Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 80

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 80
80 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ íslensk byssuskytta á spjalli við Danakóng Hér segir frá því þegar Jón Ólafsson Indíafari sigldi á kóngsskipinu Spes til Noregs og mörgu undarlegu, yfirnáttúrulegu og spaugilegu sem við bar í þeirri ferð Illur fyrirboði „Á því fyrsta ári, er ég kom undir kónglegt regimenti árið 1616, var kóngsins lífskip í smíði á Bremer- hólmi, sem í fyrstu kallaðist Caritas, en síðar fyrir nokkurt tilefni Patien- tía. Á því ári 1616 var haldinn herra- dagur í Osló í Noregi með kónginum og öðrum af ráðinu. Var canceler- inn, Christian Friis, hver eð á þann tíma var mjög á aldur kominn, undir eða yfir áttrætt. Og um kvöldið til Osló, nær hann ineð kónginum og öðrum herrum var til borða uppisitj- andi, kenndi hann sig veikan orðinn og bað kónginn innilega um að hann mætti út flytjast strax til skips þess er hann kom með til Kaupinhafn það- an, sem var Fides, og að morgni komast á heimleið, hvað kóngurinn góðmannlega samþykkti. En um nóttina nærri miðnætti andaðist hann og strax að morgni heimleiðis fluttur. Nú sem hans frú, Mette eða Matt- hildur, það spurði, brá henni undar- lega þar við og var sagt að hún hefði rangan grun að öðru vísi mundi skeð hafa um hans dauða. Nefnt var að hún mundi ósæta samvisku hafa til kóngsins og var kóngur af trúum vin- um aðvaraður þar um, að hann til sjós og lands sem best með Guði sig athugaði.“ Lífskip konungs hrekur upp á sandrif „Á því ári 1617 um vorið ásetti kóngur sér enn þá sem fyrri út að sigla með sínu skipi Patientia. Um kvöldið var við lokið að l'lytja til skips, hvað við þurfti, en um morg- uninn vildi kóngur út reisa. Um nótt- ina kom svo mikil ógn af austri að undrum gegndi, og menn hugðu hús og turnar niður hrapa mundu. Það varaði nær hálfa eykt. En í þeim sama byl hrakti kóngsins lífskip upp á sandrif nokkur er lágu fyrir utan Bremerhólm, úr flotanum 1 hundrað skipa, er þar lágu, og um koll á stjórnborðssíðuna, og rann sjór inn af hverju porti, því stykkin lágu öll úti. Svo skemmdist allur farkostur fólksins með kóngsins öllu meðfylgj- andi. Hann sjálfur, kóngurinn, ásamt öllum honum þénandi, sem var kapteinar, skipherrar, byssu- skyttur bátsmenn, timburmenn og hofþénarar, sem þar daglega við voru í hálfan mánuð skipið aftur við að rétta, hvað og skeði með stórum erfiðismunum. Þá umbreyttist skips- ins nafn, sem áður hét Caritas, en með því að slík raun og reynsla það yfirféll, lét kóngurinn nefna það Pat- ientía." Enn nýtt áfall Patíentíu „Skömmu seinna en þetta skeði lét kóngurinn til búa upp á nýtt þetta sitt skip til siglingar að reyna þess gang, stöðugleik og ferð undir seglum með öðru vel siglandi skipi, Spes að nafni. Nokkrum dögum fyrr lét kóngurinn það spyrjast út um landið að hann með þessu skipi vildi afreisa. En sem skipin vildu frá höfnum halda, lét kóngurinn setja sig með bát til hins skipsins. Á þessum degi var gott veð- ur með sólskini. I þann tíma lá ég sjúkur í köldu, og varaði í 18 vikur sá sjúkdómur. — Og nær sem skipin undir þeirra seglum voru komin út fyrir Drageyri í hægri kylju, kom einn andgarður svo geysi- lega hart, að stórmastrið, sem var samsett af 9 trjám og var tveggja eður 3ja feðminga að þykkt, hrökk í sund- ur og í einu út í sjó með 12 mönnum, er í merskörfunni sátu, af hverjum einn þeirra andaðist og kóngur syrgði mjög með tárum og kvað hann sitt líf fyrir sig misst hafa. Þeirra börn lét hann taka, þau sem vaxin voru, en þeirra móður einum bátsmanni gifta. I þriðja sinn var ég með, þá kóngur- inn sigldi þessu skipi ofan í Eyrar- sund og tókst þá allt vel.“ Hauslaus maður fljótandi í tunnu „Páskadaginn sjálfan, þegar öll kóngsins skip lágu á straumnum fyrir utan Bremerholm undir sínu skarti, sem er skansklæðum umkring alla borðstokka og allar merskörfur, með sín flögg á toppum og bolsaner frá rámúlum, undir predikun, rak eina tunnu tvíbotnaða að skipinu Patien- tía, en sá maður er bar dagvakt, brá karnatskrókum á þessa tunnu og inn- byrti hana, því hann hugði gagnlegt nokkuð inni vera mundi. En nær hann tunnuna opnaði var þar inni höfuðlaus, dauður maður liggjandi. Maðurinn var felmtsfullur og út- hæfði tunnunni aftur í sjó. Síðan gjörðist stór reimleiki lengi í skipinu, hvers 9 menn urðu við varir, á meðal hverra var ég einn, hvern ver fengum yfir höfuðið, hvar yfir kóngur sig mjög aumkaði og daglega vitjaði vor sjálfur og tilskikkaði sínum mat- gjörðarmanni oss þá heilnæmustu fæðu að bera. Þetta var í öðru sinni er ég siglda innanborðs á þessu skipi með kónginum ofan í Eyrarsund. Guð veitti oss aftur vora heilbrigði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.