Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 93

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 93
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 93 ÆGIR. mAnaðarrit um fiskiveiðar og farmensku. 2. áru. | Reykjavik, Desember 19 0 6. j 6. blað. Typlinmii’ MnuniiBwin JCyvindur IOvvíiuInmuh hkipsklj. n kutlcr »lllgvnr«. nlýrlni. á »S«i|»ltic Wi’lhley*. Dmínuði 7. «/.r. il/otí. Drukuuói 7. apríl lOOtí. Forsíðci tímaritsins Ægis í desember 1906. Efst til vinstri er mynd Jafets E. Ólafssonar skipstjóra á Sophie Wheatly en efst til hægri mynd Bjarnar Gíslasonar skipstjóra á Emilie. Neðst til vinstri er Tyrfingur Magnússon skipstjóri á Ingvari en neðst til, hægri Eyvindur Eyvindsson stýrimaður á Sophie Wheatly. 1 miðið er Loftur Loftsson stýri- maður á kútter Önnu Breiðfjörð, en hann fórst tveimur dögum fyrir Ingvarsslysið. ef vera kynni að unnt væri að fara út, mönnunum til bjargar. En svo var ekki. Þótt 12-14 manns ynnu að því að draga bátinn, lá við að það rnissti hann úr höndum sér í verstu hviðun- um. Brimrótið var ægilegt, meira en nokkur mundi til á þessum stað. Ekki leið á löngu uns Ingvar fór að liðast sundur í rótinu. Möstrin tóku sjó og munu þá allmargir skipverjar hafa fallið útbyrðis. Aðrir komust að öldustokknunr sjávarmegin þar sem þeir héldust við stutta stund, en síðan slitnuðu þeir þaðan einn af öðrum og hurfu í brimrótið. Nokkrir mannanna bárust með brimrótinu upp að ströndinni en eng- inn þeirra náðist áður en útsogið hreif þá aftur með sér af ægihraða út að skipsflakinu. Var aðeins kurl úr skipinu sem barst á land, svo og nokkur mölbrotin koffort skipverja. Það var ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar sem fyrsta líkið náðist úr sjónum. Það var borið heirn í Viðeyjarkirkju og lagt þar á gólfið. Aður en dagur var að kveldi kominn hafði 11 lík rekið í Viðey, mörg illa útleikin eftir að hafa velkst um í brimrótinu. Þau voru öll borin í kirkjuna og raðað þar hlið við hlið. Tíu þeirra rak upp í víkina milli svo- nefnds Virkis og Eiðishóla. Þar rak og skipsskrokkinn upp í fjöruna. Mun hann hafa losnað er akkerisspil- ið brotnaði með flóðinu um kvöldið. Nokkrum dögum seinna kom vél- bátur með líkkistur og marga menn. Voru líkin kistulögð í kirkjunni og síðan flutt til Reykjavíkur.“ Viðbrögð Eggerts Briem „Húsbóndinn í Viðey, Eggert Briem, tók sér þetta slys ákaflega nærri og var hann ekki samur maður lengi á eftir. Sagði hann oft að hann hefði heldur viljað missa Viðey en þetta hefði komið fyrir. Meðan skip- ið stóð á skerinu var hann nærri hamslaus út af því að geta ekkert gert. Skipaði hann m.a. að setja út fjögurra manna farið og fara út að skipinu og ætlaði auðvitað sjálfur með. En gamalreyndir sjómenn sem nærstaddir voru sýndu honum fram á að slíkt væri óðs manns æði, þar sem holskeflubrim væri alla leið frá skip- inu heim að túni. Bátur var í svo- nefndri Brekkuvör (Áttæringsvör) sem er sunnan við Virkið. Þangað fór Eggert einn og hratt bátnum fram og ætlaði að leggja út. En þessu var veitt eftirtekt í tæka tíð og var báturinn tekinn af honum. Frá þessu sagði Jónas Magnússon síðar bóndi í Star- dal. Jónas minnist einnig konu nokkur- rar sem var í Viðey, Maríu Guð- mundsdóttur, fyrir stillingu og kjark. María var sú eina af stúlkunum sem fékkst til þess að taka á móti líkunum við kirkjudyrnar jafnóðum og þau voru reidd heim, draga af þeim sjó- klæði, þvo þau og ganga síðan frá þeim í kirkjunni. Oft bar það við að hún fór ein út í kirkju á meðan líkin voru þar, ef eitthvað þurfti að sækja þangað. Langan tíma á eftir var leit- að meðfram sjónum í Viðey hvort ekki kæmu fleiri lík á land. María fór
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.