Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 75

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 75
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 75 ist fara á síldveiðar í félagi við Sig- urður Eilífsson. Sigurður átti bát þann sem Arinbjörn hét, 105 tonn að stærð, en hins vegar skorti hann bæði nót og nótabáta sem Agúst gat lagt til. Réð ég mig á nú á umræddan Arinbjörn með þeim félögum sumar- ið 1950. Þetta gekk ágætlega framan af og við komumst þarna „yfir á hlut“, eins og það var kallað, en svo brældi upp, við lágum langtímum saman inni á Húsavík, og þá var ágóðinn skjótur að étast upp hjá út- gerðinni. Nú fór togaraverkfall og reiðileys- istími í hönd og var það ekki fyrr en um haustið 1950 að ég fékk pláss og þá á Elliðaey VE-10 frá Vestmanna- eyjum. Skipstjórinn var Halldór Guðmundsson. Var ég óslitið á henni fram til þess tíma þegar henni var lagt sumarið 1953, en við fiskuðum mikið þann tíma sem ég var á því skipi. Til marks um hve eftirsótt pláss á Elliðaeynni voru er það að af 33 manna áhöfn var aðeins skipt um sex menn meðan ég var þar. Eitt sinn gerðist það um borð í Elliðaeynni að við vorum á leið frá Vestnrannaeyj- um til Reykjavíkur og höfðum um borð hjá okkur nýja uppfinningu, flottroll, sem kallað var „Breið- fjörðstroll.“ Köstuðum við um þrjár mílur frá Tvídröngum og fengum þarna hvorki meira né minna en 105 tonn í þrem hölum! Fiskaðist óhemja í þessi veiðarfæri á þeim árum.“ Á Fylki „Þegar vist minni á Elliðaey lauk réð ég mig á togarann Fylki með Auðuni Auðunssyni skipstjóra og var það þann 14. ágúst 1953. Á Fylki var ég allt til þess tíma þegar hann fór niður með svo sviplegum hætti þann 14. nóvember 1956, og úr því þú bið- ur mig að rifja þetta slys upp er ekki nema sjálfsagt að verða við því. Fylk- ir var sem menn vita einn hinna svo- kölluðu nýsköpunartogara, 677 tonna skip. Við vorum staddir í Þverálnum um 25 sjómílur norður af Straumnesi og liöfðunr við verið að veiðum vestra í átta daga. Ég var á leið á næturvakt með Þorbirni Þorbjörnssyni úr Mela- sveit, en Þorbjörn var bátsmaður á skipinu. Við vorum ræstir um klukk- an tólf á miðnætti og var veður með þeim hætti að nokkur ólga var í sjó og frost og þegar við litum út yfir borð- stokkinn mátti sjá að ísdiskar, svo- nefndir „hungurdiskar“ voru á floti á sjónum. Við fórum aftur í og þegar við höfðurn lokið við að fá okkur kaffisopa og búið var að setja stím- vakt, segir Þorbjörn að við skulum fara framí og splæsa rópa. Við héld- um því fram í netalest, en þar voru tvær róparúllur geymdar, og að þess- ari iðju vorum við uns kallað var til okkar að láta trollið fara. Ég ætla að það hafi verið um klukkan fimm um nóttina og þegar trollið hafði verið látið fara var sett trollvakt. Sá sem á trollvaktinni var hét Steingrímur El- íasson. Stóðst það á endum að þegar slegið var úr blökkinni og tekið að hífa inn trollið var klukkan hálf sjö og komið að vaktaskiptum.“ Lenti undir forvængnum „Þar með fór ég fram í eins og lög gera ráð fyrir og háttaði. En ekki „Á Fylki fundum við Fylkismiðin og Ný- fundnalandsmiðin. “ (Ljósm.: AM) hafði ég lengi legið í kojunni þegar mér þykir ég heyra óvenjulega skruðninga og ályktaði þegar sem svo að skipið hefði borist inn í eitt- hvert íshröngl. En í sömu andrá heyri ég kallað að skipið sé að sökkva! Ég dreif mig óðara framúr, fann buxurn- ar mínar í myrkrinu og fór í þær og Togarinn Fylkir sem fórst eftir árekstur við tundurdufl 1956.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.