Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Side 47

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Side 47
bátsferð með yngstu borgarana. En ekki gat orðið af því né öðrum úti- hátíðahöldum vegna veðurs, en við höfnina áttu að vera þessi hefð- bundnu skemmtiatriði, svo sem stakkasund, koddaslagur og slagur á kaðli, sem strengdur er á milli tveggja báta. Síðan ætlaði Björgun- arsveitin Björg að sýna björgun með línuflugtækjum. Sjómannamessa var í Suðureyr- arkirkju kl. 14. Kvenfélagið Ársól seldi kaffi í matsal Fiskiðjunnar og notaði fólk sér það óspart. Inniskemmtun hófst í Félagsheim- ilinu kl. 17. Aðalræðu dagsins flutti Þorsteinn Matthíasson rithöfundur, aldraður sjómaður, Vilhjálmur Magnússon, var heiðraður. Síðan var leikþáttur, gamanvísur og fegurðarsamkeppni. Þar komu fram allar fegurstu ..meyjar11 sýslunnar og sigraði Hörður Smári Hákonarson með miklum yfirburðum. Margt fleira var til skemmtunar. Síðast en ekki síst var dansleikur frá kl. 22 til kl. 03 um nóttina. Árni Pálsson, Guðni Einarsson. Lagt af stað í róðurinn. Þarna sést sveit vél- smiðjunnar. (Ljósm.: G. Hlöðversdóttir.) Sjómannadagshátíðahöldin 1976 hófust á laugardag kl. 20 með kapp- róðri. Þar kepptu sveitir frá Vél- smiðjunni, Fiskiðjunni Freyju m/b Kristjáni Guðmundssyni og m/b Sigurvon. m/b Sigurvon sigraði í annað skiptið í röð, en þá vann hún bikarinn af Vélsmiðjunni. Þessi bikar var gefinn af Fiskiðj- unni Freyju, og vinnst til eignar með sigri þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Strax eftir kappróðurinn fór fram Sjómannadagurinn á Suðureyri knattspyrnukeppni milli karla í flökunarsal Fiskiðjunnar og kvenna í pökkunarsal og sigruðu konurnar með miklum yfirburðum. Dómara- flautan var stór og mikil skipsbjalla og var henni klingt óspart. Ekki var fleira á dagskrá það kvöld, en hátíðahöldin áttu að hefjast að nýju kl. 10 á Sjómanna- dagsmorguninn með því, að fara í Súgandafjöröur. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.