Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 54

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 54
54 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Tíu ára snáði á kútter Sigríði Guðmundur Thorlacius sjómaður minnist upphafs 78 ára sjómennskuferils og vistar sinnar á skútum og togurum á öðrum áratug aldarinnar Guðmundur Thorlacius: „Það bjargaði okkur í Halaveðrinu áAgli Skallagrt'mssyni að við vorum búnirað brenna mestu af kolabirgðunum ogað afli hafði verið tregur. Skipið var því létt og kom upp úr sjóunum sem yfir það riðu. “ (Ljósm. Sjómannadagsblaðið/ AM) Guðmundur Thorlacius heit- ir hann og er 91 árs að aldri, en sýnist langtum yngri. Hreyfingar hans eru ekki gamals manns og hann segir svo skýrt og ljóst frá að það er eins og frásögnin sé af atburðum sem gerðust í gær. Allt skýrir þetta þá furðulegu staðreynd að það eru ekki nema tíu ár frá því er hann hætti á sjónum — þá 82 ára — en hann hafði þá verið fulltrúi Sölu- miðstöðvar harðfrystihúsanna um borð í frystiskipum um 30 ára bil. Svo er það enn annað sem mun fágætt er svo aldraður maður á í hlut: Hann hefur búið á sama stað alla ævi sína — að Nýlendugötu 20. Þar er hann fæddur og hefur aldrei flutt og ekki segir okkur svo hugur að hann muni gera það héðan af. Samt er enn ótalið tilefni þess að við fórum að heim- sækja hann og falast eftir spjalli. Það er að Guðmundur man skútuöldina og reri sjálfur til fiskjar á kútter frá Reykjavík, en það var árið 1914. Sjórinn gekk upp í Kvosina „Ég er fæddur þann 18. ágúst 1904 og varð því níræður á fyrra ári,“ segir Guðmundur. „Já, þá var nú öðru vísi um að litast út um gluggana hér á Nýlendugötinni. Húsið sem égfædd- ist í stendur hérna við hliðina, en við erum hér í „nýrri“ byggingu sem reist var á sömu lóð 1936. Þá blasti Grand- inn við óbyggður, og húsin stóðu skammt ofan við fjörukambinn, svo sjórinn átti til að ganga alla leið upp í Kvosina íverstu veðrum. Þá mátti og löngum sjá allmargar skútur liggja hér úti fyrir, bæði franskar og ís- lenskar, en einir kunnustu skútuút- gerðarmennirnir í Reykjavík þá voru þeir Duus, Geir Zoega og Th. Thor- steinsson. Um ættir mínar er það að segja að foreldrar mínir voru þau Margrét Oddsdóttir, ættuð úr Arnessýslu, og Ólafur Thorlacius úr Arnarfirði. Faðir minn átti tvo bræður, þá Sig- mund og Þorleif, og þeir bræður fluttust með tímanum til Reykjavík- ur og gerðust allir skútumenn. Ég hef heyrt að þetta Thorlacius- nafn sé gamalt og að það megi rekja til Þorláks biskups Skúlasonar. Mín grein af ættinni mun samt komin frá Mýrarhúsum hér í Reykjavík, sé nokkuð aftur í tímann farið. í Mýrar- húsum bjó um daga Bjarna Sívertsen Ólafur Þórðarsons Thorlacius út- gerðarmaður og kaupmaður og af honum er ég kominn. En annars kann ég varla að rekja þetta nánar. Frakkar í slipp hjá EUingsen Ég minntist á að umhverfi var heldur en ekki annað, þegar ég var að leika mér hérna í fjörunni sem barn. Sérstaklega man ég eftir Frans- mönnunum sem komu ákaflega oft hingað inn til Reykjavíkur. Skúturn- ar þeirra voru þá gjarna teknar í slipp hjá Ellingsen til aðgerðar og vorum við strákarnir mikið að sniglast í kring um þá. Þá kom fyrir að Elling- sen gamli kom og rak okkur burtu, en alltaf var það í góðu og hann skellihló þegar hann sá okkur hlaupa burtu. Við fengum sitthvað smálegt hjá Frökkunum, þar á meðal var beinakex sem þeir réttu okkur þegar við komum til þeirra og sögðum: „Fransí-biskví!“ Þessar kexkökur voru stórar og ferkantaðar og nærri bragðlausar, en okkur fannst gott að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.