Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Síða 56
SJÓMANNADAGSBLAÖIÐ
erfiða og slitna. Vita fæstir utan stéttarinnar
um það andlega og líkamlega starf, sem þeir
verða að leggja fram til þess að sigra þessa
erfiðleika, ekki sízt þegar um er að ræða nýja og
lítt reynda tegund véla.
Selandia kom til Kaupmannahafnar aftur úr
Dökka myndin sýnir stærð annarar aðalvélarinnar i
,,Selandia“. Ljósa myndin sýnir stærð nútímavélar með
jafnmörg' hestöfl.
fyrstu ferð sinni 26. júní 1912. Það er sagt, að
ferðin hafi gengið vel en skýrslur, sem sýna þá
vinnu, sem vélaliðið varð að framkvæma í þess-
ari ferð, hafa að líkindum ekki verið birtar.
Sem dæmi má geta þess, að á leiðinni frá Kaup-
mannahöfn til Nörre-Sundby hitnaði bulla í
aðalvél. Á leiðinni frá Antwerpen til Genúa fóru
smurningsolíudælurnar í ólag svo að skipta varð
um þær báðar í Genua. Þar var og skipt um
bullu þá í aðalvél, sem fyrr er um getið. Á leið-
inni frá Genua til Bangkok urðu einnig nokkr-
ir erfiðleikar á að halda vélunum í gangi, með-
al annars vegna þess, að eldsneytisolíuskilvinda
var ekki í skipinu, en vatn hafði komizt í olíuna,
svo allar vélar stöðvuðust nokkrum sinnum.
Þegar til Bangkok kom, varð að yfirlíta allar
vindur, skipta um bullu í aðalvél, slípa alla loka
í aðalvélum, rétta af þverhaus o. s. frv. Á heim-
leiðinni sprakk háþrýstistrokkurinn á loft-
þjöppu B.b. aðalvélar vegna þess að loki komst
á milli. Þetta skeði, áður en farið var inn í
Suezskurðinn, og fékk B.b. aðalvél því ekkert
ýriloft nema þegar St.b. aðalvél var í gangi, á
Hugleiðingar sjómanns.
Daginn í dag hafa sjómenn ákveðið að helga
sjómannastéttinni, og síðan árlega einn dag
slíkan. Tilefni þessa mun vera, að sjómönnum
hefir ekki fundist stéttin metin að verðleikum,
samanborið við hver stoð hún er þjóðfélags-
heildinni, og undirstaða þess að þjóðin hefir get-
að lifað menningarlífi, ásamt þörfinni á að sam-
eina og efla krafta sína í baráttunni fyrir hags-
muna og menningarmálum stéttarinnar.
Allir íslenzkir togarasjómenn munu kannast
tvið þá tilfinningu, er hefir snortið þá, þegar
þeir á fiskimiðunum hafa verið umkringdir er-
lendum nútíma togurum, vitandi að í störfum
sínum standa þeir ekki að baki hinum erlendu
meðan farið var eftir skurðinum. Þegar til Port
^Said kom, var varastrokkurinn settur á loft-
þjöppuna.
Þær bilanir, sem hér er getið um, eru, í raun
og veru, hreint ekki óeðlilegar eins og á stóð.
En þær sýna glöggt, að vélaliðið hefir haft ærið
að starfa þessa fyrstu ferð, og að vélstjórarnir
hafa lagt sinn skerf til þess að mótorskipin færu
þá sigurför um heimshöfin, sem raun er á
orðin.
Einn velmetinn erlendur maður lét svo um
mælt við þann sem þetta ritar fyrir nokkurum
árum, að vélstjórastéttin ætti einna mestan
þátt í gengi dieselmótorskipanna. Ég efast ekki
um, að þau ummæli séu á rökum byggð. Vél-
stjórarnir eru þeir einu menn, sem standa í
nánu sambandi við starf vélanna á sjónum; þeir
þekja því bezt kosti þeirra og galla. Að lokinni
ferð gefa þeir verksmiðjunni skýrslu um það,
sem aflaga hefir farið, og hvað gera þurfti til
þess að bæta úr því, og gera ýmsar tillögur um
breytingar og endurbætur, sem reynslan hefir
sýnt þeim, að nauðsynlegar eru. Það eru því
þeir, sem færa hugvitsmönnum verksmiðjanna
heim þá hagkvæmu reynslu, sem þeir síðan
draga sínar ályktanir af, og verður hún því
raunverulega undirstaðan undir síðari endur-
bótum.
Vélstjóri.