Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 76

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 76
76 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ greip um leið pokaskjatta sé ég átti með ýmsum fötum og hugðist klæða mig þegar upp kæmi. Eg hljóp upp berfættur, en þegar upp kom reynd- ist ég hafa gripið pokann með þeim hætti að allt hafði fallið úr honum og ekki annað eftir en þykkur, hálferma bómullarbolur, sem ég þegar fór auðvitað í. Uppi á dekkinu varð fyrir mér maður sem hét Gunnar Eiríksson frá Dvergasteini í Vestmannaeyjum. Eins og síðar kom fram reyndist skip- ið hafa lent á tundurdufli sem tætti stórt gat á fiskilestina og drap á ljósa- vélinni í sömu andrá, og við spreng- inguna hafði það einnig gerst að fremri vængurinn kastaðist innbyrðis og umræddur Gunnar Eiríksson varð undir honum. Maður sem Jóhann hét var í óðaönn að skera hann laus- an, en ég man að Gunnar sagði: „Látið þið mig bara vera og bjargið sjálfum ykkur!“ Þetta var hetjulega mælt, en við tókum hann undir eins og bárum hann aftur á bátadekk. Þar settum við hann á ristina aftan við skorsteininn og þar sat hann, en ég hljóp fram að brúarvængnum, sótti bjarghring og fór með hann aftur á. En þegar ég kem aftur á hafa menn- irnir hópast þar saman og nær strax byrjað að reyna að koma út bak- borðsbátnum. Við Valdimar Einars- son 2. stýrimaður frá ísafirði, Guð- jón Sigmundsson frá Vestmannaeyj- um og ég tókum þegar að reyna að koma bátnum út, en þá vildi ekki betur til en svo að bátauglurnar voru ryðgaðar fastar. Þó hafði allur þessi búnaður verið liðkaður þegar togar- inn var í slipp í desember og fram í janúar veturinn áður. En á þeim tíma sem liðinn var hafði þetta allt fest aftur. Svo háttaði til að undir bakborðs- bátnum hafði verið komið fyrir björgunarfleka sem fylltur var korki. Þennan fleka var nú reynt að losa, festur gils í hann og reynt að draga hann lausan. Það tókst um síðir, en því miður reyndist flekinn þá brot- inn. Eigi að síður fóru sex menn út á þennan fleka og voru það þeir Vald- emar Einarsson, Kristmundur Þor- steinsson, Jörundur Sveinsson loft- skeytamaður, Friðrik Strandberg, Þessi mynd er tekin um það bil sem Árni Jón hóf sjómennsku 1948. Magnús Jóhannsson og Guðjón Sig- mundsson frá Vestmannaeyjum.“ Báturinn féll niður á sjóinn „Skipinu hallaði æ meir í stjórn- borða og bakborðslífbátinn var nú augljóslega vonlaust að ætla sér að sjósetja. Og þegar nægilega mikil slagsíða var komin á togarann var stjórnborðsbáturinn látinn síga niður með stefnið á undan. Ég var beðinn að fara fram í hann og setja í hann negluna en ekki var ég fyrr kominn um borð í hann en skipið lagðist flatt á stjórnborðssíðuna. Við það féll báturinn niður á sjóinn og hefði ekki einmitt svona viljað til hefði báturinn farið inn í ganginn og farið niður með skipinu. Allir flykktust nú um borð í bátinn og voru menn mjög hræddir um að hann kynni að sogast niður með skip- inu sem komið var að því að sökkva. Var því þegar tekið að róa frá. En þá reyndist spotti frá fjórskorinni talíu á uglunum enn um borð í lífbátnum. Dróst hann úr talíunni þegar við lögðum frá og var loks aðeins ein- faldur strengur milli talíunnar og líf- bátsins. En í sama bili sjáum við að einn vélstjóranna, Þórður hét hann, birtist á dekkinu um borð í skipinu. Hafði hann verið á vakt niðri í vél. Þórður greip um spottann í talíunni og hugðist draga lífbátinn nær skip- inu, en við Guðmundur Guðmunds- son frá Laufdal í Tálknafirði og ég leituðumst hins vegar við að draga hann á spottanum út í bátinn. Kvað einn skipverja þá upp úr um það að við skyldum skilja Þórð eftir, tók upp hníf og skar á taugina mitt á milli þess staðar þar sem ég hélt um hana og hins vegar Guðmundur. Þar með hafði ég einn tak á spottanum sem lá út í skipið og tókst mér nú að draga manninn út að lífbátnum og alveg upp að borðstokknum. Þórður var stór og þungur maður og þar að auki í þungum frakka. Dróst hann þannig að bátnum að bakið á honum vissi að síðunni. Náðum við Guðmundur á honum taki og tókst með erfiðismun- um að drösla honum upp í bátinn með höfuðið á undan. Þar með rerum við bátnum hvað af tók frá skipinu og munu hafa liðið einar 40 mínútur þar til togarinn Hafliði frá Siglufirði kom og bjargaði okkur. Hafði hann séð neyðarblys sem við skutum upp og heyrt neyðar- kall, sem Jörundur Sveinsson loft- skeytamaður okkar sendi út. Við vissum þó ekki hvort neyðarkallið hefði heyrst, því loftnetið hafði slitn- að viður við sprenginguna. Hafliði var með trollið á síðunni, en hirti ekki um að taka það inn áður en hann setti á fullt stím rakleitt til okk- ar, heldur tók það inn á leiðinni. Vel gekk að koma mönnunum um borð í Hafliða og fór hann með okkur inn til ísafjarðar.“ Féll útbyrðis og kastaðist inn aftur „En þar sem myrkur var gat Haf- liði ekki auðveldlega komið auga á okkur. Bjargaði þá sú ráðkænska eins af áhöfninni, Hafsteins Gunn- arssonar, að hann saup á olíu og blés henni tvívegis á logandi eldspýtu svo allmikill glampi myndaðist. Skömmu síðar lýstu kastarnir á Hafliða bátinn upp. Sem betur fór hlutu aðeins tveir af áhöfninni alvarleg meiðsl. Annar var Gunnar Eiríksson sem fékk sjó í lungun, en hinn var Ólafur Halldórs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.