Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Page 40

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Page 40
20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ James Watt. Þegar allar greinar sjómannastéttarinnar sameinast á sínum fyrsta sameiginlega hátíðis- degi, er það mjög vel við eigandi að Sjómanna- dagsblaðið minnist með nokkrum línum þessa mikla hugvitsmanns og sannkallaða brautryðj- anda vélamenningarinnar. Það er oft sagt, að James Watt hafi fundið upp eimvélina. Þetta er þó ekki rétt nema að vissu leyti. Eimvélin var, sem kunnugt er, til áður en hann byrjaði sitt mikla lífsstarf, en hún var vart nothæf, og honum tókst að gera úr vél- um þeirra Savarys og Newcomens, sem voru mjög ófullkomnar, þá eimvél, sem með sáralitl- um breytingum er enn í dag notuð um allan heim. Það er óhætt að fullyrða, að James Watt hefir fengið marga góða hæfileika í vöggugjöf, enda er sagt, að hann hafi verið af góðu bergi brotinn. Afi hans, Thomas Watt, var kennari í siglingafræði og stærðfræði við stýrimanna- skóla í Cartsdyke, sem er lítill bær á bökkum Clydefljótsins í Skotlandi. Faðir hans, James Watt, var það, sem við mundum kalla „þúsund þjala smiður“, og hafði „mörg járn í eldinum." Hann var talinn hagleiksmaður mikill og snjall kaupsýslumaður. Árið 1730 settist hann að í bænum Greenock, sem þá var lítið þorp í nánd við Cartsdyke. Þar hafði hann með höndum margskonar iðju; hann var húsa-, skipa- og húsgagnasmiður, hann gerði einnig við alls konar tæki, svo sem átta- vita og önnur sjófræðileg áhöld; auk þess verzl- aði hann með skipsnauðsynjar og átti hluti í langferðaskipum. Enn fremur hafði hann með höndum mörg trúnaðarstörf fyrir samborgara sína. Sonur hans, hugvitsmaðurinn James Watt, fæddist 19. janúar 1736 og var sá fjórði í röð- inni af fimm systkinum; þrjú dóu ung, en bróð- ir hans John Watt drukknaði á æskuskeiði. Það er sagt, að James hafi í bernsku verið mjög lasburða og þurft afar mikla umönnun. Hann var tilfinninganæmur og hræðslugjarn og þjáðist stundum vikum saman af höfuðverk. Vegna þessa lasleika gat hann ekki samþýðst ir á Portlandi og Reykjanesi eru alveg gagns- lausir fyrir allan þann f jölda skipa og báta, sem ekki hafa miðunartæki, en þau skip skipta mörg- um hundruðum. Aftur á móti geta þau fáu skip, sem þessi tæki hafa, notað radiovitana, þegar þeim finnst ráðlegt. En eflaust mundu þau einnig þakka fyrir að geta fengið miðanir frá landi til samanburðar, og notað þannig mið- unarstöðvamar sem þrautalendingu. Þegar skipum hlekkist á ónýtast oft ógrynni verðmæta og fjöldi mannslífa tapast. Þá þykir alveg sjálfsagt að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til bjargar mönnum og fjármun- um. Almenningsálitið gerir mjög strangar kröf- ur til manna, þegar svo stendur á. Og það er fyllilega réttmætt. Ekki dugar að horfa í kostn- að og fyrirhöfn, þegar bjarga þarf mönnum úr lífsháska. En er þá ekki fullkomlega jafn rétt- mætt, að hagnýta hin sjálfsögðustu hjálpartæki til þess að liindra að slík slys komi fyrir? Miðunarstöðvarnar eru eitt af því ágætasta, sem loftskeytanotkunin ræður yfir, á sviði sigl- inganna. Allar siglingaþjóðir koma upp hjá sér miðunarstöðvum. Að vísu hefir þeim heldur fækkað sumsstaðar á síðustu árum, vegna þess, að fleiri og fleiri skip hafa fengið miðunartæki og fleiri radiovitar hafa verið byggðir. Miðun- arstöðvar eru nokkuð dýrar í rekstri. Því hefir ekki þótt hagkvæmt að nota þær eingöngu, held- ur radiovita í þeirra stað, þar sem þeir gátu komið að haldi. Ei að síður þykja miðunar- stöðvar allsstaðar ómissandi, og eru þáð vissu- lega. Áður en radiovitinn kom á Reykjanes börð- ust loftskeytamenn og skipstjórar fyrir því, að þar kæmi miðunarstöð. Það var dæmt ófært vegna útvarpstruflana á stuttbylgjum. Vest- mannaeyjar eru áreiðanlega næstbezti staður- inn. Þar þarf eindregið að koma upp miðunar- stöð sem fyrst. Grímur Þorkelsson, stýrimaður.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.