Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 42

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 42
42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Skömmu á eftir fleygði næsti maður sér frá borði og náðist hann um borð á ekki skemmri tíma en Frímann. En hann var þá látinn. Kannske hefur álagið orðið honum um megn, því miklar lífgunartilraunir báru engan árangur. Báðir þessir menn sem við náðum voru aðeins 18 ára að aldri. Nú var aðeins einn maður eftir. Hann mun hafa verið um fimmtugt og treysti sér ekki til að taka sömu áhættu og þeir hinir, heldur klifraði hann upp í reiðann. Þar hafðist hann við Jangan tíma og lýsti varðskipið á hann með ljóskösturum sínum allan tímann. En um síðir brotnaði skipið í tvennt, og framhluti skipsins hvarf í djúpið með manninn sem þarna fórst. Sú saga gekk um þennan mann að hann hefði áður lent í alvarlegu strandi og verið þá sautján tíma í reiða — og bjargast! Ekki veit ég hvort þetta hefur verið satt. Farið var með þá sem bjargast höfðu á hestum að Stafnesi og þar var hlynnt að þeim eftir bestu getu, þeir færðir í þurr föt sem safnað hafði verið saman og gefinn heitur matur og drykkur, enda höfðu mennirnir einskis neytt í heilan sólahring. Farið var með þau lík sem ráku í Hvalsneskirkju og nokkrum dögum síðar fann Páll Magnússon bóndi tvö lík rekin á Nýjabæjarfjöru. Var farið með þau að Hvalsnesi og þá til Reykjavíkur.“ Tíu björguðust — fímmtán fórust „Pað hafði ákaflega slæm áhrif á mig og flesta okkar að hafa orðið vitni að öllum þessum hörmungum Sigurbjörn Metúsalemsson: „Aldrei hefur dvínað aðdáun mín á þeim mönnum sem lögðu sig í slíka hœttu á þessum litlu kæn- um við þetta tilefni. (Ljósm.AM). og lengi setti að manni depurð vegna þessa. En jafnframt hefur aldrei dvínað aðdáun mín á þeim mönnum sem lögðu sig í slíka hættu á þessum litlu kænum við þetta tilefni. Par var sannarlega valinn maður í hverju rúmi, enda flestir kraftajötnar að burðum. Veitti heldur ekki af. Egget ekki lagt nógu mikla áherslu á að sannarlega lögðu þessir menn sig í raunverulega lífshættu. Hvað okkur um borð í vélbátnum snerti þá tók þetta vissulega á okkur og okkar hlutverk var ekki létt — en þeir hinir eiga sérstakan heiður skilið. Sögðu enda sumir þeir sem fylgdust með þessu að þeir hafi verið jafn hræddir um þá og skipbrotsmennina. Af Jóni forseta björguðust tíu menn, allir hásetar, en fimmtán fór- ust. Hér að endingu vil ég loks bæta við dálítilli frásögn af atviki sem ekki gleymist. Svo hittist nefnilega á að dóttir matsveinsins á „Jóni forseta,“ en hann hét Stefán Einarsson, var í vist að Bala hjá Guðmundi þennan vetur. Fegar grámaði af degi og menn voru enn að velta því fyrir sér hvert skipið mundi vera, segir þessi stúlka: „Þið þurfið ekki að segja mér neitt um það: Þetta er „Forsetinn.“ Pannig varð hún fyrst til að þekkja skipið, en á því var einnig bróðir þessarar stúlku aðstoðarmatsveinn og hét hann Árni, 16 ára gamall. Báðir fórust og síðar missti hún ann- an bróður sinn af „Skúla fógeta.“ Það var skömmu eftir þetta að slysavarnadeildin Sigurvon var stofnuð, en hún er stofnuð 23. júní 1928 og er elsta slysavarnadeild landsins. Árið eftir eignaðist SVFI svo fyrsta björgunarbát sinn og var honum valinn staður hér í Sandgerði. Þetta var breskur bátur og hlaut hann nafnið „Þorsteinn.“ Þetta var mikill og góður siglari, en óþægilega þungur og ómeðfærilegur. En mikið öryggi skapaðist samt með komu hans og hér var sett á stofn sérstök björgunarsveit. Fyrsti formaðurinn á „Þorsteini,“ Sveinbjörn Einarsson, sem síðar var með togarann „Geir goða,“ æfði menn mikið í meðferð hans. Ekki skorti mannskap við æf- ingarnar og tók ég þátt í þeim. Þessi bátur er enn til hér í Sandgerði og er varðveittur sem safngripur. Ekki löngu seinna kom hér svo fyrsta línu- byssan og var henni í byrjun komið fyrir úti við ströndina þar sem „Jón forseti“ fórst. Deildin efldist svo brátt að tækjum og búnaði og er nú ein sú öflugasta á landinu. En oft verður mér hugsað til þess hve tímarnir hafa breyst. Því valda ekki síst þessi stóru og öflugu fiski- skip. Hefði einn þessara nýmóðins togara strandað á Stafnesrifinu (sem auðvitað er ólíklegt að gæti gerst) hefði sjálfsagt mátt bíða þess í róleg- heitum að veður lægði og sækja mennina út í hann þá — og hefðu þeir verið við bestu líðan. Já, ég get víst sagt að ég muni tímana tvenna.“ Trillann „Lundinn en á henni reri Sigurbjörn frá þvísnemma vors allt til ársins 1979. AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.