Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Page 79

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Page 79
TVEIR FOR YS TUMENN SJÖTUGIR Hilmar Jðnsson. Hilmar Jónsson Einn kunnasti leiðtogi sjómanna, Hilmar Jónsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, varð sjö- tugur hinn 30. maí árið 1976, en auk hinnar faglegu stéttarbaráttu hefur hann um margra ára skeið átt sæti í stjórn Sjómannadagsráðs, eða allar götur frá árinu 1961, en í ráð- inu hefur hann setið frá 1958. Hihnar Jónssar, eða Jón Hilmar Jónsson, eins og hann heitir fullu nafni er fæddur á Ytri-Vogum í Vopnafirði og voru foreldrar hans þau Jón Jónsson, útvegshóndi þar og síðar verkamaðiu: í Reykjavik og kona hans Helga Óladóttir. Hilmar Jónsson hóf sjómennsku á unga aldri, fyrst á mótorbátum og síðan á togurum. Fyrsta fleytan sem hann sigldi á var Njörður frá ísa firði, en með honum fór hann ( síldveiðar. Hilmar fór af bátnun um haustið og varð það honum tii lífs, því skömmu síðar fórst bátur- inn með allri áhöfn. Var Hilmar eftir það við sjósókn á ýmsum bát um næstu fimm árin, en fór þá á togarann Andra með Kristján; Kristjánssyni, skipstjóra en mec honum var hann næstu 25 árin, þar af seinustu 15 árin sem bátsmaður. Hilmar Jónsson mun snemma hafa byrjað að skipta sér af kjara- málum sjómanna, enda ekki van- þörf á. Kjör sjómanna á fyrstu ára- tugum þessarar aldar voru vond, og spanna raunar aftur til miðalda. Sjómenn fóru í verið, á skútur og um borð í togara sem vinnumenn bænda, en ekki sem frjálsir menn. Bóndinn, húsbóndi þeirra, samdi um kjörin, tók launin og greiddi síðan venjulegt vinnumannskaup til sjómannsins. Þetta var að vísu aflagt, þegar Hilmar Jónsson fór fyrst til sjós, en vinnutími var þó ótakmarkaður, eða allt að því og kjörin voru bágborin, svo ekki sé meira sagt. Árið 1954 fór Hihnar í land eftir góðan sjómennskuferil og gerð- ist starfsmðaur Sjómannafélags Reykjavikur, en hann hafði þá átt sæti í stjóm félagsins um nokkurra ára skeið, eða frá árinu 1951. Hefur hann síðan verið starfsmaður félags- ins og nú sjðast einnig formaður þessa merka stéttarfélags, en það SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 69 Stjórn Sjómannafélags Reykjavfkur. TallS frð vlnstri: GuSmundur HallvarSsson gjafdkerl, Hllmar Jónsson formaður, Pétur Sigurðsson ritarl, Sigfús Bjamason, Guðmundur Haraldsson og Sig- urður Eyjólfsson. — Myndln var tekin I Hrafnistu D.A.S. á 70 ára afmæli Hilmars Jónssonar.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.