Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 99

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 99
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 99 — Góðan daginn segi ég. — Góðan daginn, segir hún aftur og er furðu skýrmælt. — Ég vona að hún sé við hún Alda. - Hvurþá? — Alda, segi ég og brýni raustina. — Ég þarf að koma dálitlum hlut til hennar. Gamla konan sýnist hugsa sig um, eins og hún sé að leita í huga sér meðal margra sem um sé að ræða. — Hún er uppi, segir hún loks. — Þá ætla ég að líta til hennar. — Gjörðu svo vel. Hún stendur í sömu sporum og horfir á eftir mér upp tröppur úr steinsteypu, sem losnað hafa að nokkru frá húsinu, svo breið glufa lýkst upp við þrep útidyranna. Ég kem í litla forstofu, sem klædd er brúnum og mjög lúðum olíudúk. Dyr hallast að stöfum fyrir framan mig. Ég ber, varlega, legg við hlustir, herði svo upp hugann og geng inn fyrir. Nú tekur við lítill gangur og hér er um tvennar dyr að ræða, en ég sé fljótt að aðrar þeirra eru negldar aftur. Ég legg eyrað að hinum dyrunum og fyrir innan má heyra nið frá bunandi vatni. Hún stendur fyrir framan vask og er að þrífa vöfflujárn. Vatnið bunar í vaskinn úr krana sem gnæfir hátt yfir hann, tengdur á svarta pípu og er í laginu eins og gálgi. Hún er klædd í ljósbláan serk eða kjól, enn ljósblárri vegna þess hve oft hann hefur verið þveginn, enda alveg tárhreinn. Þótt ástand hennar leyni sér ekki er hún jafn grönn í andliti og hún var, kannske grennri... — Alda.. .segi ég aðeins, þegar hún lítur upp? En hvað segi ég fleira? Voru það kannske ekki venjuleg orð. Ég heyri ekki heldur hvað hún segir, en sé að hún flýtir sér að leggja frá sér vöfflu- járnið og skrúfar fyrir vatnið. Svo er hún rokin eftir einhverju að þurrka sér um hendurnar á. — Sæmi! hrópar hún upp yfir sig, gengur til mín, grípur um höndina á mér og hristir hana innilega. Augun geisla af ánægju. Hún er mér svo und- arlega ný. Svo er það svo ólíkt henni að heilsa með handabandi. Hún stendur þegjandi nokkra stund og horfir á mig brosandi, en tekur svo viðbragð og strýkur hárið frá enninu. — Jæja, fáðu þér sæti. Ég sest á kollstól við lítið borð, sem köflóttur vaxdúkur er festur á með teiknibólum. Hún stendur með hönd á hnakka sér og horfir á mig og segir ýmist —jæja eða —ja,hérna, meðan ég skýri hvernig á komu minni stendur —Hvammáin, síldarmjöl, Lowestoft... — Og bara þriggja tíma stopp? end- urtekur hún og rýkur eftir kaffikönnu sem stendur á eldavélinni og minnir á sig með litlum smellum af og til. Pað kemur mér á óvart að hér skuli vera rafmagnseldavél. — Þú færð þér þó vöfflur hjá mér, segir hún og ég kem auga á lítinn hlaða af gulum og mjúkum vöfflum á diski í gluggakistunni. — En hvernig fannstu mig..? Já, það hefur verið hann Óli, segir hún og brosir, þegar ég minnist á banjóleikar- ann. — Hann er driffjöðrin í öllu fjöri hér í Víkunum. Annars spila þeir alveg vonlausa tónlist, ógurlega gamaldags. Ég finn að þetta er rétta augnablikið til þess að bera upp erindið. Enn hefur hún ekki veitt því eftirtekt sem stendur við hliðina á stólnum sem ég sit á. — Eiginlega kom ég til að skila Garrar- dinum, segi ég. — Hvaða Garrardi? Nei, ertu frá þér. Þú hlýtur að vera eitthvað skrýt- inn... Hún stendur orðlaus og svo fer hún að hlægja. — En ég var alveg búin að gleyma honum. Af hverju hentirðu honum ekki? Hann var orðinn ónýtur. — Ég lét gera við hann, segi ég. — Hann er eins og nýr núna. Ég lyfti hon- um upp á borðið og losa spennurnar af lokinu. — Plöturnar eru hérna líka. — Þú ert nú alveg einstakur segir hún og er hætt að hlægja að það kemur undarlegur roði í vangana á henni með- an hún tekur plöturnar eina af annarri og strýkur varlega með fingrunum yfir máðar myndirnar af öllum þessum brosandi stjörnum — Presley, Jim Reeves, Sergeant Pepper’s... — Ég mætti henni hérna fyrir utan, konunni, segi ég. — Já, hún heitir Friðsemd, svarar hún og brosir annars hugar, því athygl- in er öll bundin við þessa óvæntu send- ingu. — Eigum við ekki að spila eitt- hvað? Plötuspilarinn er borinn yfir á borðið við vaskinn og það tekst að tengja hann við innstungu hátt uppi á veggnum. Hún velur Presley — „Are you Lone- some to Night?“. Tónlistin hefur víst sömu áhrif á okkur bæði, við segjum ekki neitt og ég held að hún sé enn undarlegri á svipinn en ég hlýt að vera. Hún er líka áreiðanlega að hugsa það sama — um kvöldin okkar saman, síð- asta veturinn minn í Vélskólanum. Hún kom með þennan plötuspilara heim í herbergið til mín eitt kvöld um haustið og hann ómaði látlaust fram til vors, þegar hann þagnaði skyndilega af óskiljanlegum ástæðum... Það var rétt áður en ég réði mig á Hvammána. Þegar ég kom heim úr fyrsta túrnum var hún farin. Við höfum þagað of lengi. Þögnin er að verða vandræðaleg. — Ertu ekki búinn að koma til margra landa? spyr hún svolítið undarleg í röddinni og fer að strá sykri ofan á vöfflurnar. — Nokkurra, svara ég og er henni þakklátur fyrir að hafa fundið umræðu- efni. — Og hvernig er hún þessi borg, sem þú ert að fara til? Hvar er hún? — Já, Lowestoft. Hún er í Eng- landi. — Og hvernig er hún? — Hvernig? Ja, það er stundum ansi fjörugt þar á kvöldin. Annars stoppum við þar sjaldnast lengi. — Nei, ég átti ekki við það. Er fal- legt þar? Eru skógar? Skemmtilegt fólk? Sætar stelpur á götunum? Það vottar fyrir brosi. Mér vefst tunga um tönn. Á ég að segja henni að það sjái ekki nema spöl- korn upp fyrir höfnina fyrir kolareyk, að hvergi sjái stingandi strá, frá úrillu uppskipunarkörlunum og fullu hórun- urn á „The Lions Head“? — Já, það er fallegt þar, mörg tré, eiginlega skógar, segi ég og svipurinn á henni sannar mér að það var þetta sem hún vildi að ég segði. Svo þætti henni ég kannske minna spennandi, ef ég segði sannleikann. — En trén eru ekki enn orðin græn. Það er vetur í Englandi núna eins og hér, segi ég og tek við vöfflunni sem hún réttir mér. — En á sumrin? — Já, það er allt grænt á sumrin í Lowestoft, segi ég og lít undan og treð óvart of miklu upp í mig af vöfflunni. Elvis Presley er búinn með lagið og hún setur það á aftur —-„Are you Lones-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.