Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 10
10
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
„Bregð mér stundum suður á Selatanga
til þess að átta mig á þeim kjörum sem
forfeður okkar áttu við að búa“
Rætt við Sigurð Þ. Árnason, sem hér rekur ýmis eftirminnileg atvik
frá 30 ára skipherraferli hjá Landhelgisgæslunni
Ungur skipherra um borð í varðskipinu Gaut.
Fyrir sjö árum, eða í maí 1989,
lauk Sigurður Þ. Árnason 30
ára farsælum skipherraferli
hjá Landhelgisgæslunni. Hann er af
sjómönnum kominn og hóf sjósókn
um 13 ára aldur hjá Sigurbirni Met-
úsalemssyni á V-Stafnesi, en Sigur-
björn er enn á lífi og er rætt við hann
hér í blaðinu um björgun mannanna
af „Jóni forseta“ árið 1928. Þannig
hlaut Sigurður eitt það besta uppeldi
í sjómannsku sem ungur sjómaður
átti völ á hér á landi í þá daga. Eftir
nokkrar vertíðir á vélbátum fra Suð-
urnesjum gerðist hann rótfastur hjá
Landhelgisgæslunni, hlaut mennt-
unn fyrir yfirmenn á varðskipum við
Stýrimannaskólann og tók við sínu
fyrsta skipi sem fastur skipherra í
desember 1959. Það var gamli Óð-
inn.
Sjómannadagsblaðið falaðist eftir
að eiga viðtal við Sigurð um sitthvað
frá löngum skipherraferli hans og
varð hann vel við því, þótt fleira
verði útundan í slíku viðtali en tök
eru á að hafa með. Hann býr að
Otrateig 32 í Reykjavík ásamt konu
sinni Eddu Jónsdóttur og eiga þau
þrjú börn. Eitt barn átti Sigurður
fyrir giftingu þeirra hjóna. Sigurður
er bókhneigður maður og á gott
bókasafn og er ein helsta tómstunda-
iðja hans ættfræði. Ekki fór hjá að
blaðamaður „Sjómannadagsblaðs-
ins“ hvetti hann til að rita æviminn-
ingar sínar, en Sigurður er maður rit-
fær í besta lagi. Ekki tók hann líklega
í það, en sú er bót í máli að okkur er
kunnugt um að hann er að rita margt