Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Page 72

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Page 72
þrautrætt nú að undanförnu svo í hverju blaði og riti hérlendis og er- lendis, að það væri að bera í bakka- fullan lækinn að skrifa um það sem öllum er kunnugt og ljóst. Það er rétt að taka fram, að með gildi starfs sjómanns er átt við fleira heldur en það eitt að vera og starfa á skipsfjölum. Umhverfis sjó- menn eru ótal mörg störf, sem sum hver eru unnin á föstu landi en eru allt að einu í beinu samhengi við sjómannsstarfið sjálft. Nágrannaþjóðir okkar geta gert sæmilega við sjómenn sína og mætti þó betur vera að ýmsra dómi, en til samanburðar má geta þess, að jafnvel þótt engin þjóð heims af- kasti öðru eins starfi á sjó og Is- lendingar miðað við mannfjölda, þá ber þeirra sjómannastétt minnst úr býtum allra annarra þjóða. Af hverju? Einn af mörgum hátíðisdögum hér á landi er nefndur „Sjómanna- dagur“. Hann er ungur að áratali, M/B Jóakim Hjartar, ísafirði, með bátana á síöunni. II. Um hina fjárhagslegu hlið málsins hefur svo margt og mikið verið tal- að og ritað — og frá mörgum hliðum stundum og næsta kynlegum sjón- arhornum, að því verði engin skil gerð í stuttu máli. Það eru gefin út um þetta skrautleg mánaðarrit og sjálfsagt fróðieg. Frá mínu sjón- armiði er þó sá hængur á, að ég skil blátt áfram sumt af þessu ekki. Eg á einatt erfitt með að skilja svo vel sé niðurstöður vísindamanna um fiskigöngur, hvar fiskur sé og hafi verið og hvemig hann hegði sér. Um rekstur og afkomu frystihúsa, lagmetisiðnað, svo dæmi séu tekin, veit ég fátt, að ég ekki tali um út- gerð skipa almennt og sérstaklega. Mér skilst reyndar að sumt af þessu sé svo flókið mál, að það sá óskilj- anlegt og óútreiknanlegt jafnvel með bestu tölvu. frá 1938, en þrátt fyrir það er hann sérstakur að vissu leyti. Af hverju er Sjómannadagurinn langsamlega almennasti hátíðisdag- ur allrar þjóðarinnar af tyllidögum einstakra stétta eða félagsheilda? Orsakirnar eru einkum eða aðal- lega tvær: í fyrsta lagi er þjóðin þótt hægt fari að vakna til vitundar um það að hún á meira undir starfi sjó- mannastéttarinnar komið heldur en nokkurrar annarrar stéttar einnar, og þetta er farið að skiljast þótt það sé ekki alltaf haft hátt um það. I annan stað — og það er næstum furðulegt eins og nú er háttað þjóð- málum — hefur enginn einstakur flokkur gert verulega tilraun til þess að tileinka sér þennan dag sem áróðursdag fyrir flokkslegum hags- munum. Þjóðin öll á Sjómannadag- inn. Því er ekki að neita að tilraunir hafa verið gerðar í þessa veru, en ekki komið árangur sem erfiði. Sjó- mennirnir eiga daginn, ekki aðeins þeir sem á sjóinn fara, heldur líka og þeir sem við störfin vinna í landi og alveg sérstaklega börnin og kon- urnar. Saga sjómannskonunnar, andleg og veraldleg, hefur ekki verið al- mennt skráð. Svo mikið er þó alveg óhætt að fullyrða, að sú saga setur meiri svip á þjóðlífið allt heldur en flestir gera sér grein fyrir. Þeir munu til að mynda vera æði margir íslenskir þegnar sem sjómennskan hefur vísað veginn, komið til manns eins og sagt er, og ekki alltaf haft úr miklu að moða, mikla aðstoð né heldur mikla sálarró. Eg nefni þetta hér aðeins af því, að svo bar við ekki alls fyrir löngu að þrír eyjarskeggjar, sinn úr hverju horni heims, áttu tal saman og kom þetta til umræðu og laus- lega þó. En það brá svo við að sam- talið hálfþagnaði, rétt eins og hver einstakur væri að hugsa eitthvað sérstakt — og svo var tekið upp annað og léttara hjal. Kannski hafa æskuminningar um ástúð, sem ekki verður rætt um við aðra menn, valdið hér nokkru um — ég veit það ekki, nema þá lítillega um sjálfan mig. Einhvern veginn hafði ég það þó á tilfinningunni í þetta skipti að líf manns, sem háður er hafi, bundinn af því og umvafinn, væri með nokk- uð sérstökum hætti. Þar væri til dæmis ekki um að ræða að ganga til og frá vinnu þótt fáanleg væri og heim aftur að kveldi. í tilfelli sjómannsins væri tilveran snúin úr mörgum og misleitum og litum þátt- um. Þeir þættir lægju milli heima, sem hafa verið taldir heldur and- stæður en hitt: láðs og lagar •— og það var og varð alltaf að vera að skipta um heima og heimili og um- hverfi allt. Hér er annars á ferð- inni sálfræðilega langt mál, sem ég vildi gera betri skil ef unnt væri þessu sinni. 62 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.