Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 29

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 29
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29 Björgunarbátarnir látnir fara „ísing tók nú að hlaðast á skipið með hreint ótrúlegu hraði. Hreyfing- ar þess urðu æ þyngri og um hvöldið lagðist skipið alveg á hliðina. Ég hafði fleygt mér upp í koju um stund, en vaknaði uppi á þili. Þar með var ekki um annað að ræða en reyna að losa sig við björgunarbátana og hafði Karl Magnússon 1. stýrimaður stjórn með því verki.. Bátinn hléborðsmeg- in gátum við losað okkur við svo að segja undir eins, en við það lagðist skipið fljótlega á hina hliðina. En okkur tókst að losa okkur við hinn bátinn einnig nær strax og við það tók skipið að fljóta nokkurn veginn á réttum kili. Þar með, en þetta var átta til níu um kvöldið, var hver og einn, en áhöfnin var 31 maður, ræst- ur út til þess að berja ísinn af og til þess notuð öll möguleg verkfæri, því engin áhöld voru fyrir hendi sem sér- staklega voru ætluð til þessara nota. Reyndum við vélstjórarnir að smíða barefli sem að gagni gátu komið úr ýmsum efniviði, svo sem með því að saga niður stálpípur og hvers kyns járnbúta. Hver maður tók þátt í þessu, þótt skipstjóri yrði að vera í brú og maður við stýrið með honum og alltaf voru tveir niðri í vél, en við vélstjórarnir skiptumst á um vélgæsl- una og íshöggið. ísingin á skipinu skipti tugum tonna og sumar stengur og bör voru á við tunnubotn að sver- leika um tíma. Öllu lauslegu var kastað fyrir borð og vaktir og frívakt- ir skiptu ekki lengur máli. Öllum var Ijóst að hér var um líf eða dauða að tefla. Þannig leið nóttin. Öðru hverju lagðist skipið næstum á hlið- ina og ég man að oft tókst okkur að rétta skipið af með því að dæla olíu milli tanka í lestinni.“ Togvindan ræst og ísinn brotinn „I birtingu að morgni sunnudags þess 8. sást betur hvernig ástandið var. Skipið virtist ein íshella yfir að líta og einkum hafði mikill ís safnast á hvalbakinn og formastrið. Þá var togvindan eins og jökulbunga yfir að líta. Óveðrið var hið sama og áður og með hverri klukkustund sem leið Pórður Guðlaugsson rúmlega tvítugur eða um það bil sem hann hdði þrekraun- ina ( Nýfundnalandsveðrinu. þyngdist skipið á sjónum, þótt menn- irnir drægju ekki af sér. Einkum var aðstaða manna á hvalbaknum slæm, því skipið lagðist öðru hverju svo mikið að hvalbakshornið var í kafi, og sífellt varð að kalla aðvaranir til mannanna vegna brotsjóa. Spilið var fyrir framan brúna og á það hafði sest slík ísing að engin leið var að komast fram úr brúnni eða af afturdekkinu nema með því að fara út um brúargluggann og lesa sig síð- an eftir stögum sem voru fyrir ljós fram eftir skipinu. Það var háskaför því sjógangur var mikill og skipið oft í sjó upp á miðja vanta. Ölduhæðin var slík að þegar menn stóðu á aftur- dekkinu mátti sjá brotin gnæfa ofan við formastrið. Við sigldum upp úr einum öldudalnum niður í annan og stórskipið Oueen Elisabeth sem var á svipuðum slóðum inældi ölduhæð- ina 18 metra. Má geta þess að að sjóirnir mölvuðu fjölda glugga í brúnni á þessu risavaxna farþega- skipi, sem reis 80 fet yfir sjó, og fleiri manns slösuðust þar um borð. Aðrar eins öldur hef ég líka aldrei séð síðar — sem betur fer. Þær voru á við 8 hæða húsblokk. En þarna um morg- uninn tókst mér mér að komast að stjórntækjum spilsins og fá það til að snúast og við það brotnaði af því mesta klakabrynjan og gerðist þar með greiðfærara fram eftir skipinu.“ Davíðurnar logskornar af bátadekkinu „Laust fyrir hádegi sunnudagsins þann 8. febrúar beindist athygli okk- ar að davíðunum fjórum sem voru aftur á bátadekkinu. Þær voru um tvö tonn að þyngd hver og voru í upphafi ætlaðar fyrir nótabáta, enda átti að vera hægt að nota þessa togara til síldveiða. Var nú ákveðið að brenna þessi þungu stykki af skipinu og kom það verk í minn hlut. Byrjað var að brenna þær af um hádegisbil daginn eftir að ofviðrið skall á og var þessu loks lokið um klukkan sjö um kvöldið. Reyndist það ómetanlegt happ að við vorum vel birgir af log- suðugasi á Þorkeli mána, því ella hefði þetta ekki tekist. Ég varð að vera óbundinn við þetta verk og var jafnan maður á verði sem gerði mér aðvart þegar brot ætlaði að ríða yfir. Þá varð ég að forða mér í skyndi. Skaut ég mér þá á bak við kappa þarna uppi á keisnum og hafði skjól af honum uns ég gat snúið mér að verki mínu á ný. Miklu skipti að sjá til þess að davíðurnar féllu í rétta átt — það er að segja að ég varð að sæta lagi að sjóða síðasta haftið sundur á réttu róli, því ekki hefði verið efni- legt ef davíðurnar hefðu dottið inn fyrir. Þær hefðu þá getað brotið allt sem fyrir varð og erfitt reynst að koma þeim útbyrðis. Auk þess var hætta á að vírar sem á davíðunuin voru færu í skrúfuna. Til þess að halda sem bestu jafnvægi tókum við að sjálfsögðu eina davíðu hvorum megin á víxl: Fyrst brenndum við aft- ari davíðuna bakborðsmegin, þá aft- ari davíðuna stjórnborðmegin og svo koll af kolli.“ Erfíð bið: „Á hvorn veginn fer hann?“ „Skipið léttist vissulega mikið við að losna við davíðurnar. En það þýddi ekki að íshögginu væri þar með lokið. Við bátsmaðurinn héldum þegar fram á hvalbak að berja klaka eftir að davíðurnar voru á bak og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.