Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Side 43

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Side 43
KvenfólkiS í Hafnarfirði hefur ávallt sýnt sjómannadeginum mikinn SkemmtiatriSi sjómannadagsins hafa alltaf verið mjög vel sótt. áhuga og m. a. keppt í kappróðrinum. Ljósm.: Herdís GuSmundsdóttir. Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Kára í Hafnarfirði, en þessi félög hafa alltaf haft náið samstarf um framkvæmd dagsins. Einnig hefur kvennadeild Slysavarnafélagsins Hraunprýði lagt þar hönd á plóginn. Mjög mikil vinna liggur í undir- búningi dagsins og eru það allt sjálfboðaliðar, sem inna hana af höndum. Það sem einna erfiðast hefur reynst, er að útvega mann til að tala fyrir munn sjómanna á úti- skemmtuninni, en alltaf hefur það bjargast, þó stundum hafi verið lítill tími til stefnu að semja ræðuna. Dagurinn hefst á því að kl. 8.00 f.h. eru fánar dregnir að hún um allan Hafnarfjörð og bátar í höfn- inni skreyttir með merkjaflöggun- um. Um kl. 9.00 fh. er byrjað að af- greiða merki dagsins og Sjómanna- dagsblaðið til sölubama, en sala merkja og Sjómannadagsblaðsins eru helsta tekjulind dagsins og ríð- ur á miklu að hún takist vel, því allmikill kostnaður fylgir hátíða- haldi sem þessu. Um kl. 10.00 f.h. er hafnfirskum bömum boðið í skemmtisiglingu út á fjörðinn. I þessari siglingu taka þátt 3—4 bát- ar. Hafa börnin haft mjög gaman af og mikill spenningur meðal þeirra, þegar bátamir fara í kappsiglingu á leið til lands. Eftir hádegi hefst hin eiginlega hátíðadagskrá með því að gengið er í kirkju og hlýtt á messu. Að henni lokinni er gengið í skrúðgöngu, við undirleik Lúðra- sveitar Hafnarfjarðar, vestur að húsi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Þar er útihátíðin sett og minnst drukknaðra, frá síðasta sjómanna- degi. Þar næst flytur fulltrúi frá Hraunprýði, kvennadeild Slysa- varnafélags íslands í Hafnarfirði, ávai-p og þar á eftir talar fulltrúi sjómanna, sem a. m. k. flest hin síðari ár hefur verið einhver starf- Helgi Einarsson skipstjóri talar fyrlr hönd sjó- manna. Ljósm.: Herdís Guðmundsdóttir. andi sjómaður frá Hafnarfirði. Það hefur verið venja í Hafnarfirði eins og víða annars staðar á landinu að þakka öldruðum sjómönninn sem eiga langa starfsævi að baki, unnin störf í þágu lands og þjóðar með því að sæma þá heiðursmerki sjó- mannadagsins úr silfri. Venjulega eru 3—4 öldungar sæmdir þessu heiðursmerki af sjómannasamtök- unum í Hafnarfirði. Þegar lokið er ræðuhöldum og heiðrun aldraðra, þá eru tekin fyrir ýmiskonar skemmtiatriði s. s. kapp- róður, koddaslagur og ef til vill eitt- hvað fleira, eftir því sem efni standa til á hverjum tíma. Kappróðurinn vekur alltaf mikla athygli, en senni- lega vekur koddaslagurinn mesta athygli barna og unglinga. Nokkur undanfarin ár hefur ekki tekist að fá sjómenn til að keppa í mörgum þeim greinum, sem viðeigandi væri að sjá á sjómannadaginn s. s. víra- splæsi, netabætingu og ýmsu fleiru, en til þess liggja ýmsar orsakir eins og áður hefur verið mikið að. Deginum lýkur svo með því að haldið er sjómannahóf í Skiphól, þar sem á borðmn er góður matur og dýrar veigar og danSað til kl. 2.00 e. m., en yngri kynslóðin fær sér snúning í Alþýðuhúsinu. G. G. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.