Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Page 35

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Page 35
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ lð Loftskeytin í þágu siglinganna Áður en loftskeytin komu til sögunnar urðu sjófarendur að treysta algerlega á eigin þekk- ingu og reynslu í siglingafræði og sjómennsku, til þess að komast um hafið. Ef eitthvað varð að skipi eða mönnum, var reynt að bæta úr því eftir beztu getu. Um utanaðkomandi hjálp var sjaldan að ræða, því ekki var unnt að komast í samband við land eða önnur skip, nema þá af hendingu. Tilviljun ein réði því hvort önnur skip komu svo nálægt, að unnt væri að komast í samband við þau með merkjum eða öðrum sýnilegum bendingum. Skip sem urðu fyrir ein- hverju óhappi úti á regin hafi, eða strönduðu langt frá mannabyggðum, höfðu engin tök á að gefa umheiminum það til kynna, oft með þeím afleiðingum að engu varð bjargað, þótt ástæður hefðu leyft að öðru leyti. Eftir að loftskeytin komu til sögunnar og voru tekin í þjónustu siglinganna gjörbreyttist þetta. Flestar eða allar menningarþjóðir hafa nú tekið loftskeytin í þjónustu sína, og einnig við Islendingar. En þó skortir ennþá mikið á, að við höfum notfært okkur hinar undraverðu og máttugu bylgjur loftskeytanna, eins og æski- legt væri og nauðsynlegt. Þau not, sem hægt er að hafa af loftskeytum og útvarpi á sviði siglinganna, eru meðal ann- ars þessi: Skip, sem eitthvað verður að, eða lenda í sjávarháska, geta gefið það til kynna, og fyrir þá sök fengið hjálp eða aðstoð, sé það á annað borð mögulegt. Þess eru fjölda mörg dæmi, að skipum — en þó oftar mönnum — hefir verið bjargað úr yfirvofandi sjávarháska fyrir tilstilli loftskeytanna, útvarps, talstöðva eða talsíma. Með útvarpi og loftskeytum er hægt að til- kynna komu- og burtfarartíma skipa, taka á móti fréttum og öðrum dagskrárliðum útvarps- stöðva hvaðanæfa úr heiminum. Þetta er allt mjög mikils virði og gerir siglingalífið miklu ánægjulegra og viðkunnanlegra fyrir skips- hafnir allra skipa, sem búin eru loftskeytatækj- um og móttökutækjum útvarps, og er um leið til ómetanlegs gagns og skemmtunar fyrir allt fólk sem með skipunum ferðast. Með loftskeytum eru send út tímamerki, vitatilkynningar, tilkynningar um ís og hvers- konar hindranir á skipaleiðum. Margar loft- skeytastöðvar gefa læknisfræðilegar ráðlegging- ar, sé þess óskað. Viðurspám og stormfregn- um er nú útvarpað oft á sólarhring, frá flest- um löndum, og er það atriði eitt nægilegt tilefni til þess, að móttökutæki útvarps og lbftskeyta þurfa að vera í hverju einasta skipi. Eftir er þó að nefna eitthvert mikilverðasta atriðið í sambandi við loftskeytin og siglingarn- ar, sem sé það, að hægt er að vísa skipum leið- ina yfir hafið með loftskeytum, innan vissra takmarka, og fram hjá allskonar hættum. En einmitt í þessu erum við Islendingar ennþá eft- irbátar annara þjóða. Flest af okkar fólksflutn- ingaskipum, vöruflutningaskipum og stærri fiskiskipum hafa loftskeytatæki, og menn sem með þau kunna að fara, loftskeytamenn. En mörg þeirra vantar ennþá miðunartæki. Öll smærri fiskiskip vantar þetta allt, og fátt bend- ir til að þeim verði nokkurntíma kleift að afla sér þessara hluta. En þar sem almennur áhugi er nú fyrir því, að úr þessu verði bætt sem fyrst, þá vaknar af sjálfu sér sú spurning, hvað gera beri. Nokkr- ar leiðir eru fyrir hendi. Sú er ein, að búa öll skip og báta miðunartækjum og reisa jafnframt radíóvita á sem flestum stöðum, sem þýðingar- mestir eru fyrir siglingarnar. Önnur leið er sú, að reisa alstaðar miðunarstöðvar, en hvergi radiovita, og sjá svo um að öll skip fái loft- skeytatæki, eða einhver þau senditæki, sem hægt er að miða frá landi. Þriðja leiðin er sú, að reisa aðallega radiovita, en miðunarstöðvar þar, sem þeirra þarf sérstaklega með, sem sé þar, sem siglingar eru mestar. Sú leiðin, að reisa eingöngu radiovita, er góð, en þó ekki fullnægjandi, eins og síðar mun sýnt verða. Hitt, að reisa einungis miðunarstöðvar, verður of dýrt, því loftskeytastöðvar eru dýrar í rekstri séu þær margar. Það skapar einnig Framhald á bls. 18.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.