Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Side 37

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Side 37
Heimsókn um borð í Börk Rœtt við Magna Kristjánsson skipstjóra Magni Kristjánsson, skipstjóri á Berki frá NeskaupstaS. Snemma morguns, um það leyti sem nóttin hljóp fagnandi út í sól- skinið og hvarf, lagði ég leið mína um borð í Börk. Norðfirðingar voru sér á parti, róttækir, ríkir og þeir báru höfuðið hátt. Allt sem þeir unnu var gjald- eyrir, og þeir voru betri sjómenn en nokkrir aðrir sem við þekktum. — Þú getur komið um borð klukkan átta í fyrramálið, hafði skipstjórinn sagt við mig í síma. Um hádegið verðum við farnir, því þeir ætla að landa úr okkur í fyrramál- ið. Röddin var djúp, sannfærandi og hafði þá áru, að ekkert mistækist hjá þessum manni, hvorki loðnu- veiðar, né annað. Hvað skyldi hann vera gamall?, sagði ég. 34, sagði einhver, og mér fannst hann vera barn, því þegar hann var að fæðast, seldi ég Vísi. Þá voru tímar og mikil síld var í Vísi, dag eftir dag, þótt enginn fengi í rauninni bein úr sjó. Þá var vond- ur sími á Islandi og ekkert fréttist af flotanum, nema það sem fullir menn sögðu, sem höfðu verið fyrir norðan að veiða lax. Svo þetta var Börkur, og við um borð, því það er ekki á hverjum degi, sem svona fínt skip leggst að bryggju í Reykjavík og dælir millj- ónum á land. BÖRKUR. En fyrst nokkrar staðreyndir, fyr- ir þá sem ekki fylgjast svo gjörla með: Aflaskipið Börkur frá Neskaup- stað hefur komið mikið við sögu í nótaveiðum, er yfirleitt í hópi þeirra skipa er mestan afla bera að landi, hvort heldur það er nú á loðnu- S JÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.