Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Qupperneq 61

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Qupperneq 61
Sjómenn sameinist hvar í stétt sem þið standið SKIPSTJÓRAR STÝRIMENN VÉLSTJÓRAR LQFTSKEYTAMENN BRYTAR MATSVEINAR HÁSETAR Það hefur frá upphafi vega verið sá ljóður á ráði skipstjórastéttarinnar, að hún hefur verið heldur sinnulaus um velferðar- og hagsmunamál sín. Þetta er að vísu fyrst og fremst bein afleiðing af hinu alkunna íslenzka tómlæti, en þó jafnframt vottur um það, að stétt vor sé félagslega heldur lítið þroskuð. Það er sorgleg reynsla hér á landi, að menn eru yfirleitt daufir til samtaka. Það er eins og hver ein- stakur maður skilji ekki mátt þeirra fyrr en hans eigin persónulegu hagsmunir eru í veði; þá þykir honum sjálfsagt að allir rjúki upp til handa og fóta honum til styrktar, og þá er eins og hann muni ekki, hvað hann hefur verið tómlátur sjálfur þegar hagsmunir félaganna voru í veði, en þegar allir hugsa svona, þá standa allir jafneinir, enda þótt svo og svo falleg samtök séu til á pappímum. Menn verða að muna að menn gera almenn sam- tök til þess að tryggja sjálfa sig í framtíðinni, þegar að því rekur að það em hagsmunir manns sjálfs, sem við liggja, endaþótt engin spjót standi á manni í svip. Það er nokkurs konar samábyrgð, sem menn tryggja sér að eiga aðgang að, ef illa fer, og því er sá ber að baki er í nauðir rekur, sem ekki hefur viljað styðja samtökin fyr en hans persónulegu hagsmunir voru í veði. Þetta er svo auðskilið og sjálfsagt, að róleg íhugun þess hlýtur að gera þetta hverjum manni Ijóst. Sá sem ekki vill hjálpa öðr- um, honum verður ekki hjálpað. Það er svo auð- skiljanlegt, að ef enginn vill taka á, nema hans persónulegu hagsmunir séu í veði, þá er aldrei nema einn maður starfandi í samtökunum í hvert sinn, sá sem áhættuna á, en hinir sitja hjá og bíða eftir því, að hjálparþörfin standi á þeim. — Það er maðurinn, sem situr hjá, sem samtökun- um spillir, hann spillir gagnsemd þeirra fyrir öðr- um og nytsemi þeirra einnig fyrir sjálfum sér. Þess vegna ert þú, félagi góður, beðinn að láta ekki standa upp á þig. Þú skalt íhuga það sem hér er sagt, og þá er engin hætta á að þú skiljir ekki hver sé skylda þín. Þú ert skyldugur til þess vegna fé- laga og sjálfs þín að vera sívakandi í samstarfinu svo að það spillist ekki. Láttu oss alla geta minnzt þín sem góðs félaga, hvort sem þú ert lífs eða liðinn. Ofanritað voru mínar hugleiðingar í nóvember 1936, og mér finnst að þær séu engu að síður góð hugvekja til sjómanna í dag, enda þótt liðin séu 40 ár. G.H.O. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.