Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 53
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 53 Skipakvíar í Grimsby á fyrstu áratugum aldarinnar. Haldið til Grimsby Þá var sett á fulla ferð og stefna tekin á Pentil. Það er ekki örgrannt um að fiðringur hafi farið um maga þess úr áhöfn Jennýjar sem yngstur var og ekki þurfti að hafa áhyggjur af þeim sem heima biðu. Engin loft- skeytatæki voru um borð í Mac Cenzie. Þegar til Grimsby kom lét skip- stjórinn ræðismann Danmerkur vita af þrem skipbrotsmönnum frá ís- landi um borð í skipi sínu. Togara- nrenn fóru frá borði, hver til síns heima. Um borð kom vaktmaður sem sér íslendingunum fyrir mat, en lokar þá síðan niðri í káetu um nótt- ina og aðrar nætur og segir þeim óheimilt að fara í land. Á öðrum eða þriðja degi birtist á bryggjunni stórglæsilegur maður sem reyndist vera íslendingur búsettur í Grinrsby, Árni Jóhanns- eða Jó- hannesson. Hann sagðist hafa séð það í blöðum staðarins að þar væru komnir skipbrotsmenn af Islandi og hafi hann farið að spyrjast fyrir um þá á sjómannaheimiium og hótelum en ekki fundið. Þeir sögðu honum aftur á móti frá boðunum sem danska konsúlnum hefðu verið send, en ekkert hafi frá honuin heyrst. „Sá djöfull, láttu mig þekkja hann. Hann gerir aldrei nokkurn skapaðan hlut þegar íslendingar eru annars vegar. Ég skal tala við kauða.“ Að svo mæltu var Árni rokinn. Þetta var að áliðnum degi. Árni var ekki lengi í burtu. Að vörmu spori er hann kom- inn aftur, segist vera búinn að tala við ræðismanninn og í fyrramálið verði þeir sóttir. Morguninn eftir kemur Árni í leigubíl og fer með skipbrotsmenn- inna á hótel, þar sem þeir höfðu verið innritaðir. Og ekki nóg með það, hann fer með þá í verslun þar sem hann lætur þá fata sig yst sem innst og segir þá ekki þurfa að hafa áhyggjur af greiðslu þess fatnaðar. „Danski Pétur“ kemur til þeirra á hótelið og er leiður mög. Segir að það hafi verið ætlun sína að gera ann- an túr á Islandsmið, en nú hafi þetta breyst, hann fari hvergi, en að hann sé búinn að útvega þeim far til ís- lands með öðrum togara. Að skiln- aði gefur hann þeim eitt pund hverj- um og urðu þetta einu vasapeningar þeirra í þessari óvæntu utanlandsför. Þeir fóru síðan um borð í togarann Sir Alcott, sem fór nreð þá rakleitt til Vestmannaeyja. Þessi togari var síð- ar keyptur til Reykjavíkur og fékk nafnið Geir.“ Heimtir úr helju í morgun kom hingað breskur tog- ari „Sir Alcott“, með skipbrotsmenn af bátnum sem rak mannlaus á Með- allandsfjörur á dögunum. Báturinn (,,Jenný“) var frá Reyðarfirði og fór þaðan 13. ágúst....“ (Upphaf fréttar úr sama blaði laugar- daginn 30. ágúst 1919) Löngu eftir að þeir voru komnir heim til sín austur á Reyðarfjörð fá þeir boð frá sýslumanninum á Eski- firði um að þar sé reikningur frá ræð- ismanni Dana í Grimsby vegna fata- kaupa þeirra félaga þar í borg. Það fréttu þeir til Reykjavíkur af Gissuri Filippussyni að hann hafi komist heilu og höldnu til Reykjavíkur. Árið 1925 fórst vélbáturinn Oddur SU-414 frá Reyðarfirði. Hann var á leið á vertíð suður á Hornafjörð. Með honum voru sjö manns og fórust öll, þar á meðal félagar Jörgens úr þessari eftirminnilegu ferð, þeir Jón Árnason formaður og Sigurður Magnússon háseti. Blessuð veri minning þeirra. Grein þessi birtist í Sjómannadagsblaði Neskaupstaðar árið 1989. Par sem frá- gangur hennar þar var ekki að skapi höf- undar er honum Ijúft að Ijá hana til endur- birtingar í þessu blaði. Aðalsteinn Gíslason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.