Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 52

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 52
52 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ þeirra félaga. Stundum heyrir hann mál þeirra greinilega eins og þeir væru mjög nærri, en stundum eins og úr langri fjarlægð. Ekki minnist hann þess að hafa áður fundið fyrir myrk- fælni. Nú setur að honum ugg. Otta! Honum verður hugsað til þeirra mörgu sem hér hafa farist, velkst um bjargarlausir í brimgarðinum á þess- ari eyðilegu strönd án minnstu vonar um björgun — enskir, franskir, þýsk- ir, spænskir, hollenskir og hver veit hverra þjóða? Ljóstýran á Jennýju finnst honum ósköp dauf og langt í burtu. Það er farið að kula af austri og brima við ströndina. Seint og um síðir koma þeir félagar hans til baka. Þeir hrinda fram skjöktaranum og róa út í Jenn- ýju, sem reynist þeim drjúgur spölur. Hvolfir undir Gissuri Um það bil sem þeir koma út í Jennýju sjá þeir hvar Skaftfellingur kemur að austan. Það er minnisstæð sjón lítt sigldum sveitamanni að sjá alla þá Ijósadýrð. Skaftfellingur mun hafa verið með fyrstu skipum af þess- ari stærð sem var raflýstur. Gissur vill hafa samband við þá á Skaftfellingi, segist jafnvel ætla að fara með þeim suður og lætur róa sér yfir í hann, en biður þá samt að doka eftir sér, hvað þeir gera drjúga stund, Aðalsteinn Gíslason, skrásetjari frásagn- arinnar. heila eillífð að þeim fannst, því alltaf er að bæta í austanáttina. Skaftfell- ingur lætur reka, enda á vesturleið, og Jenný fylgir á eftir. Loks kemur Gissur, hættur við að fara suður. Þeir eru nú komnir vestur undir Skaftárós og þegar um borð í Jennýju kemur, segist Gissur eiga erindi við bændur í Meðallandi og ætli síðan landleiðina suður og biður um að sér verði róið í land. En þá segir formaðurinn stopp, hingað og ekki lengra. Hann hætti ekki mönnum sínum í tvísýnu upp í sand, farið sé að brima eins og bæði megi sjá og heyra. Gissur sagðist þá Vélbáturinn Jent. sjálfur mundu róa í land á skjöktar- anum. Formaður segist ekki geta bannað honum það, skjöktarinn væri hans. Það sjá þeir síðast til Gissurar að það hvolfir undir honum við sand- inn. Um borð í Mac Cenzie Þá var farið að stíma austur móti vaxandi vindi og sjó. Gamli „Möller- upinn“ var hálfgert skrapatól og ekki alltof gangviss, en við týru frá olíu- lukt reyna þeir að lappa upp á hann og halda honum gangandi. Það var komið austan rok og sjólag eftir því. Jenný var 8 tonna súðbyrðingur. Mastrið mátti leggja niður ef með þurfti. Hún var búin stórsegli og fokku, en seglin komu ekki að notum í þessu tilfelli þar sem önnur mastur- styttan var brotin. í birtingu sjá þeir hvar kominn er togari sem lónar í nánd við þá. Um hádegið dúrar og þá kemur togarinn upp að þeim. Togaramenn kasta til þeirra kaðli og segja þeim að setja fast. Þegar lag gefst draga togara- menn þá til sín og gefa þeim bend- ingu um að koma um borð. Togarinn var enskur, Mac Cenzie frá Grimsy. Hann var seinna keyptur til Reykja- víkur og fékk þá nafnið Kári. Skip- stjórinn var danskur maður, þekktur hér á landi og gekk undir nafninu „Danski Pétur.“ Um borð í togaran- um fá þeir góðan viðurgjörning sem er vel þeginn eftir volkið. Málin eru rædd og „Danski Pétur“ gerir þeim grein fyrir stöðunni eins og hún kem- ur honum fyrir sjónir. Hann segist ekki vera með nóg kol til þess að koma þeim til Vestmannaeyja, né heldur að fara með þá austur á firði. Vegur sé að skjóta þeim í land í Fær- eyjum, en helst vilji hann fara með þá til Grimsby, hann fari hvort sem er strax á Islandsmið aftur. Formaður- inn tekur þetta ekki í mál, segist vilja fara aftur um borð í sinn bát og freista þess að koma honum til hafn- ar. Um kvöldið er farið að lægja og „Danski Pétur“ segist ekki geta tafið lengur. Þegar þeir koma út á þilfar er Jenný horfin. Með einum eða öðrum hætti hafði hún losnað frá togaran- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.