Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Page 13

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Page 13
FORSETI ÍSLANDS, DR. KRISTJÁN ELDJÁRN: Sjómennskan er jafngömul þjóðinni Stofnun Sjómannadagsráðs fyrir fjórum áratug- um var merkilegt framtak fyrir þá sök að hún bar vitni um nýjan þjóðfélagslegan metnað sjómanna sem stéttar, vaxandi vitund um rétt og getu sjálfra sín og skilning á mikilvægu hlutskipti sínu í ís- lensku þjóðfélagi. Sjómannastéttin er ekki gömul sem skýrt afmörkuð þjóðfélagsstétt. Það er ekki ýkja langt síðan allir sjómenn voru öðrum þræði sveitamenn, bændur og vinnumenn, og þeir sem muna aftur fyrir heimsstyrjöldina miklu bera sér glöggt í minni, hvernig fólk í sjávarplássunum stundaði sjó og rak jafnframt smábúskap og lét þetta tvennt fylla hvort annað upp og höfðu þannig til hnífs og skeiðar. Þetta voru síðustu leifarnar af ævagömlu fyrir- komulagi, því að enda þótt raunveruleg sjómanna- stétt sé ekki gömul, þá er aftur á móti sjómennsk- an jafngömul þjóðinni sjálfri og miklu eldri þó, því að forfeður vorir í Noregi voru sjóbændur sem þekktu sjóinn í norðurhöfum, þekktu bjarg- ræði hans og um leið áhættuna sem taka varð til að ná því. Þá áhættu þorðu þeir að taka þótt þeim SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 3

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.