Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Qupperneq 45

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Qupperneq 45
SJÖMANNADAGSBLAÐIÐ 21 öðrum börnum og gat framan af ekki sótt skóla, en móðir hans kenndi honum að lesa, og faðir hans kenndi honum að skrifa og reikna. Hann lék sér helzt að því að teikna og búa til ýmsa smáhluti, er hann fékk verkfæri og efni 4 verkstæði föður síns, en hans skemmtilegasti leikur er sagt að hafi verið sá, að mölva verk- færi sín og smíðisgripi og smíða nýja hluti úr brotunum. Þrátt fyrir vanheilsu sína framan af þrosk- aðist James furðu fljótt og fór snemma að hugsa sjálfstætt; eru margar sögur til úr æsku hans, sem sanna, að svo hafi verið. Einna fræg- ust er sagan um það, er hann sat við sjóðandi teketil og lék sér að því að athuga eiminn, hvernig hann lyfti lokinu, er troðið var í stút- inn o. s. frv., en föðursystir hans kom að hon- um og ávítaði hann harðlega fyrir slæpings- skapinn. Þegar James fór að fara í skóla, gekk hon- um námið treglega framan af, og var álitinn fremur tornæmur, en þegar hann var 13—14 ára og var kominn í latínuskóla, fóru gáfur hans að koma í ljós. Honum gekk vel í tungu- málum, en hans bezta námsgrein var stærð- fræðin; í henni var hann jafnan sá færasti í bekknum. Frístundir sínar notaði hann mikið til smíða og smíðaði þá ýmis leikföng, en mesta ánægju hafði hann af því, að lagfæra og athuga ýmis nákvæm tæki, svo sem áttavita, mæliboga og önnur siglingatæki, og komst brátt í mikið álit fyrir dugnað sinn og nákvæmni á- þessu sviði. Það er sagt, að faðir hans hafi átt allmikið bókasafn, og að James hafi lesið allt, sem hann náði í, og þegar einn af kunningjum hans benti honum á, að hann ætti að vera vandlátari í vali þeirra bóka, er hann læsi, svaraði hann: ,,Ég hefi aldrei lesið bók, sem ekki hefir veitt mér þekkingu og ánægju“. Þegar James Watt var 18 ára gamall, var hann sendur til Glasgow til þess að læra smíði nákvæmra tækja. Hann varð sjálfur að finna sér lærimeistara, en í þeim bæ var þá aðeins einn gleraugnasmiður, sem lifði á því að selja gleraugu og veiðiáhöld, stilla hljóðfæri og gera við gleraugu og önnur einföld tæki. Hjá hon- um vann James í nokkurn tíma, en markmið hans var að læra smíði nákvæmra mælitækja, og með það fyrir augum fékk hann árið 1755 leyfi föður síns til þess að fara til London. I London voru, að sjálfsögðu, margir slíkir smiðir, en samkvæmt reglum þeirra máttu þeir ekki taka lærisvein með minna en 7 ára náms- samningi, og svo löngum tíma vildi James ómögulega eyða í námið. Þessum reglum var þó venjulega ekki stranglega fylgt, og James komst bráðlega í kynni við lærimeistara, að nafni John Morgan, sem tók hann til náms í eitt ár með álitlegri meðgjöf. James féll vinnan, og námið gekk vel, en hann undi þó ekki hag sínum í höfuðborginni. Heilsa hans var líka fremur tæp um þessar mundir, svo hann hvarf aftur heim til Greenock haust- ið 1756. Þegar heim kom, komst hann brátt til heilsu aftur og ætlaði þá að setjast að í Glasgow sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.