Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 63

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 63
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63 Bœrinn á Fœti 1952. Pað er Pórður sem stendur til vinstri með barnið í fanginu en fyrir miðjit er móðir hans Evlalía. eins og það var kallað á vetrum, og það var hátíð þegar hann kom heim á vorin með rúgmjöl og annað svo það var bakað nýtt brauð og nytin batn- aði í kúnum er hlýnaði. Manni þótti gott að fá brauðið og mjólkina þegar komið var heim úr smalamennskum, en aðeins níu ára gamall var ég send- ur inn í fjarðarbotn að smala. Ég þótti snemma góður smali, en oft var maður sveittur þegar heim kom. Á vetrum var soðningin auðvitað helsta viðurværið og veturinn 1918 var það ísinn sem lá yfir öllu á sjónum og hindraði að nokkuð veiddist, sem þrengdi að búinu. Á hátíðisdögum var reynt að hafa einhvers konar til- hald í mat, ekki síst um jólin, og þá fengu allir einhverjar gjafir, helst spil og íleppa og við áttum heimagert jólatré sem koma mátti á 18 kertum. Á sumardaginn fyrsta var líka siður að hafa einhverja tilbreytni í matar- æði. Það voruókjör af berjumþarna, en sjaldan tóm til að fara til berja vegna anna við búskapinn. Þetta var mest skemmtun á sunnudögum.“ Þriggja vikna garðar Það var ekki fyrr en í júní að hægt var að láta fé úr húsi, fyrr var engu sleppt, nema þá einhverju geldrusli. Veðráttan var líka hörð og það var algengt að það gerði norðangarða og rok, sem stóðu allt að því þrjár vikur. Norðan- og norðaustanveðrin voru verst, því þá var mest verið inni við og reynt að hafa ofan af fyrir sér með því að prjóna, fara í einhverja leiki og segja sögur. íslendingasög- urnar voru lesnar og alltaf voru lesnir húslestrar. Blöð sáust varla og ég man að fyrsta blaðið sem ég sá var Tíminn. Þegar útvarpið kom 1930 var það ótrúleg breyting. Það kom fyrst í Salahúsið og þar var þá gestkvæmt, því fólk safnaðist þar saman til þess að hlusta á þetta. Já, það var mikið prjónað, enda fatnaðurinn að mestu heimafenginn. Maður gekk á kúskinnsskóm (ég fermdist á kúskinnsskóm) og það voru líka gerðir roðskór til að ganga á inni. Þeir voru þunnir og flekkóttir, því þeir voru búnir til úr hlýraroði. Það var líka oft kalt, einsog ég hef minnst á, enda húsakynnin ekki mik- ið einangruð og eldiviðurinn lakur, mest mór og hrís. Fólk fór gjarna inn í fjarðarbotn með hrísklippur til þess að safna hrísi sem við fluttum á bát- um heim. Þetta gerðunr við börnin eftir að faðir minn féll frá, því ekki var önnur aðstoð en vetrarmaður á vetrum sem oftast kom innan úr Súðavík. Skólaganga Ég var í skóla veturinn 1918 — tvo mánuði. Kennarinn hét Óskar, en ekki man ég lengur hvers son hann var. Skólinn var haldinn í Tjaldtanga og við vorum þarna átta eða níu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.