Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Qupperneq 16

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Qupperneq 16
Janus Halldórsson, íramreiðslumaSur, Guðmundur H. Oddsson, skipstjóri og Halldór Jónsson, loftskeytamaður, eru einir á lifi þeirra er skipuðu fyrsta sjómannadagsráð. ið hafa líf sitt við skyldustörfin á sjónum. Hinn dugmikli félagshyggjumaður Henry Hálfdanarson, var þá for- maður F.Í.L., og gerði hann sér ljóst að hér var gullið tækifæri til að reyna að ná samstöðu meðal sjó- manna um að þetta næði til allra íslenskra sjómanna, er létu líf sitt við skyldustörfin á sjónum og jafn- framt í sambandi við það yrði möguleiki á að efna til árlegs sjó- mannadags, er sjómennirnir sjálfir hefðu allan veg og vanda af. í framhaldi af þessu skrifaði Henry Hálfdanarson forustugrein í Firðritarann, 3. tbl. 1936, en það var fjölritað fréttablað F.Í.L., og bar greinin nafnið Sjómannadagur. Þar bar hæst samþykktina frá Alþjóðaþingi loftskeytamanna. 19. nóv. 1936 sendi svo F.Í.L. út fund- arboð til allra sjómannafélaga í Reykjavík og Hafnarfirði til um- ræðu um málið og voru undirtektir góðar, og kusu félögin fulltrúa til framhaldsumræðna varðandi þessi mál. Fyrsti sameiginlegi fundurinn var svo haldinn í Oddfellovhúsinu 6 SJÓMA NNADAGSBLAÐIÐ mánudaginn 8. mars 1937, og voru mættir fulltrúar frá 9 félögum. Var þar lagt fram uppkast að starfssviði sj ómannadagsins, og fóru fram um það fjörugar umræður, en fundar- mönnum þótti málið það yfirgrips- mikið að heppilegra væri að kjósa nefnd til að fjalla um málið, er svo legði það fyrir fulltrúafund. Var síðan samþykkt að kjósa einn mann frá hverju félagi, til að ganga frá reglugerð að starfssviði sjómanna- dagsins, og var formaður kjörinn Henry Hálfdanarson. Fyrsti fundur í Fulltrúaráði sjó- mannadagsins var svo haldinn hinn 27. febrúar 1938 á skrifstofu Vél- stjórafélags íslands að Ingólfshvoli við Hafnarstræti. Tilkynntir höfðu verið fulltrúar frá 11 félögum, 2 frá hverju félagi, alls 22 — en á fundinum mættu fulltrúar frá 9 fé- lögum, alls 18. Undirbúningsnefndin lagði þar fram frumdrög að reglugerð um starfssvið sjómannadagsins, er voru samþykkt með nokkrum orðalags- breytingum. Þá var samþykkt að sjómannadagurinn skyldi hátíðlegur haldinn 1. sunnudag í júní. En þar sem hann bar upp á hvítasunnudag þetta ár, var samþykkt að halda hann 2. hvítasunnudag. Með þessa tímaákvörðun voru fé- lagar úr hestamannafélaginu Fák mjög sárir, þar sem þeir höfðu ár- um saman haft sinn hestamannadag með kappreiðum 2. í hvítasunnu og töldu sig hafa helgað sér þann dag. Var síðar samþykkt í fulltrúaráði sjómannadagsins að bæri fyrsta sunnudaginn í júní upp á hvíta- sunnudag, skyldi halda sjómanna- daginn 2. sunnudag í júní. A þessum fundi var svo kjörin fyrsta stjórn fyrir Fulltrúaráð sjó- mannadagsins og skipuðu hana: Henry Hálfdanarson formaður, Bjöm Ólafs. varaformaður, Sveinn Sveinsson ritari, Geir Sigurðsson vararitari, Guðmundur H. Oddsson gjaldkeri, Þorgrímur Sveinsson varagjaldkeri. Endurskoðendur: Þórarinn Guð- mundsson og Lúther Grímsson, og til vara Einar Þorsteinsson. Stjórninni var síðan falið að ganga frá dagskrá fyrir fyrsta sjó- mannadaginn, og önnur mál er hann varðaði. Stjórnin vann síðan ötullega að þessum málum, því mikið lá við að þau yrðu vel mótuð og voru þau síðan rædd á 5 fulltrúaráðsfundum fyrir sjómannadaginn þann 6. júní 1938. í lögum Fulltrúaráðs sjómanna- dagsins í Reykjavík og Hafnarfirði stendur: Tilgangur Sjómannadagsins. Tilgangur Sjómannadagsins er: a) að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjó- mannastéttarinnar. b) að heiðra minningu látinna sjó- manna og þá sérstaklega þeirra, sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi. c) að kynna þjóðinni lífsbaráttu sjó- mannsins við störf hans á sjón- um. d) að kynna þjóðinni hin mikil-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.