Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 37
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
37
dætur og dvel ég nú hjá dóttur minni
Sesselju Sóleyju að Suðurgötu 16 í
Sandgerði. Hinar dætur mínar eru
Guðrún Karlotta, Margrét Eiríka og
Gotta Asa Ingibjörg, sem er yngst.
Eg á Vestur-Stafnesið enn og ek
þangað öðru hverju, því ég ek bíl
þótt gamall sé orðinn. Eetta er enda
ekki langt að fara — um 5-10 mín-
útna akstur héðan frá Sandgerði. Þar
held ég mig líka löngum að sumrinu.
Jafnan var margmennt hjá okkur
að Vestur-Stafnesi og varla leið það
sumar að ekki væru drengir í sumar-
vist hjá okkur. Þeir reru með mér á
sjóinn, en allt til 1979 sótti ég sjó á
sumrum á trillu sem ég átti og hét
„Lundinn". Oft byrjaði ég að róa síð-
vetrar eða í apríl.“
Tíðir skipsskaðar
„Skipsskaðar og sjóslys voru tíð
hér um slóðir á æskuárum mínum og
hef ég verið sex til tíu ára þegar
breskur togari strandaði hér á Staf-
nesrifinu, sem orðið hefur skeinu-
hætt mörgum skipum, og minnir mig
að þessi togari hafi heitið Admiral
Tokyo. Hann strandaði þarna um
nótt að vetrarlagi, ég held snemma í
febrúar, og veðrið var mjög vont,
suðvestan rok og stórbylur. Allir sem
vettlingi gátu valdið drifu sig niður
að strandstaðnum, en veðrið var svo
vont og myrkrið mikið að menn
töldu sig rétt hafa séð bregða fyrir
ljósi klukkan eitt til tvö um nóttina...
Um morguninn var allt um garð
gengið, enda feikna mikið flóð og
sjór gekk „upp á grös“ eins og sagt
var, eða mikið hærra en vant er. Er
mér í barnsminni að þegar dagaði var
ekkert sjáanlegt eftir af skipinu nema
ketillinn. Um borð munu hafa verið
þrettán manns, þar á meðal þrettán
ára drengur, sonur skipstjórans.
Þetta fréttist vegna þess að skipið
hafði komið inn til Keflavíkur
skömmu áður.
Við strákarnir gengum fjöruna
þarna í grennd næstu daga og hvar-
vetna gat að líta sprek úr brúnni og
fleira, en allt sundurkubbað eftir
brimganginn. Þó vakti það furðu
manna að lífbátinn rak lítt skemmd-
an á land norðanvert við þann stað
Sigurbjörn Metúsalemsson á yngri árum ásamt konu sinni Júlíu Jónsdóttur. Hún heldur
á elstu dóttur þeirra, Guðrúnu Karlottu.
þar sem Stafnesvitninn stendur
núna. Að vísu var á bátnum gat. En
þetta sannaði að áhöfnin hafði kom-
ið honum á flot í von um að einhverj-
ir fengju bjargast á honum. En eng-
inn komst af og ekkert lík rak, enda
háttar því svo til þarna við Stafnesrif-
ið að þar eru djúpir álar sem skila
engu. Fleiri slysum man ég eftir eins
og þegar Hafnarfjarðarbáturinn
„Ása“ fórst, tveimur eða þremur ár-
um eftir að ég byrjaði að róa. í Hala-
veðrinu 1925 fórst svo útilegubátur-
inn „Sölvi“ þarna. Ekkert lík rak af
þessum bátum heldur, enda höfðu
menn sjaldnast björgunarbelti. Loks
hafði kútter „Sigríður“ strandað
þarna nokkrum árum áður, en í góðu
veðri og björguðust allir af henni.“
Barið á glugga um nótt
„En mesta slysið og það minnis-
stæðasta er það þegar togarinn „Jón
forseti“ fórst þarna 28. febrúar 1928.
Ég frétti þannig af strandinu að um
kvöldið hafði ég verið ásamt öðrum
manni, sem var útgerðarmaður, á bæ
úti í Hvalsneshverfi þar sem systir
hans bjó. Við komum seint heim að
Litla Bæ og ég var rétt um það bil að
sofna þegar bankað er á gluggann:
Þar var þá kominn Sigfús heitinn
Þorsteinsson frá Hólakoti, en hann
hafði orðið fyrstur manna til þess að
verða var við strandið. Atvikaðist
það þannig að hann heyrði eimpípu-
blástur og sá skotið upp neyðarblysi
frá Stafnesrifinu. Var þegar farið að
vekja upp á næstu bæjum og einnig
var maður sendur til Sandgerðis eftir
hjálp.
Menn hröðuðu sér vitaskuld á
strandstaðinn og kom þá í ljós að
togarinn, sem menn ekki báru kennsl
á í fyrstu, hafði strandað nærri þeim
stað þar sem enski togarinn hafði
strandað þegar ég var barn, en þó
töluvert norðar, nær landi og á tals-
vert „betri“ stað, ef svo má segja.
Hann hafði strandað á svonefndri
Kolaflúð, en sá enski hafði strandað
á sjálfum „Rifshausnum“ sem var
langtum vonlausari staður. Fyrir inn-
an Kolaflúðina er djúpur áll, en við
landið klappir og stórgrýtisurð.
Veður var þannig að sunnankaldi
var á og gekk á með hryðjum. Ekki
var viðlit að fara af stað á báti meðan
myrkt var, enda fjara í ofanálag og
svo aðgrunnt að ekki var viðlit að
aðhafast neitt fyrr en birti og byrjaði
að falla að. Sæta þurfti lagi því þegar
meir félli að vissum við að brimið
gerði björgun nær ókleifa. En þegar í
birtingu tókum við að setja „Sigur-
fara“ niður, en hann stóð uppi í svo-
nefndum Skiphólma sem er nokkru
fyrir sunnan vitann. Tók það drjúgan
tíma.