Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 8

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 8
8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ í Grímsnesinu hlýt ég að koma að því að enn styrkari stoðum verður að skjóta undir reksturinn. Því veldur sundlaugin og það starfsfólk sem nauðsyn ber til að hafa á staðnum og í þessu skyni hef ég nú sent bréf til allra stéttarsamtaka á Norðurlönd- um. Þar hef ég boðið þeim svæði undir sumarhús, enda verið að gæla við þá hugmynd að koma þarna upp sérstöku sumardvalarhúsahverfi Skandinava. Við höfum þegar fengið nokkur svör, sumir hafa afþakkað þetta, en aðrir vilja gjarna athuga málið. Vonandi á þetta eftir að skila einhverjum árangri. Þá hefur mikið fé verið lagt í leit að heitu vatni — að vísu með misjöfnum árangri — en nú hefur fundist heitt vatn í Mýrarkotslandi, og höfum við ástæðu til að vona að sprunga þaðan liggi undir okkar landareign. Þetta verður vandlega skoðað." Umboðsmaður aldraðra „En svo við hverfum frá málefnum Sjómannasamtakanna í bili þá langar mig til þess að víkja að því að ég hef nú lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um umboðsmann aldraðra. Við lifum í landi mikilla umbreytingatíma og allir verða að horfa fram til þess dags þegar að starfslokum dregur. Margur hyggst búa sig undir þessi umskipti með því að leggja fyrir og þá er sá grundvöllur sem treyst er á í dag ekki síst greiðsl- ur frá lífeyrissjóði og frá almanna- tryggingum um leið. Þá taka menn eftir föngum tillit til skattamála og hvernig um samspil tekna og gjalda er búið. Menn gera sínar áætlanir eft- ir bestu vitund — en síðan kann svo að fara að ekki stendur steinn yfir steini að nokkrum árum liðnum vegna ófyrirsjánlegra breytinga, gjarna vegna ráðstafana stjórnvalda. Er það í sjálfu sér mjög alvarlegt mál og bagalegt að ekki skuli tök á að koma á einhvers konar stöðugleika í þessum málaþætti. í greinargerð með þessari þings- ályktunartillögu kem ég einnig inn á hve mikilvægt það er fyrir starfsfólk heimila aldraðra að geta vísað á ein- hvern ákveðinn aðila sem hefði það hlutverk að gæta hagsmuna hinna öldruðu. Meðal annars hafa komið upp vandamál gagnvart ættingjum vegna peningamála og fasteigna. Þessi mál eru ekki mörg, en í ljósi þess fjölda sem á dvalarheimilum býr og á hjúkrunarheimilum er þörf á að- ila sem vísa mætti á þegar slíkar deil- ur rísa. Slíkur umboðsmaður mundi létta miklu og leiðu fargi af starfsliði heimilanna. Sem dæmi má nefna að maður sem lenti í alvarlegum málum vegna ábyrgða er hann hafði tekist á herðar vegna barna sinna mátti þola að lánastofnun ein skerti ellilífeyri hans til endurgreiðslu fjárins. Þá er því ekki að leyna að þegar kemur að viðskiptum við kerfið og þá ekki síst Tryggingastofnun ríkis- ins — þótt þar sé hið besta og hæfasta fólk sem hvers manns vanda vill leysa — þá vill leiðin um kerfi stofnunar- innar verða mörgum vandrötuð, svo ekki sé meira sagt. Bótakerfið er satt að segja orðið slíkur frumskógur að engin vanþörf er á aðila sem leið- beint geti öldruðum í gegnum hann. Aðstoð við fólk í þessum efnum mætti einmitt hugsa sér að félli undir verksvið umboðsmanns. Og svo ég haldi mig enn um sinn við þingmálin, þá vil ég koma því að að ég bíð spenntur eftir að sjá hver niðurstaða þeirrar nefndar verður sem skipuð var í kjölfar þeirrar þingsályktunartillögu minnar að rannsókn yrði gerð á því hver staða sjómanna er til réttarbóta vegna slysa sem þeir verða fyrir við störf sín. Þessi nefnd hefur verið lengi að störfum og vonast ég nú til að sjá árangur af því starfi, því enginn vafi leikur á að tryggingamál sjómanna eru í miklum ólestri. Er ósk mín sú að þetta starf verði til þess að málum verði kippt í liðinn á þann hátt að allir fái vel við unað.“ Tekiö að huga að hátíðarhöldum í tilcfni af 60 ára afmæli Sjómannadagsins „Að tveimur árum liðnum verður Sjómannadagurinn 60 ára og er þegar tekið að ræða hvað gera megi til að minnast þeirra tímamóta, líkt og þegar Sjómannadagurinn átti hálfrar aldar afmæli árið 1988. Skotið hefur upp hugmynd sem þá var rædd, en hún var sú að fá þekkt glæsiskip úr flota gamalla seglskipa til þess að heimsækja landið. Þetta stóð semsé til árið 1988, en var ekki unnt þá þar sem slík skip söfnuðust saman í Astralíu, vegna 200 ára afmælis álf- unnar sama ár. Þetta er þegar tekið að kanna og senda bréf út í heim. Þetta er samt aðeins ein þeirra hugmynda sem upp hefur skotið, því fleiri eru á döfinni: Þar á meðal er sú að hér í Reykjavík hefur fram að þessu ekki verið neitt minnismerki helgað sjómönnum og sjósókn frá fortíð til nútíðar. Því erum við þegar farnir að leita til margra aðila um samstarf um að reisa slíkt minnis- merki sem þá mundi væntanlega verða valinn staður á strandlengj- unni með Sæbrautinni eða á hinum nýja og glæsilega miðbakka við Reykjavíkurhöfn. Þessi hugmynd vonum við að verði orðin að veru- leika á Sjómannadaginn 1998. Fleiri hugmyndir hafa skotið upp kolli en þetta læt ég nægja í bili.“ Sjómannadagurinn í ár — legsteinn helgaður týndum sjómönnum „Nýlega kom að máli við mig sjó- mannskona sem misst hafði bróður sinn í sjóslysi nærri 1960. Æ síðan hefur hún fundið til þess sem fjöldi annarra að ekki er um neinn stað að ræða sem þeir geti horfið til sem minnast vilja ættinga sinna úr sjó- mannastétt sem horfið hafa með þessum hætti. Lagði hún til að leg- steinn eða minnismerki helgað þess- um mönnum yrði sett upp í Fossvogs- kirkjugarði, en þetta hefur þegar verið gert víðs vegar á landinu. Þar eru á rituð nöfn manna sem í sjó hafa farist en ekki fundist og dánardægur þeirra. Þetta mál er nú verið að skoða í stjórn Sjómannadagsráðs og höfum við rætt það við Kirkjugarða Reykjavíkur og aðra sem málið varð- ar. Er þar skemmst frá að segja að þegar liggja fyrir frumteikningar af þremur öldum úr steini, sem hugsa mætti sér að settar yrðu upp við Foss- vogskirkjuna að baki minnisvarða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.