Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 51

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 51
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51 Aðalsteinn Gíslason Ósjálfráð utanlandsferð 99 B átur var sendur afAust- fjörðum að Meðal- landssandi árið 1919. Lenti í austanveðrinu mikla þetta ár og hafa verið gerðar fyrirspurnir um afdrif hans. Báturinn er nú fundinn mannlaus á Meðallandsfjöru. “ Hún lætur ekki mikið yfir sér þessi frétt í Vestmannaeyjablaðinu „Skeggja“ laugardaginn 23. ágúst 1919, þar sem hún var innanum frétt- ir af slitnum sæsíma á milli Færeyja og Hjaltlands og heyfoki undir Eyja- fjöllum. Hætt er þó við að aðstand- endum bátsverja á Fjörðum hafi ekki staðið á sama. Frásögn Jörgens Hólm Svo vill til að einn þeirra setn þekkir til þessa atburðar, Jörgen Hólm, er enn á lífi, kominn á tíræðis- aldur, búsettur á Siglufirði, eldhress og minnugur. Hann sagði undirrituð- um þessa sögu árið 1988, og er hún birt hér að nokkru leyti orðrétt eftir honum skráð. Jörgen er fæddur á Flateyri við Önundarfjörð árið 1899.10 ára göml- um var honum komið fyrir á Sórna- stöðum í Reyðarfirði og þegar hann varð sjálfráða réðist hann til Gunn- ars Bóassonar, bónda og útgerðar- manns i Teigagerði við sama fjörð. Hvalur sóttur á fjörur Hornfírðinga Gunnar lánaði Jörgen aftur Vald- óri bróður sínum, sem einnig fékkst við útgerð, til sjóróðra á vélbátnum Jennýju. Þegar straumur var hvað stærstur og ekki hægt að róa af þeim sökum sendi Valdór Jennýju í annað. Eitt af því var að sækja hval sem rek- Jörgen Hólm. ið hafði suður á fjörum Hornfirðinga og Valdór hafði keypt í því skyni að selja Héraðsbúum kjöt og rengi. Kvöð var á seljendum að leggja til annan mótorbát til að draga hvalinn austur. Þeir voru búnir að koma fyrir tómum tunnum innan í hvalnum til að auka honum flot, gera göt á sporðblöðkurnar og draga þar víra í gegn. Var nú lagt í hann. Þegar komið var austur undir Hvítinga var komin norð-austan bræla og rifnaði þá út úr annarri sporðblöðkunni og við sjálft lá að þeir misstu frá sér hvalinn, sem þá hefði rekið á fjörur Lónsbænda og orðið þar með þeirra lögmætur reki, en tapað fé Valdóri. Var því brugðið á það ráð að fara inn á Hvalneskrók- inn og búa betur um festingar. Hug- mynd þeirra var að komast undir Papey og bíða þar af sér bræluna. Svo langt komust þeir aldrei með hvalinn, þeir voru löngu búnir að missa hann frá sér áður og Hornfirð- ingar snúnir heim. Ekki fannst tang- ur né tetur af hvalnum en eitthvað rak af tómum tunnum. Hugað að strandgóssi Eitthvað virðist Valdór hafa verið orðinn fráhverfur róðrum og kann- ske tregfiskiríi fyrir austan um að kenna. 1 stað þess gerði hann félags- skap við vélsmíðameistara í Reykja- vík, Gissur Filippusson að nafni, um að bjarga strandgóssi suður á fjörum Skaftafellssýslna, þar á meðal úr tog- aranum Clyne Castel, þegar útséð var um að togaranum sjálfum yrði bjargað, en til þess hafði verið gerð athyglisverð og djörf tilraun, en það er önnur saga. Var nú að halda á strandstað suður á Bakkafjöru í Öræfum, en þar var þá fyrir m.s. Skaftfellingur og var verið að skipa út í hann kolum úr togaranum. Var því ekki um annað fyrir þá á Jennýju að gera en að bíða þar til því væri lokið. Varð það að ráði með þeim Vald- óri og Gissuri að Jenný færi með Gissur vestur á Síðufjörur, en þar hafði hann áður safnað saman kopar úr strönduðum skipum og vill hann nú nota tímann til að hirða það upp. Hann tekur með sér lítinn skjöktara sem þeir binda aftan í bátinn. Þetta var að áliðnu sumri, nótt orðin dimm og farið að halla degi þegar þeir koma vestur. Gissur biður þá að hafa ekki áhyggjur af því, hann viti nákvæmlega hvar góssið sé að finna og auk þess yrði bjart af tungli. Að tilsögn hans róa þeir honum í land, hásetarnir tveir. Formaðurinn andæfir bátnum úti fyrir ströndinni á meðan. Þeir segja Jörgen að bíða við skjöktarann á meðan þeir hinir leiti þess sem þar átti að vera. Það dimmir, tungl veður í skýjum. Jörgen heyrir óminn af samræðum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.