Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Page 21

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Page 21
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5 það sama ár var varið til bifreiðaeftirlits kr. 20,652,89. Á fjárlögum yfirstandandi árs er ætlað til skipaeftirlitsins kr. 22,600,00, en til bifreiðaeftirlitsins er áætlað kr. 28,000,00, sem kostnaður, en tekjur upp í það eru áætlaðar 16 þúsund kr. Á skipaflota landsins, stórum og smáum skip- um, er áætlað að vinni 7—8 þúsund manns, þegar flest er, auk hins mikla fjölda manna, sem ferðast með íslenzkum skipum. Áð dómi fjárveitingavaldsins virðist svo, sem ekki þyki eins mikils vert, að hafa jafnmikið eftirlit með lífi þeirra er ferðast á hafinu og þeirra, sem ferðast á landi, með bifreiðum, ef litið er á hve miklum f járhæðum er varið til eftirlitsins. Dæmi þetta sýnir hve lítinn skilning stjórnarvöldin og f járveitingarvaldið hefir á þýðingu öryggiseftir- lits með skipastól landsmanna, útbúnaði hans og sjóhæfni í hvívetna. Beri menn saman slysa- hættuna á sjó og á landi, þá hefir reynslan tal- að sínu máli ótvírætt í því efni. Það væri ástæða til að ræða þessa hlið öryggismálanna nokkru ítarlegar, en þess er ekki kostur í stuttri blaða- grein. Þá skal vikið að menntun sjómannastéttar- innar og þeim undirbúningi, sem ætlaður er stjórnendum skipa og véla, undir starf sitt. Frá því að stórskipa-útgerð hófst, hefir jafnt og þétt verið unnið að því markvíst, frá stéttar- innar hálfu, að bókleg siglingafræði og vélfræði væri ekki lakari hér á landi en meðal nágranna- þjóða vorra. Á síðari árum hefir einnig vaknað mikil hreyfing fyrir því, að auka verklega kunn- áttu manna á störfum sínum á sjónum, og æf- ingu undir það, að takast á hendur hin æðstu störf við stjórn skips og vélar. Með lögum um atvinnu við siglingar 1936, og lögum um Stýri- mannaskólann og Vélskólann í Reykjavík, frá sama ári, var stefnt að því marki, að auka bóklega fræðslu og verklega kunnáttu yfir- manna og vélstjóra, og farið þar eftir fyrir- myndum þeirra menningarþjóða, sem lengst eru komnar á því sviði. Með þeim lögum eru menn skyldaðir til að vera svo og svo langan tíma sem stýrimenn og öðlast á þann hátt kunnáttu og æfingu til þess að takast skipstjórn á hendur. Sama regla gild- ir um vélstjóra. Tíminn er mismunandi langur, eftir stærð skipa — og bókleg þekkingarskilyrði mismunandi, eftir því hvaða starfsvið skipinu er ætlað. Þá er siglingatími sem háseti aukinn, til þess að geta öðlast stýrimannsskírteini, og flokkun gerð á farmennsku og fiskveiðum. Með þessari lagasetningu var tvímælalaust stefnt að því marki að auka öryggi mannslífa á sjónum. Og það skal fullyrt og færð rök að, ef nauðsyn ber til, að á sama hátt stefna nú allar siglinga- og fiskveiðaþjóðir í Norðurálfu og víðar, að því að auka öryggið á sjónum. Verkleg kunnátta og löng æfing, samfara aukinni bóklegri þekkingu, er skilyrði til þess að verða skipstjóri eða yfir- vélstjóri, jafnt á fiskiskipum sem á hinum stærri skipum, er sigla um úthöfin. En hvað skeður svo á voru landi ? Stjórnarvöld og meiri- hluti löggjafanna gera breytingar á þessari lög- gjöf, tveim árum síðar, til tjóns stéttinni, sem löggjöfinni er ætlað að vernda. Og náðist þó ekki allt fram, sem ætlað var. Á yfirstandandi ári hefir svo komið fram nýtt frumvarp til breytinga á sömu löggjöf, frá meirihluta nefnd- ar, er ríkisstjórnin hafði skipað, til athugunar á henni, sem kastar burt að mestu Jieim höfuð- markmiðum, sem stefnt var að, með lögunum frá 1936. Með öðrum orðuin: öryggið á sjónum er stórkostlega rýrt, ef slíkar breytingar ná fram að ganga. Það er því ekki að ófyrirsynju að sjómannastéttin, jafnt undirmenn sem yfir- menn, hafi gætur á því, sem er að gerast á þessu sviði og fylgist með málum sem þessum. Ég hefi þá skoðun, að ef hún mótmælir ein- huga hverri réttarskerðingu, sem gera á í þess- um efnum, þá verði eftir henni tekið og hikað við að tæta í sundur þau lög, sem nú eru í gildi og sjómannastéttin er einhuga um að ekki eigi að breyta. íslenzka sjómannastéttin á oftar við að búa, en þjóðir sem sunnar búa á hnettinum, að sigla um úfinn sjó á skammdegisnóttum í vetrarbylj- um, frosthörkum og stórviðrum, við lítt upp- lýsta strönd, oft við slæm skilyrði að ná til hafnar eða í lendingu, með oft og tíðum veika skel undir fótum, og þar með sýnt alþjóð og í orði hlotið viðurkenningu fyrir, mikla hugdirfð, hreysti, þol og þrautseigju við störf sín á haf-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.