mundsson árið 1898 og Sigurjón Kristjánsson árið 1903, nú starfandi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Allir þessir menn fengu sína fyrstu þekkingu í meðferð og hirðingu véla á hvalveiðistöðvum, er Norðmenn starfræktu á Vestfjörðum (Ön- undarfirði, Dýrafirði og víðar). Á þessum stöðv- um voru mjög góð verkstæði, sem Norðmenn áttu, einkum þó á Önundarfirði, og störfuðu þar aðeins úrvals smiðir frá Noregi og Sví- þjóð. Þótt hér hafi ekki verið um bóklegt nám að ræða hjá þessum brautryðjendum stéttar vorr- ar, má óhætt fullyrða, að á þessum verkstæð- um lærðu þeir margt handtakið, bæði í smíði og vélgæzlu, sem síðar kom þeim að góðu haldi við lífsstarf þeirra. Þegar farið var að kaupa gufuskip til lands- ins, var fyrst leitað til þessara manna og flutt- ust þeir allir smám saman til Reykjavíkur og tókust á hendur vélgæzlu á þessum skipum og urðu allir mætir vélstjórar. 1 upphafi áttu þessir vélgæzlumenn oft erfiða aðstöðu með að fá gert við það, sem bilaði í vélum skipana. Hér var engin höfn og því oft miklum erfiðleikum bundið að komast á milli skips og lands í vondum veðrum; hér í Reykja- vík var aðeins eitt verkstæði, en það svo ófull- komið, að það var mjög takmarkað, sem hægt var að fá unnið þar. Þeir urðu því að bjarga sér eins og bezt gekk og treysta á mátt sinn og megin. Þá kom sér vel hin verklega þekk- ing, sem þeir höfðu fengið á verkstæðum hval- veiðastöðvanna, og er það út af fyrir sig vís- bending til vélstjóraefna um það, hversu mikils virði það er, að afla sér góðrar verklegrar kunnáttu í smíði, áður en þeir verða vélstjór- ar á eigin ábyrgð. Um þessar mundir var ekki litið stórum aug- um á vélgæzlustarfið, enda var það alveg nýtt hér á landi og mjög takmarkaður skilningur á nytsemi þess. Álitu margir að allir gætu tekið það að sér, án nokkurs undirbúnings, en reynsla þessara manna, sem lögðu stund á vélgæzlu, gerði þeim ljóst, að ef hér ætti að rísa upp vélstjórastétt, yrði grundvöllurinn að vera góð- ur, og að hversu góð sem hin verklega þekk- ing er, er bóklega námið engu síður nauðsyn- legt hverju vélstjóraefni. Á milli þessara vélgæzlumanna var mjög góð samvinna og ræddu þeir saman í hvert skipti sem þeir komu af sjónum um starfið og fram- tíð þess og átti það sinn þátt í því, hversu fljótt þeir fóru að ræða um það sín á milli, að náms- kröfur vélgæzlumanna yrðu skipulagðar og þær ákveðnar með landslögum. Það voru miklir erfiðleikar á því, að fá for- ráðamenn þjóðarinnar til þess að skilja það, að nauðsynlegt væri að skipuleggja þetta starf, og fólkið gat ekki skilið, að vélgæzla væri svo mikið atriði fyrir framtíð þjóðarinnar, að eyða þyrfti miklum tíma í að tala um það, svo ríg- bundin var þjóðin við seghn og árarnar. En þessir menn létu það ekkert á sig fá, heldur þjöppuðu þeir sér fastara saman og ákváðu að mynda með sér félag til að ræða mál sín enn betur og sameina alla þá krafta, sem völ var á. Það var því 20. febr. 1909, að 8 menn, sem stunduðu vélgæzlu hér í Reykjavík, stofnuðu félag, sem þeir nefndu Vélstjórafélagið „Eim- ur“. Skömmu síðar var þessu nafni breytt og félagið nefnt Vélstjórafélag Islands og ber fé- lagið það nafn enn. Strax eftir stofnun félagsins fóru þessir brautryðjendur að vinna að áhugamálum sín- um með miklum dugnaði, enda var það svo, að ekki leið á löngu að þeir fengu marga góða og merka menn til fylgis við sig, t. d. Svein Björns- son lögfræðing (nú sendiherra) og Th. Jensen 1. vélstjóra á póstskipinu ,,Laura“, sem hingað sigldi í mörg ár. Jensen lét sér mjög annt um að leiðbeina vélgæzlumönnum í starfi þeirra og var ávallt boðinn og búinn til að veita þeim alla þá aðstoð, sem hann mátti í té láta, enda naut hann svo mikilla vinsælda hjá vélgæzlu- mönnum, að þeir gerðu hann að heiðursfélaga í félagi sínu. Eftir sleitulausa baráttu í 2 ár frá stofnun félagsins, var réttindamáhð komið það langt, að samið var uppkast að lögum um vélgæzlu á íslenzkum skipum og það lagt fyrir Alþingi, sem þá kom saman, og varð það að lögum á því þingi. Þann 11. júlí 1911 hlutu lög þessi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.