Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 45
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
45
maður Sjómannasambands íslands
f.h. sjómanna.
Guðmundur Hallvarðsson alþing-
ismaður formaður Sjómannadags-
ráðs heiðraði aldraða sjómenn með
merki Sjómannadagsins, en þeir
•voru:
Aðalsteinn Guðnason loftskeyta-
maður, félagi í Félagi loftskeyta-
manna.
Þór Birgir Þórðarson vélstjóri, fé-
lagi í Vélstjórafélagi íslands
Höskuldur Skarphéðinsson skip-
herra, félagi í Skipstjórafélagi Is-
lands.
Þá voru aflrentir farmanna- og
fiskimannabikarar, sem gefnir hafa
verið af Jóhanni Páli Símonarsyni
háseta, fyrir árvekni í öryggismálum
um borð í skipum.
Farmannabikarinn hlaut að þessu
sinni áhöfnin á m.s. Stapafelli og
fiskimannabikarinn áhöfnin á m.s.
Örfirisey RE-4.
Síðan fór fram kappróður á
Reykjavíkurhöfn. Keppt var bæði í
karla- og kvennasveitum.
Félagar í Björgunarsveit S.V.F.Í.
Ingólfi í Reykjavík sýndu margvís-
legan útbúnað sveitarinnar á Reykja-
víkurhöfn og meðferð björgunar-
tækja, ásamt þyrlu Landhlgisgæsl-
unnar.
Á hafnarsvæðinu voru til sölu Sjó-
mannadagsblaðið og barmmerki Sjó-
mannadagsins sem og á Hrafnistu-
heimilunum.
M.s. Árvík sigldi með fólk í
skemmtiferðir um sundin blá frá
Rey kj avíkurh öf n.
Á Hrafnistuheimilunum í Reykja-
vík og Hafnarfirði var kaffisala og
sala á handavinnu heimilisfólks og
var mjög góð aðsókn að báðum
heimilunum.
Um kvöldið var Sjómannahóf á
Hótel ísland og voru gestir á milli sex
og sjö hundruð og tókst sú skemmtun
vel í alla staði.
Sjómannadagurinn þakkar skipu-
lagsnefnd og öllum þeim fjölmörgu
sem unnu að undirbúningi og fram-
kvæmd dagsins með mikilli prýði, vel
unnin störf.
Garðar Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri
Sjómannadagsins.
Þeir hlutu heiðursmerki Sjómannadagsins: Frá vinstri: Aðalsteinn Guðnason loft-
skeytamaður, Höskuldur Skarphéðinsson skipherra, Þór Birgir Þórðarson vélstjóri. Til
hœgri er Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs sem heiðraði þre-
menningana.
Hér vinna þau að útvarpsþœtti Sjómannadagsins, Bergljót Baldursdóttir og Hannes Þ.
Hafstein.
Arthur Bogason formaður Félags smábátaeigenda flytur ræðu á Sjómannadaginn 1995.