Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 104

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 104
104 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Þegar þeir hamast sem mest á þér ertu örugglega á réttri leið!“ Viðtal við Gísla Jón Hermannsson forstjóra Ögurvíkur hf. * g er fæddur á Svalbarða, eða á Barði, eins og það var kall- að, í Ögurvík við Djúp þann 30. júní árið 1932, einn ellefu barna — sex bræðra og fimm systra,“ sagði Gísli Jón Hermannsson forstjóri Ög- urvíkur hf. þegar Sjómannadags- blaðið tók hann tali á dögunum. „Foreldrar okkar voru þau Hermann Hermannsson sjómaður og bóndi þar og Salóme Rannveig Gunnars- dóttir. Pabbi var hálfur Strandamað- ur, kominn frá Krossnesi á Ströndum og ég held að hann hafi verið orðinn átta ára þegar hann og hans fólk fluttist yfir að Djúpi. En mamma er aftur Djúpmanneskja, fædd í Skötu- firði. Voru þeir Gunnar Halldórsson og þeir í Skálavík náfrændur henn- ar.“ „Afkoman? Um hana er það að segja að sjórinn var að minnsta kosti númer eitt og tvö — ég tel það ekki þótt við höfum verið með einar tólf eða fjórtán rollur og eina belju, svona rétt handa heimilinu. Pabbi hafði keypt bát í Bolungarvík árið 1930, Hermóður hét hann, og var þrjú tonn. Á honum var róið til fiskj- ar allan ársins hring, oftast frá Bol- ungarvík á vorin og þá út undir Grænuhlíð og Nesið, en þegar á leið var þessu hætt og bara róið úr Ögri. Farið var á sömu staði, lengst út und- ir Grænuhlíð en annars skemmra." Bátsmaður á Þorsteini Ingólfssyni „Ekki veit ég hverju ég á að svara þegar þú spyrð hvenær ég hafi byrjað sjósókn. Áuðvitað byrjuðum við bræðurnir þarna á trillunni hjá pabba Gísli Jón Hermansson: „Núfœr enginn að vera í friði fyrir „menningunni“ lengur. (Ljósm.: AM) og satt að segja hef ég aldrei kynnst öðru en sjó og sjósókn. Eg held að ég hafi unnið tvö sumur í landi um mína ævi. Ég vann við að koma veginum yfir Eorskafjarðarheiðina árið 1946 og árið 1947 var ég í byggingarvinnu. Par með held ég að vinna mín í landi sé upp talin. Nei, ég held ekki að Vestfirðingar séu neitt betri sjómenn en aðrir. Hins vegar hefur komið meira af þeim þaðan en annars stað- ar, því það var ekkert annað að gera þar. Pví sneru þeir sér að þessu eina sem þeir kunnu þegar þeir komu suð- ur. Það ungaðist út mikið af sjó- mönnum fyrir vestan á mínum yngri árum og gerir enn og ég trúi ekki öðru en að það haldi áfram að verða þannig. Á ísafjörð kom ég þrettán ára og reri þar í fimm ár með pabba á trill- unni, en fór svo suður átján ára og þá beint á togara. Eftir það hef ég ekki komið vestur, nema þá svona bara í heimsókn. Togarinn sem ég réði mig á var Helgafellið og þar um borð var ég í tvö eða þrjú ár eða þar til skipið var selt til Akureyrar. Éftir það var ég á ýmsum togurum, þar á meðal á Geir um tíma, en svo réð ég mig á Þorstein Ingólfsson, en þá var Þórð- ur bróðir minn orðinn skipstjóri þar. Þórður var næstelstur okkar bræðr- anna, en við vorum sex eins og ég sagði. Elstur var Gunnar, þá Þórður, Sverrir og ég. Yngstir voru Halldór og Birgir. Oft var gaman á Þorsteini Ingólfssyni í saltfisktúrunum við Grænland. Þar var oft mokfiskirí í þá daga. Hjá Þórði var ég nokkuð lengi en fór frá honum 1958 og gerðist stýri- maður á Þormóði goða, sem þá var fyrir skömmu kominn til landsins. Ég fór þar um borð nýkominn frá loka- prófinu í Stýrimannaskólanum en hann kláraði ég fremur seint eða 1957 — maður mátti ekki vera að því að sitja á skólabekk, það var alltaf svo mikið að gera.“ „Datt ekki í hug að nokkur mundi vilja mig sem skipstjóra“ „Frá Þórði lá svo leiðin til Gunnars elsta bróður míns, en hann var þá búinn að kaupa Eldborgina. Fyrst var ég háseti hjá honum en svo stýri- maður og hjá Gunnari var ég uns ég lét sjálfur byggja mér bát árið 1963. Ástæða þess að ég lét byggja bátinn var sú að ég þorði ekki öðru, því mér datt ekki í hug að nokkur mundi vilja mig sem skipstjóra. Þetta var 200 tonna síldarbátur byggður hjá Bols- enesværft í Moldö í Noregi 1963. Um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.