Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 68
68
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
.. Minning_______________
Kristján Sigurður Aðalsteinsson
skipstjóri
Fæddur 30. júní 1906 — Dáinn 14. mars 1996
Látinn er Kristján Sigurður Að-
alsteinsson skipstjóri. Hann fædd-
ist í Haukadal við Dýrafjörð þann
30. júní 1906 og lést í Landspítal-
anum hinn 14 mars sl.
Foreldrar hans voru Aðalsteinn
Aðalsteinsson skipstjóri og bóndi
á Hrauni í Dýrafirði f. 18. júní
1878 og kona hans Kristín Krist-
jánsdóttir frá Vattarnesi í Múla-
sveit f. 30. apríl 1877. Systkini
Kristjáns voru Pétur vélstjóri f.
1910 og Aðalbjörg f. 1914.
Kristján kvæntist 8. júlí 1937
eftirlifandi eiginkonu sinni Báru,
f. 17. apríl 1911 á Akureyri, dóttur
Olafs Sumarliðasonar stýrimanns
á Akureyri og konu hans Jóhönnu
Björnsdóttur. Dóttir þeirra er
Erna lyfjafræðingur f. 17. maí
1938. Maður hennar er Guð-
mundur B. Steinsson apótekari.
Þau eiga tvo syni.
Kristján tók farmannapróf frá
Stýrimannaskólanum 1932, en
sjómennsku hóf hann á skútunni
Pilot frá Bíldudal 1921. í ágúst
1922 varð hann háseti á es. Vil-
lemoes og var þar til haustsins
1926. Því næst var hann háseti á
es. Lagarfossi I og es. Goðafossi
II þar til í okt 1931 og á es. Brúar-
fossi I frá maí 1932 til des. 1933 og
leysti þá stýrimenn af í orlofum
þeirra. Hann var 2. stýrimaður á
es. Heklu frá ársbyrjun 1934 til
febrúar 1935, síðan 3. og 2. stýri-
maður á es. Gullfossi I 1935 til
1940 er Gullfoss var hertekinn af
Þjóðverjum. Kristján kom heim
með ms. Esju ásamt skipstjóra og
skipshöfn um Petsamo í okt. 1940.
Kristján Sigurður Aðalsteinsson
Hann var 2. stýrimaður á es. Selfossi
I og es. Lagarfossi I framan af ári
1941, en fór á miðju ári á es. Brúar-
foss I og var þar 2. stýrimaður fram á
árið 1948. Þá 1. stýrimaður á sama
skipi til 1950 og síðan á ms. Lagar-
fossi II og ms. Gullfossi II þar til á
árinu 1953.
Á þessum árum gegndi hann skip-
stjórastörfum í forföllum skipstjór-
anna, en varð fastráðinn skipstjóri
hjá Eimskipafélagi Islands í okt.
1953. Fyrst var hann skipstjóri á ms.
Tröllafossi og fleiri skipum félagsins
og síðan skipstjóri á ms. Reykjafossi
II frá sept. 1954 til mars 1958.
Hann tók við skipstjórn á ms.
Gullfossi II 21. mars 1958. Var síðan
óslitið með Gullfoss þar til hann var
seldur úr landi í okt. 1973. Lét
Kristján þá af sjómennsku á 68.
aldursári. Kristján var ráðinn um-
sjónarmaður Þórshamars, húss
Alþingis, árið 1973 og starfaði þar
í 13 ár.
Kristján gekk í Skipstjórafélag
Islands 2. ágúst 1955. I stjórn þess
var hann frá 27. desember 1957 til
13. ágúst 1962. í stjórn Stýri-
mannafélags íslands 1935 til 1946.
Forseti Farmanna og fiskimanna-
sambands íslands 1961 til 1963.
Varamaður í borgarstjórn
Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn 1962 til 1965. Heiðursfé-
lagi Skipstjórnarfélags íslands frá
28. desember 1985. Heiðursfélagi
Stýrimannafélags Islands 19. febr-
úar 1994. Sat í skólanefnd Stýri-
mannaskólans 1972 til 1977 og var
fyrsti formaður skólanefndar.
Jafnframt átti hann sæti í Sjó- og
verslunardómi Reykjavíkur um
árabil.
Kristján var sæmdur riddara-
orðu hinnar íslensku fálkaorðu
17. júní 1960 og stórriddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní
1967. Hann var útnefndur riddari
af 1. gráðu í Dannebrogsordenen
4. júlí 1973. Hlaut heiðursmerki
Sjómannadagsins. Hlaut viður-
kenningu frá Bretum og frá stjórn
framkvæmdastjóra Eimskipafé-
lags Islands fyrir djarfmannlega
framgöngu við björgun skipshafn-
ar es. Daleby árið 1942.
Sjómannadagsráð þakkar
Kristjáni áralangt og farsælt sam-
starf og vottar eftirlifandi ættingj-
um hans dýpstu samúð sína.