Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 71

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 71
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 71 nef, líklega á leiðinni niður á Lands- bókasafn eða þá á leið heim að Þing- holtsstræti 23, en þar hafði hann dá- litla skrifstofu, sem jafnframt var af- greiðsla rita þeirra sem hann hafði tekið saman um Grænland. Þarna var um að ræða feiknamikil rit. Ber þar fremst að telja „Réttarstaða Grænlands, nýlendu íslendinga,“ sem var um 1600 síður og „Land- könnun og landnám íslendinga í Vesturheimi,“ sem var einar 1500 síður. Auk þess hefði mátt fá þarna doktorsritgerð fræðimannsins „Grönlands Statsretslige Stilling í Middelalderen,“ sem hann varði við háskólann í Osló 1928 og bæklinga á borð við „Grænland á krossgötum,“ „íslendingar eiga Grænland,“ „A Is- land ekkert tilkall til Grænlands?“ og bæklinga á dönsku og þýsku um sama efni. Óneitanlega var Jón talinn sérvitr- ingur af sumum mönnum, en hvað sem því líður munu fáir hafa treyst sér til að bera brigður á það að þekk- ing hans á málinu og þær upplýsingar sem hann hafði aflað sér voru með fádæmum. Hann var fæddur árið 1888 í Fljót- um í Skagafirði, lauk stúdentsprófi árið 1913 og stundaði nám í sam- vinnufélagsfræðum í Danmörku og Skotlandi. Eftir það stundaði hann nám í hagfræði og varð cand. polyt. í Höfn árið 1919. Stundaði hann því- næst nám í bankamálum í Bretlandi ogáN orðurlöndum og var nokkur ár starfsmaður ríkis og borgarstjórnar í Kaupmannahöfn. Árið 1926 gerðist Jón svo stórkaupmaður, en snýr brátt baki við því starfi og snýr sér að þeim verkefnum sem áttu hug hans allan upp frá því — að rannsaka og safna heimildum um sögu Grænlands og réttarstöðu. Baráttuárin Á námsárum sínum í Kaupmanna- höfn komst Jón í kynni við margs konar skjöl og handrit varðandi sögu Grænlands. Þetta viðfangsefni tók hann svo föstum tökum að alla tíð síðan óx það með honum uns það var eina starfið til hinstu stundar. Árið 1928 þegar deila Norðmanna Grœnlendingar sjálfir gleymdust að mestu í hita umrœðunnar og Dana um Grænland stóð sem hæst vann Jón það afrek að vinna sér doktorsnafnbót í lögum fyrir ritgerð um berhögg við kröfu Norðmanna. Tókst honum þetta, en sagt er að Danir hafi gert hvað þeir gátu til þess að koma í veg fyrir það. Nú sneri Jón sér að alefli að því að undirbúa útgáfu heildarverka um rannsóknir sínar á sögu Grænlands, og kom fyrsta bindið af „Landkönn- un og landnám íslendinga í Vestur- heimi“ út árið 1941. Jón fékk dálítinn ríkisstyrk til verksins en treysti annars á að menn myndu fjármagna verkið með áskriftum, en þar fór verr en skyldi: Þegar til þess kom að innheimta áskriftargjöldin fyrir þessi miklu rit konr í ljós að margir vildu ganga úr skaftinu. Kom það sér illa fyrir út- gefandann sem var fátækur að fjár- munum og lenti í erfiðleikum með áframhald útgáfunnar. Við þetta bættist það að hann var þjakaður af brjóstveiki mestan hluta ævinnar. Árið 1957 henti hann svo það slys að húsið við Þingholtsstræti brann til kaldra kola á jólanótt og fórst þar mestur hluti af útgáfunni þótt verðmætustu handritum sínum fengi hann bjargað. Jón Dúason lést í maí 1967 og er óhætt að segja að hljótt hafi verið um baráttumál hans upp frá því. Hug- myndirnar um að Islendingar gerist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.