Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 60

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 60
60 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ reyndist henta. En það var þá grænt á litinn og gert úr slíku efni að ógjörn- ingur var að lita það svart. Prófaði ég ótal litunarefni og fór til litunar- meistara — en ekkert dugði. Efnið hrinti öllum litablöndum frá sér, því það var úr einhverju sérstöku gervi- efni. Var það loks þegar mér hug- kvæmdist að kaupa sérstakt skólitun- arlakk hjá Gísla skósmið Ferdina- ndssyni að lausnin fannst: Lakkið tolldi á efninu og nótin varð loks til! En þessi langi smíðatími orsakað- ist annars af því að ég vildi hafa allt nákvæmlega rétt og lét ekki eftir mér að sleppa minnsta atriði — hvorki hurðarhúnum né búnaði í brú — stýri kompás og öðru. Þótt ekki sé auðvelt að koma auga á þetta allt nema með góðu ljósi þá má geta þess að glöggur athugandi mun geta séð þarna vél- símann í brúnni hvað þá annað!“ „Ég er svo stoltur af sjómönnunum okkar“ „Aldrei kom mér í hug meðan á smíðinni stóð að selja skipið og hugs- aði ég mjög lítið um hvað um það yrði á endanum. Þó varð mér ljóst — þegar ég sá hve stórt og mikið þetta var orðið — að það hlyti að eiga best heima á einhverju safni. En þegar Helliseyjarslysið varð í mars 1984 og Hjörtur Rósmann Jónsson skipstjóri fórst, en hann var sonur Hjördísar Einarsdóttur sambýliskonu minnar, ákvað ég að skipinu skyldi ég velja viðeigandi stað til minningar um hann og svo þá skipsfélaga hans sem lífi týndu. í fyrstu datt mér í hug að senda skipið á sjóminjasafnið í Vestmanna- eyjum, en vegna þess hversu stórt það var kveið ég fyrir að þurfa að flytja það svo langa leið. Því kom okkur Hjördísi saman um að verðug- ur staður mundi vera Hrafnista í Reykjavík. Færðum við heimilinu því líkanið að gjöf og er það allra álit að þar sómi það sér með hinum mestu ágætum. Hef ég orð svo margra fyrir því að sjálfum blandast mér ekki hugur um að svo sé. Mér finnst líka vænt um að vita af skipinu þarna. Ég er svo stoltur af sjómönnunum okkar, enda á ég sex bræður sem meira og minna stund- uðu sjóinn á togurunum á Akureyri. Þannig finn ég alltaf til ákaflega ná- inna tengsla við sjóinn og sjómanna- stéttina, þótt sjálfur geti ég varla far- ið fram á bryggjusporð án þess að verða sjóveikur.“ Smíði nýrrar Sigurbjargar ÓF-1 á lokastigi „Nei, þettaerekki einaskipslíkan- ið sem ég hef smíðað. Þegar þrengd- ist um aðstöðu mína fyrir norðan hér á árununum og ég minntist á þá tók ég til við að smíða annað líkan af sama skipi — en um þriðjungi minna. Er nú svo komið að ég hef að mestu leyti lokið smíði þess og mun með mestu ánægju lofa þér að líta á það. Það líkan ætla ég mér að eiga sjálfur. En fyrir utan þær tómstundir sem fara í þetta minna líkan stunda ég líka útskurð, sauma út og annað. Þér að segja geri ég aðeins það sem ég finn að mér lætur best á hverjum tíma — geri með öðrum orðum ekkert annað en það sem ég hef gaman af. Hafi ég ekki áhuga á útskurðinum gríp ég í að sauma og nenni ég ekki að sauma má alltaf huga að líkan- inu!“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.