Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Page 45

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Page 45
Sjómannadogurinn í Hafnarfirði RÆÐA FLUTT AF FRÚ RANNVEIGU VIGFÚSDÓTTUR Á SJÓMANNADEGINUM I HAFNARFIRÐI Heiðruðu áheyrendur. í dag á hátíðisdegi ykkar sjó- manna, tekur öll þjóðin þátt í þeim með ykkur. Með því vill hún sýna í hversu mikilli þakkarskuld hún stendur við sjómannsstéttina í heild. Nú vorar og líðan ykkar tekur breytingum frá hinum harða vetri, með stormi og myrkri. Sjaldan hef- ur veturinn verið jafn miskunnar- laus. Þið hafið sigrað veturinn með dugnaði og karlmennsku. Við höf- um átt í erfiðu stríði um 200 mílna landhelgi okkar og það hefur enn aukið á stórkostlegar hættur. Nú hefur friður verið saminn og við getum þakkað forsjóninni fyrir að ekki skuli hafa orðið ne'n slys á mönnum, en þar hefir sannarlega hurð skollið nærri hælum. Þjóðin hefir fylgst með störfum landhelgis- gæslumanna með kvíða, en þakk- læti í huga. Þeir hafa sannarlega í orðins fyllstu merkingu verið her- menn okkar. Ég er hér eins og þið öll vitið, til að flytja kveðjur frá Slysavarna- deildinni ,.Hraunprýði“. Lokadag- urinn 11. maí, okkar stærsti fiáröfl- unardagur, tókst með afbrigðum vel, og flyt ég ykkur Hafnfirðingum bestu þakkir. Allur ágóði rennur til Slysavarnamála. A nýafstöðnu 17. landsþingi Slysa- varnafélags Islands, voru samþykkt- ar ályktanir til öryggismála sjó- manna. Mig langar til að beina því til skipstjórnarmanna að hlýða bet- ur tilkynningarskyldu skipa. Tilkynningarskyldan er búin að starfa í 8 ár. Þó heyrir maður á hverjum degi að skip eru beðin að gera vart við sig. Tilkynningar- skyldan er að allra mati eitt það besta og metsa öryggismál fyrir sjómennina, og ekki hvað síst fyrir aðstandendur í landi, er bíða heim- komu ástvina sinna, en það er stór hópur. Vænti ég þess að konur geti haft þar sín áhrif. Hér áður fyrr, meðan ekki voru komin loft- skeytatæki eða talstöðvar í skip, vissum við sjómannskonur ekkert hvað mönnum okkar leið, frá því þeir kvöddu og þar til þeir stóðu inn á gólfi aftur. Þegar svo þessi loftskeytatæki komu, fundum við hversu mikill léttir og öryggi það var, að geta haft samband við menn okkar. Þess vegna finnst mér, að ekki megi vanrækja þessa sjálf- sögðu tilkynningarskyldu, — að hafa samband á réttum tímum. Þetta er fyrst og fremst komið fram fyrir ábendingar sjómanna sjálfra, og því stendur þeim skylda til að vanrækja þetta ekki. Sjómenn góðir. Nú er að rísa af grunni hið nýja sjómannaheimili hér í Hafnarfirði, þar sem aldraðir sjómenn og þeirra konur og sjó- mannsekkjur. vænta athvarfs í ell- inni. Vonandi sitja hafnfirskir sjó- menn fyrir dvalarplássi. Heimilið stendur í fallegu umhverfi. Vandað verður til allrar aðhlynningar. Það er áætlað, að fyrsta álman verði tekin í notkun næsta sjómannadag — og það er vel. Ég enda þetta stutta spjall mitt með ósk um blessun í starfi allra sjómanna á komandi tímum. þeim sjálfum og þjóð vorri til heilla. Guð blessi land og lýð. Þrír aldraðir sjómenn heiSraðir 1976, en auk þess var Kristnl Ó. Karlssyni veitt sérstök viðurkennlng, en hann hefur verið rœslr f kappróðrinum fró upphafi. Ljósm.: Herdís Guðmundsdóttlr. S JÓMA NNADAGSBLAÐIÐ 35

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.