Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Qupperneq 61

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1938, Qupperneq 61
SJÓMANN ADAGSBLAÐIÐ 29 stéttarbræðrum. Þetta er ekki að ástæðulausu, því flest eru skipin orðin gömul og úr sér geng- in, og þá sérstaklega hin stærri veiðiskip, svo sem togarar og línuveiðagufuskip. Þau fáu skip, er flutt hafa verið inn í landið hin síðari ár, án þess þó að koma í veg fyrir fækkun skipa- stólsins, hafa verið keypt hingað gömul. Allt öryggi og aðbúð sjómanna í gömlum skipum hlýtur að vera lakari en orðið gæti í nýjum skipum, og allar breytingar eldri skipanna, er orðið gætu til bóta, þykja of kostnaðarsamar, þegar miða skal við að skipin geta ekki átt langt ólifað. Möguleikar nútíma skipa til að ná aflanum og hagnýta hann væru meiri, og rekst- urskostnaður þeirra minni, því allt viðhald eldri skipanna er mjög dýrt. Vestarlega við Öldugötu stendur hrörlegur timburhússkumbaldi, þar sem hið opinbera hef- ir látið stýrimanna- og vélstjóraskólanum hús- rúm í té. Húsnæði og aðbúnaði þessara skóla er þarna mjög ábótavant. Skóli fyrir loftskeyta- menn er enginn, nema þegar einstaklingur hefir haldið hann fyrir eigin reikning. Enginn opin- ber skóli hefir verið rekinn fyrir matsveina né skipsþjóna. Nú hefir að vísu komið til tals að reisa alls- herjar skólabyggingu til menntunar yfirmanna á skipum. En mjög er allur gangur þess máls hægfara, og að því er virðist, lítill áhugi hins opinbera fram að þessu. Um stað undir hina væntanlegu skólabygg- ingu eru nokkuð skiptar skoðanir, en mikill hluti sjómanna hefir hug á að fá lóð undir skólabygginguna á óbyggða svæðinu í Skóla- vörðuholti. I því sambandi má minna á þann stað sem heppilegan m. a. vegna þess, hve ná- lægt hann er Sundhöllinni, því sund, björgunar- sund og lífgunaraðferðir, væru meðal sjálfsögð- ustu skyldnámsgreina hins væntanlega sjó- mannaskóla. f þessu sambandi væri ekki úr vegi að vekja athygli bæjarstjórnar Reykjavíkur á, hvort ekki væru möguleikar á að bæjarfélagið sýndi sjómönnum samúð sína með því að láta þeim í té ókeypis aðgang að sundhöliinni. Með þeim kostnaði, sem nú er því samfara að iðka þar sund, mun fyrir það girt, að tekjulitlir sjó- menn geti í frítímum sínum iðkað þá íþrótt, sem í mörgum tilfellum gæti orðið þeim lífgjafi. Það væri fróðlegt'að athuga, hver væri meðal starfsæfi meðlima hinna einstöku stétta, þó að ótvírætt megi fullyrða, að sjómenn eigi skemmri meðal starfsæfi en aðrar stéttir. Þetta stafar af þeim stóru skörðum, sem sjóslysin höggva í stéttina, erfiðri vinnu og vosbúð, og einnig því, að þar verður hvert rúm að vera skipað fullgildum starfskröftum, því að eftir að hver einstaklingur er farinn að láta sig, verður hann að víkja sæti fyrir nýjum starfskröftum. Þess vegna eru það tryggingamálin, sem eru hvað mest aðkallandi til bráðrar úrlausnar, og þarf til þess nákvæma athugun og samvinnu allra sjómanna, svo að afkomu þeirra sjálfra og f jöl- skyldna þeirra sé betur borgið en nú er, þegar þeir útslitnir ekki lengur geta stundað störf sín á sjónum, eða ef slys ber að höndum. Hér hefir ekki verið drepið nema á fá atriði, en sem þó eiga að nægja til að sýna, að brýn þörf er fyrir sjómenn að vera á verði um mál sín, því að nægileg verkefni eru fyrir sameinaða sjómannastétt að inna af hendi, og sanna þörf- ina fyrir sérstökum sjómannadegi, til að sam- stilla krafta stéttarinnar. Þekkingarskortur fólksins í landi á störfum og lífskjörum sjómanna getur oft verið bros- legur, því verður að harma, að það skuli vanta í íslenzkar bókmenntir, og þá sérstaklega að því er snertir seinni tíma, er hefðu getað bætt úr þessu. En fyrst aðrir hafa ekki orðið til að kynna fólkinu þessi mál, verða sjómennirnir að gera það sjálfir, því að um leið og fólkið kynn- ist málum sjómanna, geta þeir verið öruggir um samúð þess, sem er þeim nauðsynlegur þáttur í baráttunni fyrir menningarmálum stéttarinnar. Sjómenn! I dag minnumst við látinna félaga og hefjum undirbúning til að reisa þeim verð- ugan minnisvarða. En veglegasta minnisvarðann reisum við þeim með því að standa á verði um þá áfanga, sem þegar er náð, ásamt því að leggja grundvöllinn að vaxandi velferð og menningu stéttarinnar. Sjóniaður. Myndirnar á bls. 16 og- 17 eru teknar af Guðbjarti Ásgeirssyni matsvein á togaranum Garðari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.