Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 101

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 101
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 101 sinni nóg, þótt ég setji eitthvað fyrir dyrnar. Karlinn sýpur næstum hveljur. — Hún á við það þegar ég þurfti í kistuna í miðstöðinni, segir hann loks og snýr sér til allra átta með einn þriggja fingra vinstri handarinnar á lofti. — Þú gerir þetta oft! Þú gerir það alltaf! segir hún og færir sig fjær. Pað eru komin reiðitár í augun á henni. — Það er ekki satt, eintóm skreytni, segir karlinn og það er farið að þykkna í honum. — Það er víst satt. Hún hleypur út úr eldhúsinu og skellir á eftir sér hurð- inni. — Þú segir það! Þú segir það! hróp- ar karlinn á eftir henni. — Það er vegna þess að það er einmitt þannig sem þú vildir að það væri. Hann lýkur úr kaffi- málinu í einum teyg og situr svo og hristir höfuðið, fussandi. — Hún segir satt, segir kona hans. — Þú ert svo kvikindislegur við hana stúlkuna að ég skil ekki að hún hún skuli ekki löngu vera farin héðan. Ver gerður unglingur hefði ekki látið bjóða sér þetta. — Það styður hvert við annað, kvenfólkið, segir karlinn og lítur á mig með svip sem gefur til kynna að við karlmennirnir stöndum alveg tvímæla- laust saman. — Nei, ég get sagt ykkur það að ég hef aldrei látið mér detta í hug að opna svo mikið sem um smugu inn á kvenfólk, sem er að þvo sér. Hafi ég einhvern tíma hreyft við hurðinni í miðstöðinni, þegar hún hefur verið þar inni með kroppinn beran, þá er það óviljaverk. Hann seilist eftir sykri í molakarið. — Og hana nú. — Já, trúi nú þeir sem kæra sig um, segir gamla konan. — Ég þekki hann víst á þér óviljann. — Ætli þú verðir henni ekki sam- ferða út í Víkur næst? segir karlinn. —Mér mætti segja að þú færir bara að leggjast í bíóin og strákana með henni Öldu. Hann lítur á mig. — Það tekur tíma að losa það við ókyrrleikann úr skrokknum, kvenfólkið. Hún er nú senn áttræð þessi. — Skyldi vera mikil hætta á því. Ætli leppurinn fylgi ekki goðinu úr þessu, segir gamla konan. Hún er farin að safna saman áhöldunum af borðinu. — Betur að hann væri hvergi meiri ókyrrleikinn en í mér. Karlinn svarar ekki en japlar á sykr- inum. Hann er óánægður og geiflar sig í sífellu. Ég stend á fætur, og þakka fyrir mig. Gamla konan segir að ég skuli þakka Öldu: — Það er hvort sem er hún sem gerir mest hér, þótt hún fái annað þakklæti fyrir það en henni ber. — Henni er í engu ofgert hér, ef þú átt við það, segir karlinn og virðist þykja sneitt að sér — og hún hefur allt til alls. Hvur ert þú annars? spyr hann og skoðar mig nú betur. — Ég er einkonar farmaður, segi ég- — Svona „einskonar“, já, segir karlinn og það hlakkar í honum. — Þú kaupir þá fyrir mig hespu á miðstöðina, fyrst þú ert í siglingum. Það gengur ekki að maður brjótist inn á þær berar. Ég vil að þú sendir mér hespu og lás með í kröfupósti. Fyrr en síðar! heyri ég hann kalla urn leið og ég loka dyrun- um. Hún stendur í útidyrunum og er búin að klæða sig í kápu, þegar ég kem fram fyrir. Hún horfir út á sjóinn og verður mín ekki vör fyrr en ég snerti á henni öxlina. — Ég ætla að ganga með þér upp á hæð, segir hún og heldur strax af stað. Við göngum lengi án þess að segja neitt. Kannske er hún enn miður sín eftir sennuna við karlinn. — Ég vildi óska að ég gæti komið með þér til út- landa, segir hún svo allt í einu. — Ætti ég ekki bara að stinga af og sigla með þér burtu? Mig langar til að segja að það sé einmitt það sem mér finnist hún eiga að gera. En mér þykir það varla viðeig- andi. — Heldurðu það? segi égaðeins. — Langar þig ekki til að ég komi með þér? spyr hún og lítur á mig bros- andi. Hún setur mig í vanda með að spyrja svona umbúðalaust. — Ég hefði ekkert á móti því, segi ég og tekst að brosa líka. — Þá hefðirðu að minnsta kosti fé- laga í klefanum þínum. En annars finnst þér ég víst ekkert ógurlega hugguleg núna. En þér fannst það einu sinni... Því fer hún að tala um þetta núna? Ég hafði verið tilbúinn að vorkenna henni vegna þessa karls. En nú hefur hún snúið taflinu við. — Já, mér fannst það... — Komstukannskebaratilaðgáað hvort þér fyndist það enn? Ég segi ekkert. Auðvitað mátti ég vita að hún sæi í gegnum mig. Hvaða venjulegur maður mundi fara að þvæl- ast með uppgjafa plötuspilara í kring um hálft landið? — Mundirðu vilja taka utan um mig núna, eins og einu sinni? segir hún og ég heyri ekki að það sé nein stríðni í röddinni. — Mundir þú vilja að ég gerði það? dettur upp úr mér ósjálfrátt. — Ég veit ekki. Röddin er í svo full- komnu jafnvægi að það er eins og hún sé að hugsa um hvort hún eigi að ganga yfir þúfuna þarna eða sneiða hjá henni. —Kannske við ættum að geyma það. En það má ekki geyma það of lengi. Að minnsta kosti verður það að gerast áður en ég gifti mig næst. Enn verður þögn langa stund og við erum á leið upp brekkuna ofan við malarkambinn og fjöruna. Mér hefur ekki dottið neitt í hug að segja þegar við höfum náð upp á brúnina. Þar stansar hún. — Ætli ég fari lengra. — Nei, auðvitað ekki segi ég. — Það er ekkert auðvitað. Það hefði vel getað verið að ég hefði komið með þér, ef þú hefðir beðið mig betur um það. — Komdu þá með mér, segi ég. — Þú veist að ég er vélstjóri. Enginn mundi finna að því—... Nei, nei, segir hún og hlær. Ertu frá þér. Sjáðu hvernig ég er! Hún lítur nið- ur eftir sér og gerir boga með höndun- um. — En þú ert nú samt ágætur að vilja að ég komi. Hún leggur aðra höndina á öxlina á mér og kyssir mig á vangann. — Þessi var nú ekki hættuleg- ur. En bjóddu mér aftur seinna — þegar trén í Lowestoft eru orðin græn. Ég horfi á eftir henni áleiðis niður brekkuna og held svo af stað niður í Víkur. Héðan að sjá virðist skipið minna og grárra en nokkru sinni. Eng- in hreyfing er á bryggjunni í bili. Á móts við frystihúsið berast til mín ómar frá hljómsveitinni, sem tekin er til við að æfa sig. Þeir spila tangó „La Cump- arsita“ og banjóið hefur laglínuna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.