Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Qupperneq 27

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Qupperneq 27
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11 hendi. TJtlenzk kaupför höfðu stundað veiðar miklu lengri tíma, sumarmánuði milli ferða, og ráðið íslenzka fiskimenn á skipin, þann tíma, bæði til að draga fisk, gera að og fletja; á þessu lærðu ýmsir almenna sjóvinnu, sem kom síðar að notum, en þegar svo innlendir menn fóru að eignast lítil þilskip, sem stunduðu veiðar hér, þorskveiðar í Faxaflóa og hákarlaveiðar þar og í Eyrabakkabugt, þá var svo áhtið, að nauðsyn bæri til, að á skipunum væru danskir skipstjór- ar, því slíka ábyrgðarstöðu væri ógjörningur að fela Islendingi. Það þótti þá tilvinnandi að greiða dönskum skipstjórum, ferð hingað og heim aftur, kaup frá farardegi til þess dags er þeir komu heim, til þess að stjórna 20—30 lesta þilskipi á þorskveiðum, hér í flóanum, og nokkr- um hákarlaferðum í Jökuldjúpið og Eyrabakka- bugt. Fyrsta þilskip, eign Islendinga hér syðra, sem stunda átti fiskveiðar, var ,,Fanny“, sem hingað kom 1865. Hún var um 26 lestir að stærð og á henni voru danskir skipstjórar, fyrstu árin, þar til Sigurður heitinn Símonarson, hinn mikli aflamaður og sjógarpur, þótti þess verðugur, að honum væri trúandi fyrir jaktinni, út í Fló- ann. Svo var Markúsi Bjarnasyni, síðar skóla- stjóra, sem var stýrimaður hjá Sigurði, loks trúað fyrir skipi og hafði hann þá lært siglinga- fræði. Síðustu Danir, sem til skipstjórnar á fiski- skipum voru hingað ráðnir, voru P. Siemsen frá Nyköbing á Mors, ráðinn á ,,Sjófuglinn“ frá Hafnarfirði 1873 og Jóh. G. Halberg, ráðinn á loggortu ,,Esja“ áður ,,Ladon“, sem Egill Egils- son í Reykjavík átti. Hún stundaði fiskveiðar og flutti einnig kalk úr Esjunni til brennslu í Reykjavík. Halberg gerðist síðan hóteleigandi hér og reisti „Hótel ísland“ árið 1882. Hannes skipstjóri Hafliðason, (um 8 ára skeið forseti Fiskifélags íslands) og Halberg, tóku próf í stýrimannafræði sama dag, í Kaupmannahöfn, árið 1876. Fyrstur íslenzkur skipstjóri í Hafnarfirði var Jón Jónsson í Hraunprýði. Hann stjórnaði jakt, sem kaupmaður H. A. Linnet átti, sem ,,Haabet“ hét, og byrjaði þar skipstjórn um 1865. Þegar litið er yfir tímabilið 1865—1938 þá verða á vegi okkar margvíslegar og merkilegar breyt- ingar í sögu fiskveiða Islendinga. Frá 1965— 1880 sjást aðeins litil þilskip hér við land, sem veiðar stunda, frá 20-—40 lestir, aðbúð skip- verja þröng og ill, víðast hvar, engin tilsögn fá- anleg hér syðra í helztu atriðum siglingafræð- innar, siglingareglur ekki til á íslenzku, hvergi lögskráð, engin opinber skipaskoðun og sára fáir stórskipasmiðir. Þannig var nú séð fyrir öryggi þeirra á sjónum, sem ruddu brautina til að ná í fiskinn, sem var það djúpt, að þeir sem á stærstu róðrarskipum voru, gátu ekki, allra hluta vegna, farið svo langt út á hafið á opnum skipum. Eftirht með viðhaldi þessara smáskipa höfðu skipstjórarnir sjálfir, skipin voru lögð í fjörur, hampþétt og tjörguð þar og lagtækir menn gerðu við það sem aflaga fór, skipstjór- ar gerðu við segl, bættu og saumuðu ný á vetr- um, ef þurfti, sem þeir að mestu höfðu kennt sér sjálfir. Eftir árið 1880 batnaði þetta nokkuð, skip- um fjölgaði og gömlu skipstjórarnir leiðbeindu hinum yngri, en séð með okkar augum nú, var ástandið ömurlegt og nútíma sjómenn hefðu ekki tekið í mál að ráðast á sum þeirra skipa, sem haldið var úti þá, og loks árið 1891 er með lögum stofnaður stýrimannaskóli í Reykjavík, með öðrum orðum, það þurfti fjórðung úr öld til þess, að Islendingar kæmu auga á, að eitt- hvað yrði að gera fyrir þá menn, sem voru að leggjá sig í meiri hættur en nú þekkist, á þeirra leiðum, á illa búnum smáskipum, og færa afla á land, bæta afkomuna, þegar fiskileysis- árin á smábátana ætluðu að leggja allt í rústir við sjávarsíðuna. Svo komu árin 1897—1900, þegar um 70 kútterar voru keyptir hingað til lands, 65—90 lestir að stærð. Þá breyttist allt. Á þeim öllum voru menn með prófi, stórskipa- smiðir athuguðu og gerðu við það sem aflaga fór, skipstjórar og stýrimenn hirtu skipin af mestu snild, saumuðu segl, og komst hinn mesti sjómannabragur á fiskimannastéttina. Loka- dagurinn var haldinn, eins og við átti þá, og Öldufélagið (stofnað 1893), var orðið eitt af styrkustu og mest virtu félögum bæjarfélagsins. Það var á þessum árum, að hinn styrki grund- völlur var lagður til framfara hér; fólkinu fjölg- aði, hús voru reist og áhugi manna óx fyrir að geta flutt meiri afla á land, en auðið var á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.