Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 40

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 40
40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ an með briminu spölkorn í átt til lands, en þá festist vírinn frá henni í botni.“ Háskaför út á rifíð „Við á „Sigurfara“ höfðum nú sótt línubyssuna og snerum þegar aftur og komum okkur fyrir við stjóra á milli brimgarðsins og lands, eins nærri brimgarðinum og við þorðum. Þar var skotið af línubyssunni, en árangurslaust, eins og ég sagði. En þegar hér var komið sögu voru tvö fjögurra manna för sem við í Stafnes- hverfi höfðum yfir að ráða komin á vettvang. Annað átti Metúsalem Jónsson, faðir minn, en hitt átti Guð- jón Eilífsson og fór svo að þau skiptu sköpum við björgunina. Baujuna hafði rekið út á mitt rifið. En ekki var viðlit að nota vélbátinn til þess að sækja hana, eins og að- stæður voru. Þess í stað fórum við í land og sóttum annað fjögurra manna farið, og gekk Guðmundur, sem var formaður á vélbátnum og segja má að hafi stjórnað öllum björgunaraðgerðum, þannig frá því að það átti ekki að geta sokkið — bæði með því að festa við það röð af belgjum og setja undir kjöl á því. Gáfu sig sex menn fram til þeirrar háskaferðar að sækja baujuna: Þeir voru bræðurnir Guðjón og Daði Ei- lífssynir, Steingrímur Jónsson frá Tjörn, Jóhannes frá Gauksstöðum, og bræðurnir Jón og Stefán Jóhanns- synir. Fjórir af þeim reru bátnum og Jóhannes stýrði. Þeir höfðu með sér kaðal til þess að festa við baujuna og var hinn endi kaðalsins um borð hjá okkur í vélbátnum, en við héldum okkur á hylnum milli rifsins og lands, sem fyrr segir. Ekki hafði enn tekist að ná bauj- unni þegar tveir mannanna á hval- baknum köstuðu sér í sjóinn, með nokkru millibili þó. Þeir á fjögurra manna farinu sneru til móts við þá og tókst svo giftusamlega til að þeir náðu báðum lifandi upp í bátinn. Þar fór betur en á horfðist, því mennirnir tveir hefðu aldrei haft það af að synda til lands. Af litla bátnum var þessum skipbrotsmönnum svo kom- ið um borð í vélbátinn til okkar og Undir Stafnesvita, en hann var rétt nýlega reistur þegar „Jón forseti" strandaði. fórum við með þá upp að klöppun- um, en þar beið þá læknir, Helgi Guðmundsson úr Keflavík, ásamt fjölda manns. Þar á meðal voru menn úr Reykjavík, en fregnin hafði þá þegar flogið þangað og víðar. Að því búnu héldum við á vélbátnum aftur út á hylinn. Björgun þessara tveggja manna hafði tafið tilraunir til þess að ná baujunni, en nú sneru menn sér ótrauðir að því verki og voru þeir ákaflega lengi að berjast út að bauj- unni, enda fyllti bátinn næstum strax og þeir voru stöðugt að taka niðri. En um síðir tókst þeim að handsama hana og binda við hana kaðalinn. Hnútinn batt Stefán — og hans hnút- ar biluðu ekki.“ Alvarlegt áfall — taugin slitnar „En nú höfðu aðstæður batnað mikið þar sem tógi hafði verið komið út í togarann og tóku nú þeir sem um borð í honum voru, ellefu menn, að draga árabátinn út til sín yfir rifið. Þetta tókst en reyndist miklum erfið- leikum bundið, því auðvitað fyllti bátinn á leiðinni og hann var ekki léttur í drætti. En þegar búið var að festa bátinn við síðu togarans og fjór- ir af skipbrotsmönnum höfðu komist niður í hann, var hann orðinn svo þungur að ekki var um annað að ræða en draga hann í átt til lands. Gekk það giftusamlega og var þeim komið um borð í vélbátinn. Báturinn var þegar dreginn út að nýju og veittist skipbrotsmönnum það nú erfiðara, því þeir voru nú fjór- um færri um dráttinn, eða sjö menn. Náðu þeir honum ekki jafn nálægt togaranum og áður, en þó komust tveir menn niður í hann. Þá var slík ókyrrð við skipið að ekki var um ann- að að ræða en láta bátinn lausan og voru þessir tveir dregnir að vélbátn- um og gekk það vel. En nú var bátur- inn orðinn svo laskaður að ekki var um annað að ræða en taka hinn ára- bátinn og var hann útbúinn með belgjum og öðrum varnarbúnaði eins og sá fyrri. Það með voru aðeins fimm menn eftir um borð í togaranum til þess að draga bátinn út og gekk það að von- um mjög seint og illa. Báturinn komst nú ekki jafn nærri og í tvö fyrri skiptin og komst sá sem fyrstur stökk um borð í hann með miklum erfið- leikum. En ekki hafði hann fyrr náð að komast um borð en ólag reið yfir og taugin slitnaði. Vonbrigði manna voru ólýsanleg — en ekki var um annað að ræða en að draga bátinn til lands með þennan eina mann. Þeir voru nú aðeins fjórir eftir á hvalbaknum og þar sem annað virtist vonlaust tóku þrír af þeim þá áhættu að stökkva í sjóinn og reyna að synda til lands. Fyrsti maðurinn sem stökk hafði ekki gæfuna með sér: hann komst aðeins skamman spöl, en hvarf þá í brimrótið og sást ekki meir. Hann hafði tekið af sér beltið og var mér síðar sagt að hann hefði verið besti sundmaðurinn um borð og hefur ætlað að treysta á sund- mennsku sína. Sá næsti sætti lagi að varpa sér á stóra öldu og láta hana bera sig sem næst landi og tók þá sundtökin. Til allrar hamingju heppnaðist þetta, hann náði að bátn- um og var bjargað um borð í hann. Þessi maður var Frímann Helgason, síðar þekktur íþróttafréttaritari, og man ég hve hann var hress og bar sig vel, þegar hann kom upp í bátinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.