Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 68

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 68
68 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ .. Minning_______________ Kristján Sigurður Aðalsteinsson skipstjóri Fæddur 30. júní 1906 — Dáinn 14. mars 1996 Látinn er Kristján Sigurður Að- alsteinsson skipstjóri. Hann fædd- ist í Haukadal við Dýrafjörð þann 30. júní 1906 og lést í Landspítal- anum hinn 14 mars sl. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Aðalsteinsson skipstjóri og bóndi á Hrauni í Dýrafirði f. 18. júní 1878 og kona hans Kristín Krist- jánsdóttir frá Vattarnesi í Múla- sveit f. 30. apríl 1877. Systkini Kristjáns voru Pétur vélstjóri f. 1910 og Aðalbjörg f. 1914. Kristján kvæntist 8. júlí 1937 eftirlifandi eiginkonu sinni Báru, f. 17. apríl 1911 á Akureyri, dóttur Olafs Sumarliðasonar stýrimanns á Akureyri og konu hans Jóhönnu Björnsdóttur. Dóttir þeirra er Erna lyfjafræðingur f. 17. maí 1938. Maður hennar er Guð- mundur B. Steinsson apótekari. Þau eiga tvo syni. Kristján tók farmannapróf frá Stýrimannaskólanum 1932, en sjómennsku hóf hann á skútunni Pilot frá Bíldudal 1921. í ágúst 1922 varð hann háseti á es. Vil- lemoes og var þar til haustsins 1926. Því næst var hann háseti á es. Lagarfossi I og es. Goðafossi II þar til í okt 1931 og á es. Brúar- fossi I frá maí 1932 til des. 1933 og leysti þá stýrimenn af í orlofum þeirra. Hann var 2. stýrimaður á es. Heklu frá ársbyrjun 1934 til febrúar 1935, síðan 3. og 2. stýri- maður á es. Gullfossi I 1935 til 1940 er Gullfoss var hertekinn af Þjóðverjum. Kristján kom heim með ms. Esju ásamt skipstjóra og skipshöfn um Petsamo í okt. 1940. Kristján Sigurður Aðalsteinsson Hann var 2. stýrimaður á es. Selfossi I og es. Lagarfossi I framan af ári 1941, en fór á miðju ári á es. Brúar- foss I og var þar 2. stýrimaður fram á árið 1948. Þá 1. stýrimaður á sama skipi til 1950 og síðan á ms. Lagar- fossi II og ms. Gullfossi II þar til á árinu 1953. Á þessum árum gegndi hann skip- stjórastörfum í forföllum skipstjór- anna, en varð fastráðinn skipstjóri hjá Eimskipafélagi Islands í okt. 1953. Fyrst var hann skipstjóri á ms. Tröllafossi og fleiri skipum félagsins og síðan skipstjóri á ms. Reykjafossi II frá sept. 1954 til mars 1958. Hann tók við skipstjórn á ms. Gullfossi II 21. mars 1958. Var síðan óslitið með Gullfoss þar til hann var seldur úr landi í okt. 1973. Lét Kristján þá af sjómennsku á 68. aldursári. Kristján var ráðinn um- sjónarmaður Þórshamars, húss Alþingis, árið 1973 og starfaði þar í 13 ár. Kristján gekk í Skipstjórafélag Islands 2. ágúst 1955. I stjórn þess var hann frá 27. desember 1957 til 13. ágúst 1962. í stjórn Stýri- mannafélags íslands 1935 til 1946. Forseti Farmanna og fiskimanna- sambands íslands 1961 til 1963. Varamaður í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 1962 til 1965. Heiðursfé- lagi Skipstjórnarfélags íslands frá 28. desember 1985. Heiðursfélagi Stýrimannafélags Islands 19. febr- úar 1994. Sat í skólanefnd Stýri- mannaskólans 1972 til 1977 og var fyrsti formaður skólanefndar. Jafnframt átti hann sæti í Sjó- og verslunardómi Reykjavíkur um árabil. Kristján var sæmdur riddara- orðu hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1960 og stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1967. Hann var útnefndur riddari af 1. gráðu í Dannebrogsordenen 4. júlí 1973. Hlaut heiðursmerki Sjómannadagsins. Hlaut viður- kenningu frá Bretum og frá stjórn framkvæmdastjóra Eimskipafé- lags Islands fyrir djarfmannlega framgöngu við björgun skipshafn- ar es. Daleby árið 1942. Sjómannadagsráð þakkar Kristjáni áralangt og farsælt sam- starf og vottar eftirlifandi ættingj- um hans dýpstu samúð sína.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.