Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 50

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 50
ráðinn skipstjóri á ms. Vatnajök- ul, sem var fyrsta skip Jökla hf. í Reykjavík og þar var ég í 14 ár. Vatnajökull, eða Vatnajökull eldri var flutningaskip og frystiskip smíðað árið 1947 fyrir Jökla hf. í Svíþjóð. Því var ætlað að sigla með frystan fisk til Bandaríkjanna og Evrópulanda, sem það gjörði. Skipið var fremur lítið, tæp þúsund tonn, eða 928 brt. Vatnajökull var gott sjóskip, það er að segja ef það var lestað, en tómur var hann mjög erfiður viðfangs, og það segir sig auðvitað sjálft, að þetta var ekki þægilegt skip yfir vetrartímann í Norður- Atlantshafi. Þó bar hann sig furðanlega og hann fór víða á þessum 17 árum, sem hann var í eigu íslendinga, en skipið var selt aftur árið 1964, því þá voru komin stærri skip til þessa verkefnis. Nú, það má segja að með Vatnajökli hafi byrjað svona nýtt tímabil hjá mér og þjóðinni reyndar líka. Ekki svo að skilja að skipið sem slíkt hafi breytt öllu. Það var kominn friður. Það var það sem máli skipti. Margir áttu um sárt að binda og menn voru að reyna að lagfæra sundurskotinn heiminn. Því var ekki að leyna, einkum fyrst á eftir að þá var það æði margt sem minnti á hin örðugu styrjaldarár. Uppbyggingin tók þó ótrúlega skamman tíma, eftir að friður var kominn á, og það gladdi mann einnig, að framfarir urðu miklar á íslandi. Evrópa var í rúst af völdum styrjaldarinnar, en ísland hafði nú fengið sjálfstæði, og þjóðin stjórnaði nú málum sínum sjálf. Auðvitað höfðu mörg íslensk heimili fært fómir í styrjöldinni, en nú komu betri tímar, betri at- vinnutæki, betri atvinna, húsa- kynni og betri hagur á öllum sviðum. Maður sá fátæk og hrörleg þorp breytast í myndarlega bæi, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir. kona Boga, en hún lést árið 1971. hafnir fóru að skána, þótt auðvit- að sé enn langt í land. Þetta er óþekkjanlegt, miðað við sem var fyrir stríð og í stríðinu. Á Vatnajökli gekk allt eins og í sögu, og þá eru söguefni nú fá. Þó fórum við eina ferð, sem var dá- lítið merkileg, en það var árið 1950. Við höfðum farið með frosinn fisk til New York, sem ekki var nú í frásögur færandi, en þá fékk út- gerðin tilboð um að sækja smjör- farm til Chicago, sem átti að fara til Ítalíu, eða nánar til tekið til Napoli og Trieste, en síðamefndi staðurinn er við Adriahaf, eins og flestir vita. Þetta var nú ekkert venjulegt smjör, heldur einskonar heilagt smjör, sem katólskir Bandaríkja- menn sendu Vatikaninu í Róm í tilefni af heilögu ári 1950. Þetta var óvenjuleg ferð fyrir okkur, og íslenskt skip hafði aldrei farið þessa leið, um Vötnin miklu (Great Lakes). Þetta var áður en hinar miklu framkvæmdir hófust, sem gerðu þessa siglingaleið færa stórum skipum. Vatnajökull risti ekki mikið, enda gerður fyrir grunnar hafnir, eins og víða eru á Islandi. Þó voru þama auðvitað skipa- stigar til þess að lyfta skipum upp Niagarafossana og yfir ýmsan hæðarmun, sem þama er á land- inu, en aðeins minni skip gátu farið þetta. Mér er það minnisstætt t.d. þegar við fórum gegnum Well- and-kanalinn, sem er hluti af leiðinni frá St. Lawrence flóanum til Vatnanna miklu og leiðir upp fyrir Niagarafossana, þá gerðum við hlé á ferðinni og fengum bíl með alla skipshöfnina til þess að sjá fossana, eða Niagarafossana, en þeir sáust ekki frá skurðinum og skipalyftunum. Þetta tók okkur klukkutíma og var það ógleym- anleg sjón að sjá þessa miklu fossa og eigum við þó marga fallega fossa heima, eins og t.d. Gullfoss. Þessi skipaskurður er um 15 sjómílna langur og liggur frá Port Weller við Ontario vatnið og til Colborne við Erievatn. Ég held að þessi skurður hafi fyrst verið grafinn í byrjun 19. aldar og þá voru tréslússur til þess að lyfta skipum, en auðvitað komust aðeins minnstu skip í gegn, en núna má fara þetta á stórskipum, og fyrir 20 árum eða svo, lauk þama stórframkvæmd- um, sem Bandaríkin og Kanada stóðu að sameiginlega. Þetta gekk vel að sigla þama á Vötnunum miklu og maður hugs- aði um Vestur-íslendingana er stunduðu þarna veiðar, auk ann- ars og áttu og eiga þar sínar byggðir. Þó var nokkur vandi á höndum, því aðrar siglingareglur eru í gildi þama en á alþjóðlegum hafsvæð- um (Inland rules). T.d. mátti ekki sigla framúr öðru skipi, án þess að gefa hljóð- merki og ekki mátti síðan fara 44 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.