Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 100

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Síða 100
100 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ome to Night?“. Já — „lonesome". Ef hún bara vissi—... Ertu ekki einmana í klefanum þín- um? spyr hún eins og hún hafi lesið það sem ég hugsa og hjartað í mér tekur kipp. —Ég vildi óska að ég gæti komið með þér, segir hún og hlær og hjartað tekur enn einn kipp, sem mér finnst nálgast hjartaáfall, þegar dyrum er lok- ið upp á bak við mig og það svo hrana- lega að þær skella í vegginn. — Svo það er bara mússík! Hann styðst við staf, nauðasköllótt- ur og er með áberandi stórt og bláæðótt nef. Meðan hann stendur í gættinni og starir á mig minnir hann mig á mynd af galdrakarli í ævintýri, sem mér er í barnsminni. — Góðan dag, segi ég. Ég hafði alls ekki reiknað með að hér mundu búa fleiri en Alda og gamla konan. Ég hef heldur ekki fengið ráðrúm til að spyrja hana neitt um hagi hennar. Alda flýtir sér að stöðva plötuspilarann, næstum í fáti. — Gef mér kaffi,'Alda, heimtar hann og otar að henni stafnum. Svo bregður hann honum undir handlegg sér og fetar sig í átt að borðinu, tekur sér sæti við endann og leggur báða lóf- ana flata niður á dúkinn. Hann vantar tvo fingur á vinstri hendi. — Hvur er hann þessi pjakkur? spyr hann og fær sér um leið þrjá mola úr sykurkarinu. Hann er ekki með nema örfáar tennur í munninum en bryður molana eigi að síður með brestum. — Þetta er vinur minn, segir Alda og virðir hann ella ekki viðlits. Karlinn svarar ekki strax, því hann er að fást við sykurinn, sem krefst allrar einbeitingar hans, en hún hellir kaffi í pjáturmál, sem sennilega er sérstaklega ætlað þessum meðlim heimilisins. Svo situr hún þung á brún og herpir saman var- irnar. Karlinn skolar sykrinum niður með stórum sopa úr pjáturmálinu. — Og er hann að færa þér kjærligheðsgjöf! Er þetta ekki graffifónn? Já, nú held ég sumum ætti að líka lífið. Hvernig ætti henni heldur að nægja þótt útvarpið þagni ekki frá morgni og fram á miðjar nætur? Alda lætur nýja vöfflu á diskinn hjá mér og svarar engu. — Finnst þér hún ekki orðin hnell- in, þessi sál, segir karlinn ísmeygilega og beinir máli sínu til mín. — Þetta er ekki orðið neitt smá... Hann hugsar sig um — neitt smálok! botnar hann þetta að endingu. Hann virðir hana fyrir sér og á andlitinu er ánægjusvipur. —Blessunin, segir hann, þegar ég sýn- ist ekki ætla að taka undir þetta hjá honum. — Líklega fer hann að hvessa upp úr þessu, segi ég og vil beina umræð- unni í aðra átt. — Heldurðuþað?spyrhannfljótur. —Ertu kannske veðurfræðingur? Ég læst reka upp hlátur. — Ekki er ég nú beinlínis veður- fræðingur. — En glöggur á veður, svona nokk- urslags veðurhani, sennilega? — O, nei, nei... — Veist kannske ekkert um veður? Karlinn horfir forvitinn á mig, eins og hann bíði eftir að ég viðurkenni að ein- mitt þannig sé því varið. Mér vefst tunga um tönn. — Mér finnst þú nú geta látið gesti í friði, segir Alda. — Heyrirðu! Hún ber umhyggju fyrir þér, segir karlinn og er dillað. — Það er engum í kot vísað að vera innun- dir hjá henni Öldu. Ég held þú ættir að sjá það við hana krakkagreyið. Henni þykir dauft þegar enginn er til að strjúka henni um þjóana. Hann horfir á hana með áhyggjusvip. —Henni finnst nú ekki bragð að þótt ég sé að klípa í hana öðru hverju. Annars hefur hún það bara gott hérna hjá okkur, hefur allt til alls. Er það ekki, Alda mín? Nú heyrist gengið um útidyrnar og að vörmu spori ber gömlu konuna að. Hún er mjög móð, brjóstið rís og hníg- ur í sífellu og undirhakan skelfur lítil- lega. —Ég er búin að rífa alla kassana, segir hún. — Ég setti líka í miðstöðina. — Sjáðu, Friðsemd — þarna á borðinu! segir karlinn og ber ótt á. — Hvað heldurðu að hann hafi verið að færa henni Öldu, pilturinn hérna. Ein- hvern smágreiða hefur honum þótt hún eiga inni hjá honum. — Nú, segir gamla konan aðeins. — Jæja, kannske hún muni nú finna einhverja eirð og tolla heima af og til. Hún vill helst vera á bíóunum og böll- unum á hverju kvöldi, þótt hún hafi bæði útvarpið og nóg að lesa. — Hvað ætli hún hafi gaman af að lesa. Ég hef aldrei lesið. — Eg hef líka margboðið henni að spila við hana, segir karlinn ásakandi. —Hún þykist ekki nenna því. — Ég hef aldrei spilað heldur, segir kona hans og tekur svari Öldu, um leið og hún skrúfar frá vatninu og ber grænsápu á hendurnar. — En þú lést þér ekki leiðast fyrir það og undir við þitt heimili! Karlinn er farinn að ókyrrast, en við þessari spurningu kemur ekkert svar, kannske af því að hún heyrir ekki til hans fyrir dyninum sem verður þegar vatnið bun- ar í vaskinn. — Guð, hvað ég hlakka til að kom- ast héðan. — Það er Alda sem alveg óvænt gefur þessa yfirlýsingu og án þess að líta á nokkurn mann. — Eins og nokkur geri svona ungl- ingum til hæfis, segir karlinn eftir nokkra þögn, eins og hann hafi þurft tíma til að átta sig á svona vanþakklæti. — Þótt hún hafi allt til alls...byrjar hann. — Ég skil vel að henni leiðist að hanga yfir okkur, grípur gamla konan fram í. — Hvað ætli hér sé staður handa ungri manneskju, sem vill lifa lífinu. — Ég get sagt þér sem er, Frið- semd, segir karlinn, um leið og hann snýr sér að konu sinni og talar í þeim einlægniróm sem hann á bestan. — Það er ekki vegna þess fyrst og fremst. Það sem að henni gengur er að hún vill finna strákana í Víkunum og láta þá eltast við sig...Það er nú það. — Ætli hún eltist mikið við einn né neinn, manneskjan, svona á sig komin. Ég veit svo mikið að ekki hefði ég gert það. — Jú, jú, segir karlinn. — Þær láta ekkert á sig bíta þessar stelpur núna. Helst væri að þær versnuðu, þegar þetta lagið er á þeim. — Ef hún tæki eitthvert mark á þér væri hún löngu búin að slengja ein- hverju framan í þig, eins og tuskunni þarna. — Ég tek víst mark á honum, segir Alda og er gráti nær af reiði. — Hann lætur mig ekki einu sinni í friði, þegar ég hef ekkert skipt mér af honum. Hann opnar inn á mig þegar ég er að þvo mér hérna niðri. Það er ekki einu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.